4.7.2008 | 08:49
Fjölskyldufréttir héðan frá Prag
Bæjarrotturnar, hún Anna systir mín og mágur eru búin að vera niðrí Prag með börnin síðan á mánudag og ætla held ég að vera þar fram á sunnudag eða mánudag. Við sveitalubbarnir höfum haft dálitlar áhyggjur af þeim þarna niðrí íbúðinni okkar í skarkala miðborgarinnar og yfir 30°hita. En hafið engar áhyggjur, við fylgjumst grannt með þeim og þeim virðist líka vel borgarlífið.
Þar sem Þórir komst í fyrsta sæti hjá Ólafi Friðrik (konungi) og Rikki, pabbinn sjálfur datt niður í annað hefur minn elskulegi reynt að halda sætinu eftir fremsta megni. Fyrsta daginn keypti hann derhúfu sem á stóð Óli í Prag 2008 og næsta dag digitalúr, sem sagt er bara að kaupa krakkann fyrir slikk en svínvirkar, heldur enn fyrsta sætinu.
Kolbrún Eva dúlla er bara hress í hitanum enda farin að fá Haagen Dazs ís á hverjum degi, sem sagt minn elskulegi farinn að kaupa sér vinsældir hjá henni líka..
Í dag ætlar Þórir að keyra þau til Dresden og er í þessum skrifuðu orðum að bíða eftir þeim, þið sem þekkið þau skiljið það...... gæti tekið tíma hehehhe....
Þau verða síðan hér hjá okkur síðustu daga ferðarinnar og hlakka ég til að fá líf aftur í húsið.
Ég ætla að nota daginn í dag til að randa í búðir, vantar svo tilfinnanlega skó með fyrirkomulagi. Jenný veit hvað ég er að tala um.
Lít e.t.v. inn hér þegar kvölda tekur og sól sest.
Eigið góðan dag hvar sem þið eruð stödd í heiminum elskurnar...nú URLAST Hallgerður...
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Bráðnauðsynlegt að eiga skó með fyrirkomulagi. Kona getur ekki verið þekkt fyrir annað.
Njóttu dagsins.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.7.2008 kl. 08:54
Hér er brakandi blíða og bæirnir allt í kring. 20 gráður er svona í heitari kantinum fyrir mig en það er ekki stanslaus sól svo ég lifi þetta af. Hafðu það gott elskuleg og þú leyfir okkur að fylgjast með stóra-sófamálinu. Knús
Ásdís Sigurðardóttir, 4.7.2008 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.