5.9.2008 | 13:15
Baráttukveðjur yfir hafið og smá broslegt í lokin
Það er ekki seinna vænna að senda ljósunum okkar baráttukveðjur með einlægum óskum um að það rætist úr þeirra málum ekki seinna en STRAX!
Ég man hvað ég var þakklát fyrir heimsóknir minna ljósa eftir að ég kom heim af fæðingarheimilinu. Veit eiginlega ekki hvernig ég hefði farið að ef þeirra hefði ekki notið við.
Þessar ljósur mínar voru starfandi þá í Fossvoginum á árunum 1974 og 1977.
Og alltaf sömu elskulegheitin þegar þær kvöddu mig með þessum orðum: Og hringdu bara í mig ef þú hefur einhverjar spurningar. Þetta var ómetanlegt. Þó ég muni nú ekki lengur nöfnin á þessum ágætis konum þá langar mig til að þakka þeim af alhug fyrir alla þá nærgætni og umönnun sem þær sýndu mér.
En að aðeins léttara hjali.
Við, ég og minn elskulegi sátum hér í eldhúsinu um daginn og biðum eftir soðningunni.
-Minn: Heyrðu, þú ert bara léleg!
Ég leit upp stórum augum því annað eins hafði ég aldrei heyrt úr hans munni í minn garð.
- Hvað meinar´ðu, vissi ekki alveg hvort ég ætti að reiðast og ganga út en hætti við því mig dauðlangaði að heyra af hverju ég væri svona LÉLEG.
- Jú elskan hér stendur að kona ein í Frakklandi gangi með þríbura og hún er 59 ára sem sagt jafnaldra þín sagði hann og glotti út í annað.
Ég var ekki alveg klár á því hvort ég ætti að láta fúkyrði fjúka. Hvort hann hefði viljað skipta um hlutverk, fæða börnin okkar og líka það að börnin væru jú ekki eingetin, það þyrfti tvo til og ég man nú ekki lengur hvað annað mér datt í hug að láta út úr mér en það flugu eldingar um höfuð mér smá stund.
En þegar hann sprakk úr hlátri gat ég ekki annað en brosað út í annað og sagði: Veistu þú ert ekki í lagi stundum. Þetta hefði getað endað illa skal ég segja þér og ég vara þig við að vera með einhvern karlrembuskap þegar ég er ekki í stuði til að taka því.
Mér datt að láta þetta samtal okkar hjóna flakka þegar ég heyrði að einhver vitringur á einhverri útvarpsrásinni hefði gloprað út úr sér að konur ættu bara að halda krökkunum í sér þar til verkfallið leystist.
Suma karlmenn ætti bara að stoppa upp!
Fjölmenni á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Já suma ætti að stoppa upp, hann hefur húmor húsbandið þitt, sæi hann nefnilega í anda sjá um þríburana ef þú t.d. yrðir veik OMG.
Já ljósmæðurnar eiga allan stuðning skilið.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.9.2008 kl. 13:51
Hann hefur vitað í hvaða spotta átti að kyppa. Ég fór á Austurvöll.
Sigrún Jónsdóttir, 5.9.2008 kl. 13:56
Já stoppum þá upp þessi umhverfisslys sem segja konum að halda í sér.
En þinn má alveg djóka smá, minn gerir það reglulega. Þá bara gef ég honum fingurinn (í huganum) og finn mér eitthvað skemmtilegt til að borga með.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2008 kl. 15:12
Sko, í fyrsta sinn sem ég þurfti á Ljósu að halda þá skutlaði hún mér fram á gang og saggði: "Þú átt ekkert að vera hér inni, aþþí það er keisari yfirvofandi"
"En síðan eru liðin mörg ár...............
Þröstur Unnar, 5.9.2008 kl. 15:54
Anna Ragna Alexandersdóttir, 5.9.2008 kl. 19:04
Æ þið eruð öll hreint út sagt gersemi! Takk fyrir innlitin!
Ía Jóhannsdóttir, 5.9.2008 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.