26.8.2008 | 11:25
Mannfagnaðir margfaldir og ég missi af þessu öllu saman. Púhú...
Ég er að missa af hverjum stórviðburðinum þarna uppi á Hamingjulandinu! Svona er að búa erlendis og hafa svo ekki einu sinni rænu á því að kaupa sér miða heim heldur hanga hér hálfvolandi ofan í takkaborðið og vorkenna sjálfri mér þessi líka reiginar ósköp. Nei ég er nú aðeins að ýkja en það hefði ekki verið verra að vera heima núna og mæta í fimmtugsafmælis-Brunch hjá mágkonu minni í hádeginu í dag.
Til hamingju með daginn Bökka mín, heyrði að tónleikarnir hefðu verið dúndur flottir!!!!!
Á morgun á svo bróðursonur minn afmæli, ekki að ég hefði verið boðin í neitt unglingadúndur en hvað veit maður. Síðan er mágur minn hann Helgi Gunn 65 ára á fimmtudaginn! Þar með held ég að afmælisbörn mánaðarinn innan familíunnar séu upptalinn. Þetta er enginn smá hellingur, átta stykki í sama mánuðinum!
Finnst ykkur ekki annars, þið sem þekkið ekki haus né sporð af þessu fólki, skemmtilegt að lesa þetta hehehe.... jú mér datt það svona í hug!!! hehehehhe.....
Annars stendur hér mikið til um helgina, segi ykkur frá því seinna.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Samgöngur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sigrún Jónsdóttir, 26.8.2008 kl. 11:32
Ég ber mig vel þrátt fyrir að þekkja hvorki haus né sporð á þessu fólki. Reikna með að þetta séu allt dúndurmanneskjur eins og síðueigandi.
Og til hamingju með slektina.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2008 kl. 11:41
Ía mín, til hamíngju þeð alt þetta fólk
Kristín Gunnarsdóttir, 26.8.2008 kl. 14:18
Til hamingju með fólkið þitt .. og þig sjálfa, auðvitað.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.8.2008 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.