Dánartilkynningar á hraðbrautum Þýskalands.

Sorgleg staðreynd. Þegar við vorum í Þýskalandi um daginn og keyrðum hraðbrautina rákum við augun í ný aðvörunarskilti með vissu millibili.  Þessi skilti voru svo sláandi að við hægðum ósjálfrátt á ferðinni í hvert skipti sem þau blöstu við okkur.

Þetta lítur út eins og risastór dánartilkynning.  Svartur rammi, svartur kross á hvítum fleti og undir honum  mynd af fjögra manna fallegri fjölskyldu síðan eftir nokkra tugi kílómetra byrtist önnur mynd af ungu pari sem klædd eru í mótorhjólabúning.  Myndirnar eru risastórar og í svart hvítu.  Gleði og hamingja skín úr augum þessa fólks og manni finnst eins og lífið blasi við þeim.  Undir myndunum koma síðan nöfn þessara einstaklinga.

Mig minnir að ég hafi séð á Íslandi skilti sem á stóð Liggur þér lífið á, eða eitthvað í þá áttina og að mér hafi þótt þau góð á sínum tíma,  en þessi aðvörunarskilti í Þýskalandi eru svo raunveruleg að jafnvel löngu eftir að þú hefur ekið fram hjá þeim þá eru þessir einstaklingar enn ljóslifandi fyrir þér og þú hefur lækkað hraðann umtalsvert.

 


mbl.is Hraðakstur algengast orsök banaslysa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það er skrýtið að það þurfi svona lagað til að vekja MIG....

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.6.2008 kl. 20:51

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég sá þetta slys á gullinbrúnni og  mér brá mikið. Það er rétt hjá þér Ía það stendur á skilti. Likkur þér lífið á, þetta sem þú skrifar er mjög sorglegt.

Kær kveðja til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.6.2008 kl. 21:36

3 Smámynd: Einar Steinsson

Á hraðbrautum í Þýskalandi er engin hámarkshraði nema afmörkuðum svæðum eins og t.d. þar sem hraðbrautir kvíslast eða safnast saman í eina, einnig stundum þar sem íbúðabyggð er mjög nærri (þá til að draga úr hávaða) og einnig er stundum dregið úr hraða með ljósaskiltum sem sína minnkaðan hámarkshraða þar sem hætta getur skapast í mikilli úrkomu.

 Stjórnvöld "mæla með" 130km/h en algengast er að umferðin sé um 150 - 170 km/h og ekki óalgengt að stórir dýrir fólksbílar og sportbílar fari fram hjá manni vel á þriðja hundraðinu. Miðað við þá gífurlegu umferð sem fer um þessar lífæðar Þýskalands (og annarra Evrópulanda) eru slys mjög fátíð enda er umferðin óhemju öguð og gengur fyrir sig eins og smurð vél. Það hve lág slysatíðni er á hraðbrautunum er aðal ástæðan fyrir því að ekki hefur verið settur fastur hámarkshraði þó að oft hafi verið rætt um það.

Það er talsverð upplifun að ferðast um hraðbrautir Evrópu í myrkri, rigningu og vondu skyggni. Hraðinn dettur ótrúlega lítið niður, hraðbrautirnar eru ekki lýstar upp og ekki er hægt að nota há ljós vegna annarra bíla þannig að maður keyrir næstum blindandi á öðru hundraðinu og samt gengu allt smurt og vel eins og um bjartan dag. Það sem skiptir öllu er að allir fylgja reglum og bílarnir í kringum þig gera aldrei neitt óvænt, stefnuljós eru notuð óspart og engum dettur í hug að taka fram úr nema vinstra megin við þig og fólk heldur sig hægra megin nema þegar verið er að taka framúr.

Einar Steinsson, 30.6.2008 kl. 21:40

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gunnar já svona herför hristir dálítið upp í manni

Katla mín takk fyrir innlitið

Ía Jóhannsdóttir, 30.6.2008 kl. 23:27

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Einar allt sem þú skrifar hér er hárrétt en slysin verða því miður oft vegna hraðaaksturs við léleg skilyrði, það þekki ég alla vega héðan og býst nú við að svo sé líka í nágrannalöndum okkar.

Ég keyri yfirleitt greitt en  mér finnst ekkert til fyrirmyndar að keyra eins og bavían á 180 - 200 km hraða bara vegna þess að það eru engar hraðatakmarkanir.

Helga: Ja alla vega koma svona varúðarskilti mér og mínum til að slaka aðeins á keyrslunni og ég efa það ekki að svo sé um fleiri sem keyra um vegi Þýskalands.

Ía Jóhannsdóttir, 30.6.2008 kl. 23:36

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér líst vel á þetta sem þú ert að lýsa.  Það þarf að persónugera þessi hroðalegu slys.  Þýðir ekkert að rapportera eilífum tölum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.6.2008 kl. 23:56

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

"Akstur er dauðans alvara" - Bíll er banvænn" og "Liggur þér lífið á"  þessum og fleirum slagorðum fylgdu heilsíðu auglýsingar í blöðunum með eftirminnlegum myndum. 

Þarna var m.a. stór mynd af ungum manni á líkbörum. -

Mynd af ungri stúlku með sundurkorið andlit eftir að hafa farið með höfuðið í gegnum framrúðuna -

Mynd af ungum manni leggja blómvönd á leiði ungrar konu. - FYRIRGEFÐU -  er textinn undir þeirri mynd.  -

Þetta þóttu all svakalegar auglýsingar á sínum tíma. -

Og dauðaslysum fækkaði til muna meðan herferðin var í fersku minni vegfarenda. -

Man t.d. nokkur núna hvers vegna "hlaðna varðan með krossinum" sem stendur við Kúagerði var sett þar niður ?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.7.2008 kl. 01:05

8 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Sláandi auglýsingar í Týskalandi.Hef ekki séd tessar sem tú talar um en í vor voru önnur svona skilti einnig mjög sláandi.En gott ad tau virka vel á ökumanninn og vid lækkum hradann.Tá er takmarkinu nád er tad ekki?

Knús á tig mín kæra inn í gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 1.7.2008 kl. 05:40

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þessi aðferð virkar örugglega

Sigrún Jónsdóttir, 1.7.2008 kl. 10:54

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég hef tekið eftir þessum skiltum hér, sérstaklega ,,liggur þér lífið á" .. því það talar kannski mest til mín. Ég er ein af þessum ,,ofurstundvísu" og vill stundum keyra of hratt þegar ég er að verða of sein - en það er minni "skandall" að koma of seint í leikhúsið en hreinlega að drepa sig og mæta of snemma fyrir almættið!

Við þurfum alltaf að vera að fá áminningar, ekki veitir af.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.7.2008 kl. 16:16

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

úps skrifaði óvart ... og vill - sem átti að vera og vil þar sem frumlagið var ,,ég" ... (ég þoli ekki þessa villu )

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.7.2008 kl. 16:18

12 Smámynd: Hulla Dan

Ég er mjög hlynnt þessum skiltum. Fær mann akkúrat til að hugsa smá, ef maður hefur ekki verið að því þá þegar.
Við erum að fara til Belgíu og Hollands eftir 13 daga og mig langar ofboðslega lítið til að aka á hraðbrautinni alla leið. Eiginlega ekki einu sinni 20 km af leiðinni.
Það eru nefnilega sumir sem aka andstyggilega hratt á þessum vegum.

Eigðu gott kvöld Ía mín

Hulla Dan, 1.7.2008 kl. 18:50

13 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þekki þessi þýsku skilti og þau snerta mann, en ég finn ekki fyrir því að þau snerti nógu marga "hraðbrautarhraðaksturskappa". 

Tek undir að umferðarmenningin á þýskum hraðbrautum er öguð en vei þér ef þú ert fyrir "hraðbrautarhraðaksturskappa", jafnvel þó verið sé að taka fram úr á 150

Guðrún Þorleifs, 2.7.2008 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband