Þetta fer allt einhvern veginn, þó sumir efist í dag.

Getur þetta bara verið rétt sagði vinkona mín í algjöri hneykslan við mig hér um daginn?

 -Hvað ertu að tala um spurði ég.

- Ég borgaði 130.- tékkapeninga fyrir eitt hvítvínsglas eða sem svarar 650.- ísl. kr. og sama fyrir einn bjór!

-já vinkona þetta er rétt verð, en ítrekaði við hana að hún hefði setið á fjölfarinni götukrá í miðbænum, þar sem verðið væri dálítið hærra en í úthverfum.

-ja hérna sagði hún, það er af sem áður var þegar krónan var ein á móti tveimur hér í Tékklandi.

Þessi sama vinkona mín hafi komið hingað frá Köben og tilkynnti mér um leið og hún kom hingað að hún hefði bara ekkert verslað í kóngsins Köbenhavn, allt hefði verið svo hrikalega dýrt.

Ég brosti aðeins út í annað og hugsaði: ja ekki held ég að þú gerir nein góð kaup hér heldur vinkona þar sem krónan er nú 5,4 á móti tékkapeningnum.

Við hér höfum fundið fyrir verðbólgunni eins og allir aðrir og á meðan 40% aukning er í verslun ferðamanna á Íslandi má segja að samsvarandi lækkun sé hér í Evrópu.  Hótelin keppast við að koma með lág tilboð þar sem nýting er í lágmarki miða við árstíma og útsölur hafa aldrei verið eins góðar og nú en jafnvel það dugar ekki til. 

En þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem verðbólgan hræðir fólk upp úr skónum og verðum við ekki að hafa þá trú að öldurnar fari að lægja svona smátt og smátt.  En á meðan þá bara heimsækjum við ,,útlendingarnir"  okkar góða gamla Ísland og lifum eins og kóngar í ríki okkar. Wink  

Er á meðan er.


mbl.is Ferðamenn hafa aldrei eytt meiru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Um að gera að njóta þess sem er, rétt á meðan að það stendur yfir.  Híhí.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2008 kl. 08:08

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Nákvæmlega, hehehe déskotans væll alltaf í fólki. 

Bæti hér við:  Fátækt og ríkidæmi eru náttúruöfl, hef lesið um það í blaðagrein eftir útlendan mann...  Það er alstaðar lífsbarátta í veröldinni.  Sumir bera meira út bítum, aðrir minna.  Sumir komast aldrei áfram.  Það hjálpar manni enginn nema maður sjálfur!!!!!   sagði Salka Valka og ekki laug hún.

Ía Jóhannsdóttir, 17.7.2008 kl. 08:18

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nota ætíð tækifærið til betri kosta.
Knús til þín Ía mín.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.7.2008 kl. 11:56

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sorglegt líka með unga fólkið sem er að byggja og getur ekki selt gamla húsið,
það er eiginlega sama hvert maður lítur, allt hefur hækkað.
Ég segi nú stundum við engilinn: ,,eina sem við getum safnað, er hár, mér finnst ég alltaf vera í klippingu og ekki er það nú gefið, en ég er svo heppin að það þarf bara að raka skallann á englinum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.7.2008 kl. 13:19

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það er af sem áður var, að minnsta kosti í bili, að ég fari í Hennes & Maurits í Köben til að versla á barnabarnið. Allt á tvöföldu gengi! .. Hmm.. held mig bara heima, a.m.k. þar til ég fer eitthvað.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.7.2008 kl. 14:16

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Einmit ekki laug Salka Valka enda hafði hún lesið þetta í Morgunblaðinu og vissi sem var, að ekki lýgur Mogginn. -

En það er eins nú, og var á tímum Sölku, að þeir sem réðu þá, réðu líka yfir "náttúruöflunum". - Eini munurinn er sá að þá voru það bara ráðamenn sem sukkuðu, en nú er það öll þjóðin sem hefur tekið átt í fylleríiu með þeim.

Og nú geta fyrrum ráðamenn kennt þjóðinni um allt sukkið og svínaríið, og sagt núverandi ríkisstjórn ráðalausa í tiltektinni eftir partýstandið s.l. áratug.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.7.2008 kl. 14:58

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já þetta tekur örugglega í hjá mörgu ungu fólki. Ég vildi ekki vera að koma undir mig fótunum í dag.

Jóhanna já bara bíða þangað til maður bara fer eitthvað hehehhe....

Einmitt Lilja það er öll þjóðin sem hefur tekið þátt í þessu sukki, engin getur verið minni en maðurinn í næsta húsi.  Sorglegt mjög sorglegt. 

Ía Jóhannsdóttir, 17.7.2008 kl. 15:43

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheheh í skilduheimsókn í Karlova góður núna.  Já fyrir útlendinga er Prag orðin frekar dýr alveg rétt Hippó minn.

Ía Jóhannsdóttir, 17.7.2008 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband