Amberg var okkar bær og bjargaði okkar sálarheill fyrir átján árum

Ohhh ég veit nákvæmlega hvar þetta hótel er! Þessi litli bær í Bæjaraland var okkar lífsbjörg fyrir átján árum þegar við fórum einu sinni í viku yfir landamærin til að kaupa allar okkar nauðsynjavörur allt frá klósettpappír upp í mannsæmandi matvæli sem ekki fengust hér í þá daga.

Við bjuggum alltaf á sama hótelinu, Hotel Alstath og þar réði ríkjum fyrrverandi fegurðadrottning Amberg 1971, alveg satt, það var meira að segja mynd af henni á vegg í veitingasalnum. Blessunin leit nú ekki út eins og fegurðadrottning árið 1991 en hvað sem öðru leið þá var hún mjög elskuleg og tók alltaf á móti okkur eins og höfðingjum enda vorum við fastagestir í nokkur ár. 

Í þá daga var Amberg bara lítill sveitabær, ég vil segja að þetta hafi verið svefnbær, rétt við landamæri Tékklands sem hafði ósköp lítið uppá að bjóða en hefur blómstrað með árunum.  Ég sá strax að bærinn hafði mikla sögu að geyma og að hluta til er hann umkringdur háum múrveggjum og hliðum sem hafa staðið síðan á 15. öld.  Í dag kemur þú í sögubæ sem hefur byggst upp ótrúlega hratt og varðveitt gamlar mynjar, s.b. þetta einstaka hótel sem ég ætla svo sannarlega að heimsækja næst þegar ég á leið um.

Ég get sagt ykkur margar sögur frá Amberg en læt nægja í þetta sinn að segja að minn elskulegi elskaði að gista hjá fegurðardrottningunni og heimtaði alltaf að við gistum í tvær nætur.

Segi ef til vill fleiri sögur frá Amberg seinna.


mbl.is Minnsta hótel í heimi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Rosalega sjarmerandi hótel, ég mundi vilja prufa að gista þarna, - það er eitthvað svo rómó, og svo skemmtileg sagan sem fylgir því. - Ég hlakka líka til að heyra fleiri sögur af ferðum ykkar hjóna og gistingu hjá fyrrum fegurðardrottningu Amberg. -

Mikið rosalega er rósabúkketið flott hjá þér Ía, -  hvað heitir svona, eða hvað er svona kallað ?., rósarunni, rósarósaveisla. -  Alveg rosaega fallegt og rómó. - Alveg eins og litla prinsessan og prinsinn. - Mikið eru þau yndislega falleg.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.7.2008 kl. 21:41

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta hefur verið gaman hjá ykkur, eða þannig, auðvita erfitt að þurfa svona langt til að fá lífsins gagn og nauðsynjar. Eftirá er þetta bara skemmtilegt.  Kveðja til þín elskuleg og njóttu helgarinnar  Love You

Ásdís Sigurðardóttir, 18.7.2008 kl. 22:36

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Lilja mín takk fyrir hlýjar kveðjur.

Saga rósanna minna er löng.  Plantað niður í stórgrýti og leir 2001.  Engin trúir þessu, þær blómstra fram í október.  En ég veit af hverju, í þessu húsi var engin skolpleiðsla enda húsið byggt fyrst á 13 öld, endurbyggt á þeirri 17. og síðan 1999 þegar við keyptum kofana.

Á annari hæð var kamar sem allur úrgangur lá beint út um gat á veggnum og niður með húsinu þar plantaði ég rósunum mínum og ég tel að aldargamall úrgangur næri þær núna ár frá ári. Hehehhe

Sumir segja að þetta sé bull í mér, þær lifi svona góðu lífi vegna þess að það eru Bosh hátalarar á útveggnum og ég spila reglulega klassíska tónlist svo þær nærist á því. 

Allavega, við byggðum svalir beint fyrir ofan svo þær nærast ekki frá sólarljósi, það kemur aldrei vatndropi þarna inn og ég vökva þær aldrei það eina sem ég geri er að klippa þær reglulega.

Þetta eru nú ekki einu rósirnar mínar en þessar blómstra best af öllum enda engin aldargamall úrgangur nærri hinum hehehe...

Ía Jóhannsdóttir, 18.7.2008 kl. 23:00

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Nei Ásdís mín þetta var ekki gaman, þetta var erfiðasti tími sem við höfum upplifað en við þraukuðum og uppskárum. Að koma til Amberg sem var nú ekki svo langt héðan var eins og að koma til himnaríkis.  Ég gat loksins andað.

Ía Jóhannsdóttir, 18.7.2008 kl. 23:04

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég er alveg viss um að þú hefur rétt fyrir þér í sambandi við næringu rósanna. - Það gefur auga leið, dásamlegur aðalréttur og svo klassíska tónlist í eftirrétt. - Ég hef aldrei séð svona flottar rósir. -

En er húsið ekki alveg æðislegt líka Ía ?., ég get ímyndað mér að það hafi verið mikil vinna við að gera það upp, - en ef rósirnar gefa "hint"  eða forsmekk um, hvernig húsið lítur út núna eftir uppbyggingu ykkar,  þá hlýtur það að vera algert æði. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.7.2008 kl. 00:11

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gaman að þú skulir eiga raunverulegar minningar af þessu hóteli og þessi rósarunni er eins og Lilja segir alveg æðislegur, ég gef honum alltaf hýrt auga þegar ég lýt hér við

Sigrún Jónsdóttir, 19.7.2008 kl. 03:20

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rósirnar eru bara flottar og lifa að sjálfsögðu í antik.
Já ég mundi líka vilja koma á þetta litla hótel, hlýtur að vera yndislegt.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.7.2008 kl. 08:22

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Ía mín, ég hefði viljað upplifa þetta og ég held að rósirnar þínar lifi svona góðu lífi af músik og S:::::En fallegar eru þær. Er sólarblíða hjá þér

Knus til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 20.7.2008 kl. 08:53

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Síðbúin helgarkveðja til þín Ía mín.

Marta B Helgadóttir, 20.7.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband