Hnallþórur í frysti út um allan bæ

Sló á þráðinn heim til Íslands núna rétt áðan til að kasta kveðju á mág minn hann Richard Briem sem á afmæli í dag.  Ég bjóst nú helst við því að það væri fullt hús af fólki í Miðstrætinu þar sem hún systir mín er þekkt fyrir sínar stórveislur.

Nei engin veisla hér sagði Rikki og bætti við: Við erum enn að reyna að klára kræsingarnar frá afmæli Kolbrúnar Evu. 

- Jæja sagði ég, bíddu en það var 4 ágúst og barnið var nú bara eins árs.  Er þetta ekki orðnar ansi þreyttar kræsingar.

- Ja ég bara veit það ekki, þar sem frystirinn okkar bilaði þá var brugðið á það ráð að skella afgöngum af tertum og öðru fíneríi hingað og þangað í frost til nánustu ættingja.  Ég fór líka með byrgðir í vinnuna og það bara sést ekki högg á vatni, þvílík ósköp sem hér var bakað.  Þetta var eins og fyrir fermingaveislu.

- Já sagði ég, mín hefur viljað hafa nóg.

- Það er víst, dæs heyrðist á línunni. Nú svo eru allir (þá meinti hann systur mína) í átaki svo það er nú lítið látið ofan í sig af þessu fíneríi.

- Nú hvað er bara vatn og salat alla daga?

- Ja ég segi það nú ekki en....

-  Jæja svo engin veisla í dag

- Nei ég verð bara hér í rólegheitum með krakkana, Anna er að fara á átaksfund eða eitthvað svoleiðis.

-OK, annars allir hressir?

-Já við erum þrusuhress!

Samtalið varð aðeins lengra áður en lagt var á og knúskveðjur til allra að sjálfsögðu bárust yfir hafið.

 Ég fór að hugsa eru allir í einhverju átaki þarna heima?  Þá birti upp í kollinum, jú auðvitað þetta gerist á hverju hausti, allir panta sér tíma í líkamsrækt vegna þess að það á að ná sér niður fyrir haustkræsingarnar, þið vitið nýja lambið, slátrið og rabbabaragrautinn.  Nú og ef það tekst ekki alveg er haldið áfram til jóla, síðan páska og síðan fyrir sumarfríin svo maður geti látið sjá sig í stuttbuxum.  Úff ég man sko vel eftir þessu hér áður fyrr. 

 Sagan endalausa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég kannast svo við mig í þessu.  Jösses.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.8.2008 kl. 20:15

2 Smámynd: Hulla Dan

Ég fer aldrei í átök.
En það tekur helling á að vera ég!

Knús á þig

Hulla Dan, 21.8.2008 kl. 20:23

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég kannast sko við þetta! - Ég er alltaf í átaki, samt sér ekki högg á vatni !!!!!!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 21.8.2008 kl. 21:48

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Hún er mikil búkona hún systir þín, með júmmulaði í frystikistum út um allan bæ . Það er ekki að undra þótt hún þurfi átak og það þurfa allir alltaf að vera í einhverju átaki. Alveg rétt hjá þér Ía mín, fólk hér á landi virðist margt hvert lifa fyrir veislurnar allan ársins hring. Gott að þú ert ekkert að eltast við árstíðirnar og úða í þig öllum stundum. Salat og gúrka er heilmikil næring. Systur mínar voru hér í veislu í kvöld og ég fékk tíu. Þær skrá þetta allt saman, og biðja mig fyrir kveðju til þín.

Eva Benjamínsdóttir, 22.8.2008 kl. 00:33

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ég er nu búin að vera í átaki í meira en 30 ár, er bara ekki að nenna að eiða allri ævinni í þetta.

Kærleiksknus

Kristín Gunnarsdóttir, 22.8.2008 kl. 06:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband