Við erum enn hér og ekkert getur haggað því.

Já þetta hafði ég á tilfinningunni hér í gær, það lá eitthvað í loftinu og ekki var það þetta frábæra Indian summer sem við höfum hér núna, nei það var sko eitthvað miklu hrikalegra enda hamaðist ég í allan gærdag að ganga frá öllu hér utan húss sem innan.

Ég spúlaði hundinn, þvoði þvott, straujaði, affrysti frystinn, tók ísskápinn hátt og lágt (báða), þvoði úr eldhússkápum, tók alla fataskápa og sorteraði föt eftir sjetteringu, setti hreint á rúmin, tók alla glugga og gardínur, kom bókaskápnum og skrifborðinu í mannsæmandi horf og endaði síðan á að baka fjórar Hnallþórur.

Get alveg svarið það, endaði seint í gærkvöldi á því að klippa tré og vökva blómin.  Maður nefnilega skilur ekki við heimili sitt eins og svínastíu þegar maður skreppur af bæ, ég tala nú ekki um þegar maður veit nú ekki einu sinni hvort maður á afturkvæmt.

Síðan kom mér varla dúr á auga í alla nótt (satt), var með andvara á mér enda ekki alveg viss um hvort ég hefði sett í uppþvottavélina áður en ég lagðist við hliðina á mínum elskulega. 

Horfði á eina bíómynd milli tvö og hálf fimm.  Rafmagnið var enn á.  Hundur og maður hrutu en ég var bara svona á nálum, öll með hugann við heimilið og alla þá hluti sem ég átti eftir að framkvæma á næstu mánuðum og jafnvel árum. 

Datt útaf um hálf fimm leitið og vaknaði ekki fyrr en rétt fyrir átta og viti menn hér var ég enn, minn farinn í vinnuna, hundurinn lá á sínum stað sallarólegur og sólin skein í heiði. Rafmagnið í lagi og nú sit ég hér með kaffið mitt og ekkert getur haggað því, ja nema jú heimsendir!

OK, farin að gera eitthvað að viti, hvað var fyrst á listanum í gær, þvo þvottinn eða var það ísskápurinn sem átti að fá yfirhalningu, nei spúla hundinn alveg rétt.

Lifið lífinu lifandi kæru félagar og vinir hvar sem þið eruð í heiminum.

Er farin út í sólina að hugsa. 

 

 

  


mbl.is Vekja athygli á heimsendi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheh ekki eitt orð af þessu er satt, bara svona pælingar í því sem ég ætti að taka mér fyrir hendur heldur en slæpast.  Á þessu heimili er allt á einhverju andsk. Hold.  Segi frá ástæðunni seinna heheh....

Ía Jóhannsdóttir, 10.9.2008 kl. 09:52

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehe Auður svona er hægt að blekkja fólk hér á bogginu.  Takk fyrir innlitið. 

Ía Jóhannsdóttir, 10.9.2008 kl. 11:03

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er í kasti.  Hugsaði alveg á meðan ég las: Hvert er hún að fara?  Hún hefur ekki talað um að hún sé að fara neitt.

Brilljant.

Til hamingju með að vera á lífi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2008 kl. 11:11

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sömuleiðis Jenný, er nú samt alltaf að líta til suð-vesturs hvort það séu einhverjar hræringar í nánd, sko styttra til mín frá Sviss en heim til ykkar hehehhe..

Ía Jóhannsdóttir, 10.9.2008 kl. 11:31

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ég fékk nú vægt sjokk þegar að ég las það sem þú ger'ðir í gær, mér létti otrúlega þegar að ég sá að þetta var bara ýmindun

Kristín Gunnarsdóttir, 10.9.2008 kl. 14:35

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Frábær ertu, en þú gabbaðir mig eigi mín kæra mátti samt reyna.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.9.2008 kl. 15:00

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ha,ha,ha, ég ætlaði sko ekki að eyða mínum síðustu klukkutímum í að þrífa, vonaði bara innilega að þessir vísindamenn væru búnir að þessu áður en ég vaknaði til að fara í vinnuna.....svona svo ég væri nú ekki að vakna  snemma að óþörfu

Takk fyrir skemmtilegan pistil

Sigrún Jónsdóttir, 10.9.2008 kl. 16:26

8 Smámynd: Hulla Dan

Fyrst þegar ég las um þessa miklu tiltekt hjá þér datt mér helst í hug að jólin væru fyrr í Tékklandi... Djöfulsins harka, þetta þarf ég að hunskast í á morgunn.

Þú ert frábær

Hulla Dan, 10.9.2008 kl. 19:14

9 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Tek þessu bara rólega núna. Hvað oft hefur þetta ekki verið sagt

Átt þú góðan dag.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.9.2008 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband