Þannig komst ég að því að ég væri með gróðurofnæmi

Við vorum gestkomandi í innsveitum Frakklands, ég held að þetta hafi verið árið 1997 eða ´98. Ég sat með frænku Þóris, Limmu, og við dunduðum okkur við að setja villt blóm í vasa sem hún hafði tínt á landareigninni sem var gríðar stór mitt inn í skógarrjóðri og ekki hús í mílna fjarlægð nema gamalt nunnuklaustur sem enn var starfrækt. 

 Þetta var ævintýraheimur, íbúðarhúsið var hlaðið úr grágrýti og byggt í kring um 1700.  Hefur örugglega verið í eign hefðarfólks í þá daga.  Nú var búið að endurbyggja það að hluta og notað sem sumarhús af eiganda og fjölskyldu. 

Þórir og Nikki voru að undirbúa kvöldmatinn og nú skildi gæða sér á ekta franskri nautasteik og drekka eðalvín með. Við settumst til borðs undir stóru tré á veröndinni sem var búið að dúka fallega upp og á miðju borðinu var litskrúðugi blómvöndurinn sem við höfðum nostrað við með óteljandi villtum blómum. 

Ég komst aldrei til að smakka steikina eða bragða á víninu.  Ég hafði fundið fyrir einhverjum ónotum allan daginn, mér var þungt um andardrátt og þetta ágerðist með kvöldinu.  Ég hélt ég væri að fá einhverja flensu og bað þau að afsaka mig og skreið upp í rúm.  Alla nóttina dreymdi mig að ég væri að anda í gegn um rör!  Þórir sagði mér seinna að hann hefði aldrei heyrt annað eins, það sauð ofaní mér eins og físibelg.

 Mér leið skár daginn eftir og við héldum áleiðis heim til Prag.  Eftir því sem norðar dró fór að bera minna á þessum andþrengslum og ég auðvitað farin að kenna reykingum um þessi ósköp. Ég ákvað samt að fara til læknis þar sem einkennin voru enn til staðar og þá var ég greind með gróðurofnæmi.

Í dag lifi ég með þessu og bý í sveit!  Ég verð að viðurkenna að þetta sumar er búið að vera ansi erfitt.  Verst er það að geta ekki sofið.  

Annars bara góð og ætla núna út í garð að klippa rósirnar mínar enda ekki með ofnæmi fyrir þeim. 

Smellið á nýju myndina þarna voru rósirnar mínar rétt að byrja að blómstra í byrjun júní  

 


mbl.is Aldrei fleiri frjókorn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá þetta hlýtur að vera einstaklega erfitt að dragnast með.  Eru engin lyf?

Knús á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2008 kl. 11:14

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ojú auðvitað eru til lyf en sum hafa svo slæma aukaverkanir að ég nenni ekki að taka þau. Fékk heilan helling af lyfjum hér fyrsta árið og var í rússi í viku og hætti bara að taka það inn.   Annars er ég með púst og pillur sem virka ekki shit... bestu lyfin fékk ég í London en það er nú ekki hlaupið þangað því miður.

Annars lifir maður þetta af þangað til í ágúst og síðan byrjar ballið aftur að ári. Er samt að hugsa um að fara til læknis e.t.v. eru komin einhver ný á markaðinn.

Ía Jóhannsdóttir, 2.7.2008 kl. 11:30

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ók, ég vona að þú fáir einhverja lausn.  Skelfilegt að vera með öndunarörðugleika.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2008 kl. 11:33

4 identicon

Ég er búinn að berjast við þennan fjanda í 12 ár og búinn að prófa allan andskotann. Það versta var án efa eitthvað jurtate, annan eins viðbjóð hef ég aldrei smakkað. En það var ekki fyrr en síðastliðið sumar að ég var hjá heimilislækninum þegar ég spyr hann í gríni hvort að hann eigi ekki eitthvað töframeðal við þessu og hann hélt það nú. Hann sendi mig með lyfseðil yfir í apótek og svo fékk ég litla sprautu í rassinn. Þetta var í byrjun júní og ég er ekki að ýkja þegar ég segi að ég fann ekki fyrir ofnæmi það sem eftir lifði sumars, þrátt fyrir tvær utanlandsferðir og var önnur meira að segja til Frakklands. Þannig að ég mæli eindregið með að þeir sem eru að berjast við þetta panti sér tíma hjá heimilislækninum og fái litla sprautu í rassinn sem bjargar öllu.

Arnar (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 11:45

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já Arnar er búin að heyra af þessum sprautum.  Ég er bara svo asskoti löt að koma mér til lækna en ég er alvarlega farin að hugsa um þetta núna sérstaklega eftir svona svæsið sumar.  Takk kærlega fyrir innlitið.

Ía Jóhannsdóttir, 2.7.2008 kl. 11:51

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég sá þetta alveg fyrir mér sem þú skrifaðir í byrjun... núna fer ég út í garð með rauðvínsglas.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.7.2008 kl. 15:27

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég var að leika mér við myndina þína - Ef þú hefur áhuga á að sjá, sendu mér e-póst:

eysteinsson@compaqnet.se 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.7.2008 kl. 15:32

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gunnar búin að senda þér póst

Takk fyrir Hallgerður mín, ætla að senda inn fleiri myndir bráðlega. Tölvudruslan er bara svo óhlýðin mér og sein að fatta.

Ía Jóhannsdóttir, 2.7.2008 kl. 16:23

9 identicon

Sæl sá þetta blogg fyrir tilviljun, og vildi benda þér á eitt ráð sem maðurinn minn gerði og virkar mjög vel, en það er að sneiða hjá öllum mjólkurafurðum!! Ofnæmið honum hefur ekkert látið á sér kræla síðan hann byrjaði á þessu. Mjólk ku víst vera slímmyndandi.  

Sonja (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 01:02

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir þetta Sonja ekki vitlaust að prófa og takk fyrir innlitið

Ía Jóhannsdóttir, 3.7.2008 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband