Brahms í boði Guðnýjar konsertmeistara hér í borðstofunni okkar í kvöld

Enn bættist við flóru listamanna hér í Listasetrið okkar og í dag tókum við  á móti Guðnýju Guðmundsdóttur konsertmeistara og Gunnari Kvaran sellóleikara. Okkar er heiðurinn að fá þessa frábæru listamenn hingað til dvalar í skamman tíma. 

 Guðný tók upp fiðluna hér í kvöld og þar sem við sátum undir sextándu aldar gamalli hvelfingu inn í borðstofunni okkar fannst henni ekkert annað koma til greina en spila fyrir okkur verk eftir Brahms.  Ég á seint eftir að gleyma þessari kvöldstund hér í borðstofunni minni við kertaljós og undurfagra tóna frá fiðlunni hennar Guðnýjar.

Á eftir settumst við út á verönd og borðuðum kvöldverð sem undrakokkurinn, minn elskulegi framreiddi af sinni einstöku snilld. Það gerði smá skúr svo við fórum inn og gæddum okkur á bláberjum með heitri kampavínssóu sem aldrei bregst á þessu heimili. 

Mikið skrafar, mikið rætt um sameiginlega vini og kunningja og nú eru allir komnir til kojs nema hún ég sem sit hér og pikka þetta hér í dagbókina mína.

Á morgun er kominn nýr dagur. 

 

  

 

 

 

 

 

   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ó, hvað ég trúi að þetta hafi verið dásamlegt kvöld, með þessum dásamlegu listamönnum.  -  Þú lýsir þessu líka svo fallega að maður sér þetta alveg fyrir sér.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 21.7.2008 kl. 01:20

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hippó kemur ekki til mála mér finnst hann flottur eins og hann er hehehe

Lilja já þetta var ljúf kvöldstund

Ía Jóhannsdóttir, 21.7.2008 kl. 08:51

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta hefur verið póstkorts stemming.  Yndislegt örugglega.  Eigðu ljúfa viku kæra Ía.  Kisses 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2008 kl. 10:55

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Las þetta og ætlaði að segja nákvæmlega það sama og Lilja Guðrún og Ásdís! Oh, hvað þetta hefur verið yndislegt.  ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.7.2008 kl. 12:05

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svona uppá koma er eilíf.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.7.2008 kl. 12:12

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ljúft

Sigrún Jónsdóttir, 21.7.2008 kl. 12:53

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hvernig er uppskriftin af kampavínssósunni?

Sigrún Jónsdóttir, 21.7.2008 kl. 12:54

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá hvað þú ert heppin að fá þessa frábæru listamenn í húsið.  Ég hefði viljað sitja og hlusta með ykkur.

En svona í förbifarten; er hægt að fá uppskrift af kampaníssósu hússins?

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2008 kl. 13:37

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Vildi að ég hefði getað boðið ykkur vinunum en það kemur dagur eftir þennan dag...

Sigrún og Jenný:  6 eggjarauður, 1 bolli flórsykur og ca 1/2 flaska kampavín eða hvítvín.  Ferskir ávextir.

Þeyta rauðurnar og sykur saman yfir vatnsbaði og hella síðan vökva smátt og smátt, þeyta alveg eins og brjálæðingur á meðan annars getur allt farið í andsk. kekki. Vatnið má heldur ekki bullsjóða.  Ég nota töfraprota, heppnast alltaf með honum. 

Ávextir settir í glas og sósunni hellt yfir.  Gangi ykkur vel.  Þessi eftirréttur klikkar aldrei. 

Ía Jóhannsdóttir, 22.7.2008 kl. 08:14

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir uppskriftina af sósunni.
en ég hefði alveg viljað vera þarna elska klassíska músík, lærði snemma að meta hana var svo oft að passa fyrir Paul Pamplicker hljómsveitarstjóra er lítil ég var þau hjónin voru bestu vinir mömmu og pabba. Hann átti bara svona músík.
Smá saga, Sönn, er ég var 12 ára dró ég skólasystkini mín með mér í leikhús,
til að sjá La travíata eftir Verdi, hin sænska Stína Britta Melander söng aðalhlutverk, man ekki hver söng karlhlutverkið, en ég sagði vinum mínum að þetta væri yndislegt stykki, já já þú getur nú ímyndað þér hvað ég fékk að heyra er út var komið, en þau yfirgáfu mig ekki í hléi.
Knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.7.2008 kl. 11:19

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Nei þú segir ekki Milla þekkir þú Palla, við hittum hann oft hér í Vínarborg þegar við skreppum yfir.  Hann er alveg eins í dag eins og þegar ég kynntist honum fyrir úps 30 og eitthvað árum.   Algjör dúlla kallinn.

Get trúað að það hafi ekki verið vinsælt að draga krakka á La Traviata hehehhe

Ía Jóhannsdóttir, 22.7.2008 kl. 11:29

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hann er það ætíð eins þessi elska algjör dúlla. Sko það var fyrri konan hans og hann sem voru vinir pabba og mömmu, en þegar þau giftu sig hann og seinni konan var ég að vinna á barnum í flugstöðinni,  er þau fóru út og skenkti ég þeim kaffi og koníak.
Villtu bera þeim og sérstaklega honum kveðju mína er þú hittir hann næst.
það var ætíð bara yndislegt að hitta hann alltaf í góðu skapi og stráði því út um allt. það var mjög mikill samgangur á okkar fjölskyldum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.7.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband