2.9.2008 | 10:32
Vinsælt myndefni fyrir ferðamenn!
Í fyrra var ég stödd heima upp á Hamingjulandinu og þar sem ég stóð út á svölum hjá systur minni til að fá mér frískt loft eða þið vitið... en hún býr í Þingholtunum í einu af þessum gömlu húsum sem búið er að gera upp og er eigendum til sóma, tók ég eftir því að nokkur hús, þá sérstaklega eitt var að hruni komið og gat ég ekki betur séð en fólk byggi þarna innan veggja.
Þar sem ég stóð þarna í kvöldsólinni komu hjón gangandi eftir götunni. Ég heyrði á tal þeirra og voru þarna ferðamenn á kvöldgöngu. Þau stöldruðu við af og til og horfðu á byggingarnar og bentu á sum húsin með aðdáun. Allt í einu stoppar maðurinn og fer að stilla myndavél sem hann bar um hálsinn. Hann stóð þarna lengi vel og myndaði þetta hreysi í bak og fyrir. Ég hugsaði, hvað manninum kæmi til með að velja þetta hús þar sem útskornir gluggarammar voru morknir af elli, bárujárnið ryðgað og gular gardínur hengu fyrir gluggum eins og lufsur en í gluggakistum mátti líta á mjólkurhyrnur innan um skrælnuð pottablóm.
Ég spurði systur mína hvernig stæði á því að sum af þessum gömlu húsum væru í svona slæmu ásigkomulagi og svarið var: Æ ég held að þessi hús séu leigð út og eigendunum er alveg skítsama hvort þau grotna niður eður ei.
Ég varð aftur vitni að því að hópur útlendinga notuðu þetta hús sem fyrirmynd gamalla húsa í borginni okkar. Sorglegt! Veit ekki alveg hvað fólki gengur til. Mér hefur aldrei dottið í hug að mynda öngstræti stórborga til að sýna öðrum sorann.
Vonandi taka nú eigendur gamalla húsa sig saman í andlitinu og sýna sóma sinn í því að ganga betur um eignir sínar í henni Reykjavík svo og öðrum stöðum á landinu.
Draugahús fær andlitslyftingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:34 | Facebook
Athugasemdir
Alveg væri ég til í að fá hreysi í Þingholtunum á slikk og gera það fallegt.
Villi Asgeirsson, 2.9.2008 kl. 11:27
Þetta er alveg rétt hjá þér Ía mín, eigðu góðar stundir
Kristín Gunnarsdóttir, 2.9.2008 kl. 13:23
Villi, já ekki hefði ég neitt á móti því en er ansi hrædd um að þessar eignir séu ekki seldar fyrir slikk, sama hvernig ástandi þær eru.
Hippó, ef til vill fer einhver að vakna þarna!
Ía Jóhannsdóttir, 2.9.2008 kl. 13:26
Hippó alveg hárrétt og ég veit hvað það er að byggja upp gömul hús. Við búum nú í einu sem við endurbyggðum. Fólk hélt hreinlega að við værum algjörlega búin að missa það þegar það leit húsin augum 1991. Það er ekkert eins gefandi og að endurbyggja það sem aðrir hafa rifið niður skal ég segja þér, sama hvernig á það er litið.
Ía Jóhannsdóttir, 2.9.2008 kl. 14:47
Sammála Hallgerði vinkonu okkar, það er uppbyggjandi að lesa hjá þér og enginn draugablær á hlutunum knús og kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.