Tékkar eru sjálfstæð þjóð og hræðast ekki lengur

Um leið og utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Tékklands, Karel Schwarzenberg og Condoleezza Rice skrifuðu undir samninginn um uppsetningu eldflaugavarnarkerfis í Tékklandi blésu kaldir vindar um hundrað turna borgina Prag.

Þrátt fyrir lítil sem engin mótmæli hér í borginni höfðu sumir á orði að veðurguðirnir sýndu glögglega að þetta væri viðburður sem vert væri að taka eftir.  Tékkar eru að því leiti líkir okkur Íslendingum að þeir trúa á veðurguðina og fara mikið eftir því hvernig vindar blása þegar stórviðburðir gerast.  Eins og við eiga þeir líka óteljandi málshætti þar sem veður og vindar segja til um ókomna framtíð.

Tékkar eru þjóð sem bjó undir oki kommúnismanns í fimmtíu ár og létu yfir sig ganga kúgun og niðurrif og þau ár gleymast aldrei. Tékkar eru friðsöm þjóð og vinnusöm sem í dag eru á góðri leið með að verða eitt fremsta ríki V- Evrópu. 

 Uppbyggingin sem orðið hefur hér á undanförnum árum er ótrúleg og þeir eru stoltir af því að vera í dag sjálfstætt ríki sem stendur á eigin fótum.  Þeir áunnu sér fljótlega, eftir flauelsbyltinguna hylli allra vestrænna þjóða og hræðast ekki lengur stóra bróður í austri. 


mbl.is Saka Rússa um þrætugirni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tékkar eiga að afþakka þetta fyrirkomulag.

Og halda höfðinu hátt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2008 kl. 10:15

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já hér eru mjög svo skiptar skoðanir á þessum málum.  En á meðan Klaus er hér við völd verður þessu ekki breytt.  Ég hef aldrei heyrt eitt orð frá Havel fyrrverandi forseta um hans afstöðu sem annars væri gaman að heyra.

Ía Jóhannsdóttir, 9.7.2008 kl. 10:22

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ha hef nú ekki séð hana kæri Hippókrates, enda lítið verið á flakki hér á blogginu undanfarið.  En gott mál þá bara að við erum sammála eða erum við það ekki? 

Ég bý í Cejkovice, Cz. Sternberk. en er búin að búa í Prag og  hér í sveitinni í átján ár.  Nú er ég forvitin hver ert þú?

Ía Jóhannsdóttir, 9.7.2008 kl. 10:26

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Búin að skoða færsluna þína og já þegar maður talar um hluti sem maður þekkir jafn vel og þú virðist gera þá festist stundum á blaðið svipað orðalag. 

Neny problem.... asskotinn svo talar þú málið.  Ekkert að fyrirgefa.

Skila kveðjunni til allra landsmanna og e.t.v. sjáumst við einn daginn.

Ía Jóhannsdóttir, 9.7.2008 kl. 10:44

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

coolt...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.7.2008 kl. 14:25

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ía mín, var farin að sakna ykkar bloggvinkvenna, en svona er að vera með gesti, engin tími nema fyrir þá.

Knus til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 9.7.2008 kl. 14:47

7 Smámynd: Hulla Dan

Ég ætla mér að keyra til Tékklands innan skamms. Eða eftir aðeins lengri tíma.

Hafðu góðan dag og kvöld.

Hulla Dan, 9.7.2008 kl. 17:02

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir innlitin öll sömul.

Hulla þú verður að kíkja inn í kaffi ef þú verður á ferðinni.  Vertu í bandi áður svo ég geti verið búin að hella uppá.

Ía Jóhannsdóttir, 9.7.2008 kl. 17:54

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Eru tékkar ekkert að blogga eins og við og reyna að stjórna heiminum?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.7.2008 kl. 19:57

10 Smámynd: Hulla Dan

Ekki spurning  Ekki smuga að ég ferðist í... marga tíma... án þess að kíkja á þig í kaffi
Eru þið ekki líka að reka veitingarhús???
Ég er farin að hlakka ótrúlega til án þess þó að vera búin að tala við manninn.  

Hafðu það gott.

Hulla Dan, 9.7.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband