31.8.2008 | 20:42
Þeir voru hreint út sagt frábærir!!!!!
Um fimmtíu manns sóttu okkur heim í gær og hlýddu á tónleika Blásarakvintetts Reykjavíkur. Hér myndaðist svona hálfgerð stofustemmning þar sem ég hafði komið fyrir sófum og hægindastólum hingað og þangað á veröndinni og fólk lét fara vel um sig í síðsumarsólinni og naut þess að hlýða á þessa frábæru listamenn spila hér hvert verkið á fætur öðru.
Listamönnunum var að sjálfsögðu vel fagnað í lokin og eftir tónleikana buðum við upp á léttar veitingar þar sem öllum gafst tækifæri á að ræða við strákana og fræðast um þeirra feril.
Pósthólfið mitt fylltist í dag af kveðjum og átti ég að færa þeim bestu þakkir fyrir frábæran flutning og ánægjulegan eftirmiðdag hér að Stjörnusteini og geri ég það hér með.
Um kvöldið héldum við Þórir þeim og mökum þeirra auk sendiherrahjónunum okkar sem komu frá Vínarborg smá matarboð hér úti í Leifsbúð. Mikil og góð stemmning ríkti hér og Listasetrið bauð þessa listamenn velkomna á sinn einstæða hátt með brakandi arineldi og flöktandi kertaljósum sem sendu skugga sína upp í rjáfur þessa sérstaka seturs.
Mig langar að þakka Einari Jóhannessyni fyrir skemmtilega daga hér undanfarnar vikur og góða viðkynningu, en hann hélt heim með félögum sínum í dag.
Benni, Jo, Hafsteinn og Daði takk fyrir að koma og gleðja okkur og gesti okkar þennan fallega síðsumardag hér í sveitinni. Ógleymanleg stund sem lengi verður í minni höfð.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Tónlist, Vefurinn | Breytt 1.9.2008 kl. 09:34 | Facebook
Athugasemdir
Líf og fjör hjá þér elskan og menningin allsráðandi. Hafðu það sem allra best elsku Ía.
Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 23:19
Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.9.2008 kl. 08:18
Yndisleg frásögn og stemmingin skilar sér í skrifunum þínum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2008 kl. 08:20
Það hefur verið yndislegur dagur hjá ykkur 'Ia mín
Kristín Gunnarsdóttir, 1.9.2008 kl. 08:50
Takk fyrir innlitin kæru vinkonur. Mig langaði svo að setja myndir hér inn frá tónleikunum en það er eitthvað að bögga mig þetta myndkerfi hér á blogginu því miður.
Ía Jóhannsdóttir, 1.9.2008 kl. 09:17
Þetta tókst! En e.t.v. ekki alveg 100% þarf aðeins að læra á þetta vesen betur. Þið bara klikkið á myndina og þá sjáið þið herlegheitin.
Ía Jóhannsdóttir, 1.9.2008 kl. 09:43
Flott dressuð frúin. Úje.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2008 kl. 09:44
Takk Jenný já maður skartaði auðvitað sínu besta, veit þetta er ekki þinn litur vinkona heheheh..
Ía Jóhannsdóttir, 1.9.2008 kl. 09:55
Mig er nú farið að langa í stofustemninguna hjá þér! Þú ert virkilega "Pretty in Pink" ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.9.2008 kl. 10:01
Þið eruð glæsileg og flott hjónin á þessari mynd. Ég hlakka til að sjá fleiri myndir í framtíðinni.
Sigrún Jónsdóttir, 1.9.2008 kl. 10:03
Takk allar saman.
Jamm Hallgerður í stíl, það voru nokkrir sem tóku eftir þvíheheh.. var með pink þema á blómum hér þennan dag enda frábært Indian Summer hér.
Jóhanna mín any time!
Já Sigrún nú er ég búin að læra á þetta bara alltaf vesen með að hlaða inn.
Ía Jóhannsdóttir, 1.9.2008 kl. 10:30
Stórglæsileg Pink Lady. Rosalega hefði ég viljað vera á staðnum. Svo falleg mynd, takk f/mig. kveðja
Eva Benjamínsdóttir, 1.9.2008 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.