The Reykjavík Wind Quintet í hundrað turna borginni í kvöld.

Þjóðarstoltið var gjörsamlega að fara með mig í kvöld.  Strákarnir okkar úr Blásarakvintett Reykjavíkur þeir Bernharður Wilkinson á flautu, Daði Kolbeinsson á óbó, Einar Jóhannesson á klarinett, Joseph Ognibene á horn og Hafsteinn Guðmundsson á fagott gjörsamlega heilluðu áheyrendur hér í kvöld þar sem þeir héldu tónleika fyrir nær fullu húsi í Gallery Sargsyan í hundrað turna borginni Prag.

Einar Jóhannesson er búinn að dvelja hér hjá okkur í Listasetrinu undanfarnar vikur og var ákveðið að vinir hans úr Blásarakvintettnum kæmu hingað í lok dvalarinnar og héldu konsert í borginni.  Strákarnir hefðu nú átt að vera viku seinna á ferð þar sem við töldum september vænlegri til tónleikahalds.  En þeir fylltu nær húsið og fólk stóð upp í lokin og hylltu þessa frábæru listamenn okkar með húrrahrópum og lófataki. Margir sóttust eftir eiginhandaáritun og þeir voru stjörnurnar okkar sem lýstu hér upp síðsumarnóttina í öngstræti Prag í kvöld.

Efnisskráin fyrir ykkur tónlistaunnendur var Mozart, Ibert, Reicha, Páll. P. Pálsson, Bach og Farkas.

Á morgun ætla þeir að njóta lífsins í borginni með sínum eiginkonum en á laugardaginn koma þeir hingað að Stjörnusteini  þar sem þeir ætla að halda tónleika hér heima í garðinum okkar.

Þá býst ég við að þjóðarstoltið taki sig upp aftur og örugglega í miklu meira mæli þar sem þeir verða hér á næstum Íslenskri grund. 

Takk fyrir frábæra tónleika og ykkar návist kæru félagar! 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ía mín, þú ert að vinna göfugt starf með því að skapa listamönnum góða aðstöðu. Gaman að uppskera, en það er það sem þú ert að gera. Gangi þér vel og góða skemmtun, bið að heilsa Einari.

Eva Benjamínsdóttir, 28.8.2008 kl. 21:54

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Knús á þig dúllan mín, frábært verk sem þið eruð að vinna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2008 kl. 01:15

3 Smámynd: Hulla Dan

Þú ert bara frábær!!!
Sammála þeim að ofan.

Vona að þú og þínir eigi dásamlega helgi og njótið hennar í botn.

Hulla Dan, 29.8.2008 kl. 10:07

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ia mín, vonandi nytur þú þín með þessum stókostlegu mönnum

Kristín Gunnarsdóttir, 29.8.2008 kl. 10:15

5 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Knús inn í daginn !

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 30.8.2008 kl. 13:20

6 Smámynd: Bergur Thorberg

Þetta hljómar alla leið til okkar hér fyrir norðan í gegnum lýsingar þínar. Ég vildi að ég væri kominn til að TÉKKA á ykkur Ía mín. Bestu kveðjur.

Bergur Thorberg, 30.8.2008 kl. 21:00

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ó, Ía það held ég að hafi verið stórkostleg upplifun hjá þér á Stjörnusteini í kvöld er leið, með alla þessa frábæru listamenn í garðinum þínum. - Ég hlakka til að lesa frásögn þína af þessum sérstæðu tónleikum.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.8.2008 kl. 01:24

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 31.8.2008 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband