4.9.2008 | 09:38
Þetta er í bígerð, lofa því.
Viltu koma í göngutúr var sagt við mig hér í ljóskiptunum í gær. Nei, takk var svarið frá mér um leið og ég hugsaði, ég hefði nú ekkert nema gott af því að hreyfa mig örlítið. En þar sem ég var búin að koma mér svo huggulega fyrir undir hitalampanum á veröndinni með bók var eitthvað sem hét göngutúr svo fjarri mér.
Þegar minn elskulegi með Erró á undan sér voru komnir í hvarf fyrir hornið sá ég strax eftir því að hafa ekki skellt mér með þeim og fór að pæla í því hvurslags leti þetta væri í mér og hvaða hreyfingu minn eðalskrokkur hefði fengið þann daginn. Jú ég hafði gengið þessa 100 metra niður að póstkassa og lengri leiðina heim aftur, sem sagt bak við hesthúsin, ca 3mín. ganga. Ég fylltist skelfingu, ég meina það, svo allt í einu mundi ég eftir mínum minnsta kosti 10 ferðum upp og niður stigann hér þar sem ég hafði staðið í þvottum allan daginn.
Úff, hvað ég róaðist niður, hringaði mig betur ofan í sófann, opnaði bókina með góða samvisku og hélt áfram að lesa.
Er ekki lestur góðra bóka líka gott fyrir heilasellurnar, það held ég nú bara.
Annar ætla ég að fara að vinna í þessu, mjög fljótlega.....
Hreyfing bætir minnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Elsku Ía mín. taktu lífinu ekki og alvarlega,þú kennst hvort sem ekki lifandi frá því.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 4.9.2008 kl. 10:00
Hallgerður ég gróf fram úr fylgsnum bókaskápsins Þrúgur Reiðinnar eftir Steinbeck. Nýt þess alveg í botn að lesa þetta núna með allt öðrum skilningi heldur en áður. Ætla að grafa eftir Vesturförunum seinna, enda keimlíkt efni.
Anna nei ég tek nú lífinu ekki of alvarlega, er soddan bóhem í mér.
Ía Jóhannsdóttir, 4.9.2008 kl. 10:11
Við konur gleymum oftast að telja hlaupin og hreyfinguna þegar við skottumst um allt í heimadjobbinu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2008 kl. 11:15
Rétt Jenný, er að hugsa um að fá mér svona metramælir, hann ku fást á Íslandi fyrir slikk og þá get ég með góðri samvisku sagt öllum hvað ég hef gengið marga kílómetra innanhúss.
Ía Jóhannsdóttir, 4.9.2008 kl. 11:20
Oh, hvað ég skil þig, ég er sjálf alltaf með það í framtíðar plönum að labba lengra en út í bíl.
Sigrún Jónsdóttir, 4.9.2008 kl. 13:23
Notalegt að sitja með bók í ljósaskiptunum og örugglega næs með hitalampann
Kristín Gunnarsdóttir, 4.9.2008 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.