Það sem henti hér í dag.....

.....er eitthvað sem hendir okkur öll í daglegu amstri hversdagsins.  Ég byrjaði á því að reyna að henda reiður á þvi sem ég ætlaði að gera í dag. Byrjaði á því að hendast upp og niður stigana, henda í þvottavél og þurrkara til skiptis.  Hentist síðan niður til að henda í uppþvottavél, hentist í símann og hentist síðan í sturtu vegna þess að nú var komin tími til að gera sig klára til að hendast í hreinsunina og smá útréttingar fyrir morgundaginn.

Þegar ég var búin að sækja fötin í hreinsunina hentist ég að bílnum og henti fötunum í skottið og skellti aftur.  Nú skildi hendast í Apotekið og Marks & Spencher vegna þess að ég er eins og litlu börnin sem hafa með sér saltstangir í bílinn þá verð ég að hafa með mér hafrakex á ferðalögum til að lifa af morgunmatinn. 

Þarna var ég næstum búin að henda mér í vegg eins og Jenný, déskotinn sjálfur, afgreiðslan var fyrir neðan allar hellur og ég hellti mér yfir aumingja afgreiðslukonuna og húðskammaði hana fyrir sauðahátt og hótaði að hér skildi þetta fara fyrir nefnd í hinu hámenntaða Breska drottningaveldi. 

Ég hentist síðan niður rúllustigann og út í bíl, henti pokaskjöttunum í aftursætið og keyrði í hendingskasti 50 km til Prag þar sem ég var orðin ansi sein á ferð og klukkan að verða sjö og ég var búin að lofa að henda kveðju á vini mína Stefán Baldursson og Þórunni þar sem þau voru að koma hingað til að heimsækja okkur og við auðvitað við að hendast burtu á morgun svo það var bara þessi litla kvöldstund sem við gátum setið saman og knúsað hvort annað.

Loksins þegar ég var komin niður á Reykjavík þá hætti þetta æðibunukast sem ég hafði angrað mig í allan dag og loks gat ég slakað á.  Það var yndislegt að hitta Tótu og Stebba í kvöld.   Gunnar Kvaran og Guðný komu síðar um kvöldið og við áttum skemmtilega samverustund fram yfir miðnætti.

Það er alsæl kona sem ætlar núna að henda sér á koddann og á morgun verður hent í töskur og brunað í alsælu á vit fornra rústa Ítalíu.

Góðar stundir góðu vinir hvar sem þið eruð í heiminum.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Litríkur dagur hjá þér.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 23.7.2008 kl. 00:30

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það var hending að ég er hérna inni núna, get bara ekki legið í fj. rúminu lengur, ég hendi mér uppí síðar í dag.  Góða ferð í fríið og gangi ykkur allt í haginn.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 08:44

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég er nú bara í hendingskasti.

Þröstur Unnar, 23.7.2008 kl. 09:34

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sko gakktu ekki fram af þér áður en þú ferð í fríið, ef frí skildi kalla við kunnum sko ekki að slappa af í fríi.
Góða skemmtun og ferð, gott að húsbandið náði ekki að leigja svona bíl,
hef aldrei skilið þessa húsbílaþörf, en það er nú bara mín skoðun.
Þú gleymir ekki að skila kveðju til palla er þú hittir hann, þó þú sért nú ekki að fara til Vin núna.
Knús kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.7.2008 kl. 09:39

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég varð nú bara móð við að lesa þettaGóða skemmtun í fríinu

Sigrún Jónsdóttir, 23.7.2008 kl. 20:47

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Segi það sama og Sigrún!  .. Góða ferð og góða skemmtun og alles...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.7.2008 kl. 09:36

7 Smámynd: Hulla Dan

Góða ferð og skemmtið ykkur frábærlega.
Hlakka mikið til að lesa frísöguna

Hulla Dan, 24.7.2008 kl. 17:11

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Það hefur bara verið brjálað að gera hjá þér.

Knus

Kristín Gunnarsdóttir, 25.7.2008 kl. 08:42

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Púuuffffff....Góda ferd í ferdalagid kæra Ía og njóttu Ítalíu elska ad koma tar.Keyrdi í hittedfyrra frá Písa nidur til Rómar og naut allt tar á milli fallegra hafnarbæja med gódum hótelum og yndislegheitum.

Stórt knús á tig og tína

Gudrún Hauksdótttir, 28.7.2008 kl. 05:28

10 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Innlitskvitt....

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.8.2008 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband