17.7.2008 | 15:16
Barist við Kerfil, stórlaxa og snarvitlausa ferðalanga
Hér vex kerfill meðfram sveitaveginum og finnst mér hann bara til prýði svona snemma sumars þrátt fyrir að ég vildi nú ekki hafa hann hér inn á lóðinni. Nú veit ég ekki hvort ég fer með rétt mál en nota Svíar ekki kerfil til að brugga eðal-líkjör? Alla vega hefur sænsk vinkona mín komið hingað og tínt þetta ,,illgresi" í júní og bruggað drykk sem okkur þykir bara nokkuð góður. Held að hún noti blómin en ekki stöngulinn í seiðinn sem hún hefur síðan gefið okkur að smakka á vetrarmánuðum. Hún notar þetta eins og við notum kirsuberjalíkjör blandað saman við kampavín. Nú verðið þið bara að leiðrétta mig ef ég fer hér með rangt mál en mér finnst endilega að þetta sé hinn illræmdi kerfill sem þeir nota.
Um leið langar mig að smjatta aðeins á fréttinni um stórlaxana sem laxveiðimenn moka upp þessa dagana. Ég fæ vatn í munninn bara við tilhugsunina. Glænýr lax út ískaldri bergvatnsá Íslands með nýjum kartöflum og íslensku smjöri. Jammí, jamm....
Hér verðum við að notast við eldislaxinn sem mér finnst algjörlega óætur!
Skelli mér bara heim með næstu vél eða þannig. Vonandi enginn snarvitlaus Breti með í för sem þolir ekki við inní vélinni og ræðst á hurðina og heimtar að fara út.....
Þannig er nú það gott fólk, vandlifað hér í henni veslu okkar.
Ráðist til atlögu við kerfil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég er alin upp við að fá lax oft á sumri. Ég elska lax. En ég snerti ekki eldislax, ógeðslegur bara.
En Svíarnir nota held ég örugglega kerfilinn, ekki bara í að brugga heldur í salat og súpur líka.
Kveðjur á þig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2008 kl. 16:12
Já þetta hélt ég Jenný og við köllum þetta illgresi!
Ía Jóhannsdóttir, 17.7.2008 kl. 17:22
Mig langar í grafinn lax með sósunni hennar mömmu. Knús til þín
Ásdís Sigurðardóttir, 17.7.2008 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.