10.7.2008 | 10:31
Þögnin safnar kröftunum saman.
Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga og hefur mér gengið bara all bærilega undanfarin ár að kveðja án þess að vatna músum. En í morgun gat ég ekki haldið aftur af tárunum þegar ég kvaddi litlu frændsystkinin mín. Enn sit ég hér og á svo rosalega bágt inn í mér. Það er þungbúið bæði úti og inni. Sjálfvorkunnin alveg að drepa mig.
Ég veit svo sem að það er annað og meira sem veldur þessu táraflóði en ætla ekki að fara út í þá sálma hér núna enda engin ástæða til að bera á borð fyrir ykkur eitthvað kerlingavæl. Nú tekur maður bara á honum stóra sínum og drífur sig í verkefni dagsins sem bíða hér ófrágengin.
Ég ætla líka að fara eftir stjörnuspá dagsins, sem ég yfirleitt tek nú ekki mark á en einhvern vegin á hún svo vel við daginn í dag. Hún hljóðar svona:
Þegar maður sinnir stóru verkefni er orkan tvístruð. En það er bara tímabundið ástand. Þú þarft að staldra við og íhuga. Þögnin safnar kröftunum saman.
Og það er einmitt það sem ég ætla að fara að gera núna, staldra við og íhuga og safna kröftum úr þögninni.
Bíð ykkur öllum góðan og bjartan dag í sál og sinni.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:39 | Facebook
Athugasemdir
Hulla Dan, 10.7.2008 kl. 12:36
Elsku Ía, sendi þér miljón knús.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.7.2008 kl. 13:25
Og ég sendi þér trilljón knús elsku Ía mín.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.7.2008 kl. 14:41
Í tögninni býr krafturinn ...tad eru ord ad sönnu.
Stórt knús á tig inn í tögn dagsins.
Gudrún Hauksdótttir, 11.7.2008 kl. 08:17
Takk fyrir hlýju kveðjurnar ykkar! Þær ylja inn að hjartarótum
Ía Jóhannsdóttir, 11.7.2008 kl. 09:08
Obejmout
Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.7.2008 kl. 11:08
Skrilljón knús frá mér og orka ef þú getur notað hana. Hafðu það gott elskulegust
Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 19:16
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 12.7.2008 kl. 14:40
Já Ía mín, það er altaf erfitt að kveðja og sérstaklega ef einhver er frá fróni, þá vatna ég músum.
Knus til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 13.7.2008 kl. 12:28
Ía, þú ert algjört gull og krútt..
Óskar Arnórsson, 13.7.2008 kl. 22:07
Þú ert alveg einstök
Marta B Helgadóttir, 15.7.2008 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.