5.9.2008 | 21:58
Má ég þá heldur biðja um Jóhannes Arason, Jón Múla og Ragnheiði Ástu
Sátum hér undir stjörnubjörtum himni og borðuðum kvöldmatinn. Ósköp notalegt, bara við tvö. Þá dettur mínum elskulega í hug að tengja tölvuna við græjurnar og hlusta á fréttirnar frá RÚV. Við erum með hátalara tengda hér út á veröndina svo sex fréttir bárust hér frá ljósvakanum eins og ekkert væri sjálfsagðra.
Á meðan við gæddum okkur á grillsteikinni og nutum þess að sötra á rauðvíni frá Toscana hlustuðum við á fréttafólk flytja okkur fréttir að heiman. Voða svona heimilislegt.
Helst í fréttum: Þjóðin skuldar þetta marga milljarða, bankarnir þetta mikið o.sv.frv. Ég stein hélt kjafti á meðan á þessari upptalningu stóð. Síðan kom, kona lamin í höfuðið til óbóta, liggur á gjörgæslu. Þarf ég að halda áfram, held ekki.
En það sem vakti athygli mína var fréttaflutningurinn. Það var eins og allir fréttaþulir væru í kappræðu, að lýsa sinni eigin skoðun fyrir okkur almenningi. Ekki tók nú betra við þegar eitthvað sem heitir Spegillinn, að ég held, kom á eftir fréttum. Þar fóru menn hamförum í lestrinum mér fannst ég vera stödd í sal þar sem ræðumaður vildi láta í sér heyra og nú skuluð þið aumingjarnir hlusta á hvað ég er að segja ykkur. Þetta var næstum óþolandi að hlusta á. Einungis þegar þeir höfðu viðtöl urðu þeir manneskjulegir, annars var eins og þeir væru að flytja framboðsræðu eða tala á málþingi.
Ég hélt nú að fréttamenn ættu að vera ópólitískir í sínum fréttaflutningi og flytja okkur fréttir á passívan hátt, en hamagangurinn og lætin í kvöldfréttum RÚV í kvöld var alveg með ólíkindum.
Þegar leið á fréttirnar gat ég ekki orða bundist og sagði við minn elskulega: Veistu, það er eitthvað mikið að í þessu þjóðfélagi, heyrir´ðu flutninginn þau eru öll svo hátt stemmd að það er virkilega pirrandi að hlusta á þetta. Hann játti því og fór og lækkaði í tækinu.
Við ræddum síðan um okkar góðu hæglátu, vitru fréttamenn sem höfðu rödd sem seytlaði inn í landsmenn í áraraðir. Jón Múla Árnason, Jóhannes Arason og Ragnheiði Ástu Pétursdóttur.
Þau voru aldrei með nein læti, lásu fréttirnar á hlutlausan hátt og allir hlustuðu á þau með andakt.
Ef til vill erum við bara orðin gömul og aftur á kúnni en andskotinn þetta er ekki fréttaflutningur þetta líkist meir áróðri að mínu mati.
Það skal tekið fram hér að ég hef ekki hlustað á íslenskar fréttir í útvarpi í nokkur ár.
Ég gat bara ekki orða bundist.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 22:01 | Facebook
Athugasemdir
Fólk mætti taka þessi þrjú til fyrirmyndar. Það er alltaf eins og allt sé að verða vitlaust.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2008 kl. 21:59
Mikið er ég sammála þér.
Heiða Þórðar, 6.9.2008 kl. 16:59
Sammála!
Hulla Dan, 6.9.2008 kl. 21:52
Takk fyrir innlitin öllsömul.
Heiða takk kærlega fyrir að líta hér við!
Ía Jóhannsdóttir, 7.9.2008 kl. 08:47
Það er eigi sama hvernig lesið er, þessi þrjú sem þú nefnir voru bara best.
Knús kvepðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.9.2008 kl. 16:03
Hjartanlega sammála þér, róa þetta svolítið niður svo fréttirnar sem eru sjaldnast af hinu góða, fari varlega með mann. Þetta getur verið svo leiðinlegt og mikið áreiti. Góðu fréttirnar eru, að lesa pistlana þína og fyllast draumkenndri ævintýraþrá eftir betri heimi. Takk fyrir mig og hafðu það rómó og yndislegt í útlöndum
Eva Benjamínsdóttir, 7.9.2008 kl. 16:43
Alveg hreint hæstánægð að fá þig í minn hóp
Heiða Þórðar, 8.9.2008 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.