22.6.2008 | 09:44
Enginn veit sína æfi fyrr en öll er
Skemmtileg grein eftir Orra í Mbl. í dag. Við tönglumst oft á því að aldur sé afstæður, þá sérstaklega fólk á mínum aldri. Og það er jú orð að sönnu alla vega þegar heilsan er góð og við í góðu jafnvægi.
Fyrir nokkrum mánuðum skrifaði ég svipaðar hugleiðingar og hvort við sem nú erum komin yfir miðjan aldur kæmum til með að sætta okkur við soðninguna á elliheimilum. Eða hlusta á Hvíta Máva með Helenu okkar Eyjólfs. Nei ætli það, ég held að mín kynslóð komi til með að rísa upp á afturfæturna og heimti sitt sushi og hvítvín í hádeginu.
Reyndar þarf nú ekki mína kynslóð til að kvarta þar sem tengdafaðir minn dvelur á Eir en móðir mín er nú svo heppin að búa í sinni íbúð á Skúlagötu 20 en getur fengið mat út í næsta húsi. Þau kvarta bæði yfir bragðlausum mat og það sé ekkert fútt á þessum heimilum, en þau eru af þeirri kynslóð sem láta þetta bara gott heita kvarta ekki mikið nema bara svona sín á milli.
Ætli mín kynslóð verði líka þannig með árunum, ætli við komum til með að taka öllu þegjandi og hljóðalaust, nei ég held og vona ekki.
En því miður er það oft að ellilífeyrisþegar verða að sætta sig við örlög sín, hvort sem þeim líkar betur eða ver þá sérstaklega þegar heilsan brestur.
Þegar móðuramma mín sem þjónaði ríkisstjórninni okkar í 20 ár eða frá árunum 1948 - 1968 lét af störfum átti hún enga í búð enda alltaf búið á vegum ríkisins sem húsfrú. Bjarni Benediktsson heitinn útvegaði henni þá herbergi á Hrafnistu sem hún þáði með þökkum. Eftir það fór aðeins að halla undan fæti hjá henni og hún sem alltaf var svo kát og hress fór að fá heilablóðföll hvað ofan í annað. Eftir eitt kastið sagði hún við móður mína að hún vildi alls ekki láta planta sér inn á sjúkradeildina á Hrafnistu. Eitthvað hafði hún á móti þeirri deild en því miður fór svo að þegar hún fékk þriðja blóðfallið var ekki aftur snúið og hún var lögð inn á deildina og var þar rúmliggjandi í 10 ár.
Enginn viss hvort hún skynjaði hvar hún var en ég held samt að svo hafi verið. Grátköstin og svipurinn sagði meir en nokkur orð. Stundum átti hún góða daga og það var eiginlega bara þegar karlmenn heimsóttu hana, þá lék hún við hvern sinn fingur, hló og augun ljómuðu. Blessuð sé minning ömmu minnar góðu.
Þannig er nú það, við vitum ekki hvar við komum til með að enda eða hvort heilsa og lífskraftur fylgi okkur fram á grafarbakkann. Það besta sem við getum gert er að reyna að lifa í núinu og njóta lífsins á meðan við getum. Elska hvort annað og bera umhyggju fyrir náunganum.
Ég ætla samt að rokka og róla og borða góðan mat og njóta góðra veiga í ellinni. Hvar það verður veit ég ekki en það verður fjör þar sem ég verð. Lofa því.
Allir velkomnir á draumastaðinn minn. Læt ykkur vita þegar nær dregur hvar hann verður.
Húðflúr, sushi og bikinivax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 09:51 | Facebook
Athugasemdir
Bíð spenntur. Hef með mér pensilinn og gítarinn. Er það mikil framhleypni af mér að spyrja hvur hún amma þín var? Þú þarft ekki að svara mér ,Ía mín, frekar en þú vilt. Kveðjur úr sólinni. Farinn í sund.
Bergur Thorberg, 22.6.2008 kl. 10:09
Ég skal leggja til krús en endilega komdu með gítarinn. Hún amma mín varhúsfrú í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötuna og þar fæddis ég líka. Oh nú væri gott að skella sér í laugina, hér er um 30° og heiður himinn.
Ía Jóhannsdóttir, 22.6.2008 kl. 10:20
Ég kem med tér,enda löngu ákvedid ad hafa gaman í ellinni med mitt hvítvín og gódann mat....
Knús á tig.
Gudrún Hauksdótttir, 22.6.2008 kl. 11:02
Ég líka, uss ég ætla sko að lifa og leika mér í ellinni engan bragðlausan mat fyrir mig tak. mamma er alltaf að kvarta undan matnum, enda lifir hún næstum á því sem hún fær frá okkur, sem er alalega bláber og rjómi. konfekt og annað slikkerí
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.6.2008 kl. 12:17
Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig verður umhorfs á elliheimilum eftir ca 40 ár
Bubbi á allavega eftir að hljóma úr minni íbúð og annar hver íbúi verður sennilega með tattú.
Hafðu góðan dag
Hulla Dan, 23.6.2008 kl. 05:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.