Fálkinn minn er floginn til síns heima.

Hvar ertu fallegi fugl?  Þú sem varst einn af gestum mínum hér í sumar.  Tignalega sveifst þú hér yfir húsunum okkar og hnitaðir hringi með þínum þöndu vængjum.  Þú varst ungur, ekki fullvaxinn það sáum við strax og við buðum þig velkominn hingað.  Hvert fórstu, hvar ertu?

Fyrst héldum við að þú byggir í trjátoppunum þar sem við áttum svo erfitt með að fylgjast með þér þegar þú stakkst þér niður í fletið þitt.  Síðan kom í ljós að þú hafðir fundið þér skjól í einu af húsunum okkar þar sem hleðslan hafði hrunið og gert lítið gat í vegg.  Enda konungar eins og þú búa ekki í trjám en okkur fannst skrítið hvað þú varst spakur og leyfðir jafnvel sumum að koma það nærri að þeir gátu fest þig á mynd.  Því miður á ég enga mynd af þér vinur.

Stundum fylgdumst við með þér bera björg í bú, músarrindil eða eitthvað annað góðgæti.  Þarna sastu í holunni þinni og hélst þína veislu.  En nú ertu horfinn og við söknum þín fallegi Fálki.

Vonandi hefur þú ratað heim til vina þinna hér í klettana við Sazava og ert kominn í þeirra hóp.

Tignalegi Fálki svífðu yfir sveitinni 

þöndum vængjum

vitjaðu okkar þegar hausta fer.

Velkominn heim. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2008 kl. 19:52

2 Smámynd: Hulla Dan

Ó þú krúttmoli

Hulla Dan, 19.8.2008 kl. 20:12

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Fallegt, vonandi kemur hann til baka, fyrr en varir.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.8.2008 kl. 20:23

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Flott hugsun.

Maður veit aldrei hvar maður hefur fuglana.

Þröstur Unnar, 19.8.2008 kl. 20:25

5 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Falleg saga og tregablandin.

Eva Benjamínsdóttir, 20.8.2008 kl. 00:19

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Bara yndisleg saga ......Vonandi sérdu hann aftur tennann gledigjafa.

Stórt knús

Gudrún Hauksdótttir, 20.8.2008 kl. 08:15

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Vonandi kemur hann aftur Ía mín svo að þú getir haft unun af að horfa á hann í allri sinni tign.

Kærleiksknus

Kristín Gunnarsdóttir, 20.8.2008 kl. 10:08

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svona er það með sumargestina Ía mín þeir koma og fara, sérlega er gaman að hafa svona dýr sem veitir manni gleði.
Við höfum Andaparið sem kemur á hverju vori  og þau koma alveg inn í vaskahús á meðan við erum að þíða upp brauð fyrir þau.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.8.2008 kl. 20:42

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndisleg færsla

Sigrún Jónsdóttir, 20.8.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband