9.9.2008 | 08:27
Fréttir frá Listasetrinu Leifsbúð, Tékklandi
Listamaðurinn Örn Þorsteinsson
Í fyrradag lifnaði aftur yfir Listasetrinu okkar þegar þau hjónin Örn Þorsteinsson, listamaður og María kona hans runnu hér í hlað í ljósaskiptunum, en þau dvelja hér næstu sex vikurnar. Mig var farið að lengja eftir því að sjá ljós í gluggum setursins á kvöldin þar sem vika er nú liðin síðan síðasti ábúandi fór héðan frá okkur.
Við bjóðum þau hjón velkomin hingað og vonum að dvölin verði þeim til gagns og gamans.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 11:41 | Facebook
Athugasemdir
Góðan daginn Ía mín, altaf yndislegt að hafa fólk í kríngum sig. Eigðu góðan dag
Kristín Gunnarsdóttir, 9.9.2008 kl. 09:06
Þetta er æðislegt hús.
Stendur það á lóðinni ykkar eða? Bara forvitin.
Eigðu góðan dag
Hulla Dan, 9.9.2008 kl. 09:30
Hulla já þetta er hér inni í húsahringnum.
Ía Jóhannsdóttir, 9.9.2008 kl. 09:40
Inn í húsahringnum? Er húsahringur?
Þetta er geggjað umhverfi, það sem sést.
Þú ættir nú að setja inn við tækifæri fleiri myndir. Það er ég viss um að ég er ekki sú eina sem mundi njóta þess.
Hulla Dan, 9.9.2008 kl. 09:55
Friðsælt umhverfi og gott fyrir sálartetrið.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 9.9.2008 kl. 10:08
Knús inn í daginn Ía mín og góða skemmtun með nýju nágrönnunum
Sigrún Jónsdóttir, 9.9.2008 kl. 10:27
Yndislegt umhverfi og alltaf gaman að hafa líf í kringum sig.
Knús í daginn.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.9.2008 kl. 10:47
Jesús hvað þetta er heillandi.
Þetta er næstum í fyrsta sinn í þau 4 ár sem ég er búin að búa hérna í sveitinni minni sem mig langar að flytja... og það til þín
Eini sinni var ég alvarlega að spá í að kaupa bleikan kastala í Póllandi, en þetta er miklu fallegra.
Skil núna afhverju þú ert svona endalaust jákvæð og góð.
Hulla Dan, 9.9.2008 kl. 12:05
Heheheh Hulla bleikan kastala heheh veistu einu sinni vorum við hjónin næstum búin að fjárfesta í bleiku setri í Luxemburg, sem betur fer datt það upp fyrir en síðan eru liðin mörg ár.
Hallgerður ég hef ekkert verið mikið fyrir að setja hér inn myndir frá heimilinu okkar, fannst það bara ekkert viðeigandi en etv bæri ég um betur í framtíðinni.
Ía Jóhannsdóttir, 9.9.2008 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.