Einhvern vegin þannig komst Anna Frank að orði í dagbókinni sinni. Þessi setning hefur oft komið upp í huga mér þegar ég hugsa til okkar meðbræðra og systra.
Náungakærleikur, traust og vinátta sem varir úr í það óendanlega er ómetanlegt og oftsinnis höfum við hjónin rætt um hversu heppin við í raun og veru erum. Sterk fjölskyldubönd eru í okkar fjölskyldu og áratuga vinátta við æskuvini hefur aldrei rofnað. Að sjálfsögðu hafa komið upp misklíð en aldrei þannig að ekki væri hægt að rétt fram sáttarhönd, sem betur fer.
Öll erum við misjöfn að eðlisfari, ég er t.d. fljóthuga og á það til að láta úr úr mér það sem oft mætti kyrrt liggja en yfirleitt hverfur reiðin eins og dögg fyrir sólu. Langrækin er ég ekki og get auðveldlega rétt fram sáttarhönd og beðist afsökunar.
Þórir minn er með þeim eiginleikum fæddur að hann getur alltaf fundið góðu hliðarnar á fólki. Aldrei hef ég heyrt hann tala illa um nokkurn mann og hans orðatiltæki er frægt á meðal vina: Hvað þarf að vera að velta sér upp úr þessu? Hef oft sagt að aumingjabetri maður er vandfundinn. En ef honum þykir við einhvern, og það þarf ansi mikið til, þá er viðkomandi einfaldlega out.
Um daginn sátum við hér í rökkurbyrjun og ræddum um náungakærleikann og hversu langt væri hægt að ganga til að umbera sumt fólk. Við fórum í framhaldi að velta fyrir okkur hvers vegna sumir væru alltaf óánægðir, gætu aldrei horft á björtu hliðarnar, gengju með hangandi hausa alla daga. Væri þetta áunnið eða meðfætt?
Svo eru það kerlingarnar Öfundin og Hræsnin. Hugsið ykkur þá sem aldrei geta samglaðst öðrum.
- Nei vá varstu að fá nýjan stól, en æðislegur, til hamingju. Öfundin segir aldrei svona nokkuð, nei hún hugsar: Nú það er aldeilis veldi, bara nýr stóll og þá hlær Hræsnin henni til samlætis.
Síðan er það fólkið sem leggur það í vana sinn að tala illa um náungann hvar sem það getur komið því við. Helst líka að sverta mannorðið eins og hægt er. Sem betur fer kemst nú þetta fólk ekki langt á lyginni, það er nefnilega fljótt að fréttast hvaðan sögurnar koma og á endanum hættir fólk að hlusta og umgangast Gróu á Leiti.
Sumir leggja það í vana sinn að yfirfæra alla sína galla á vini eða vandamenn, jafnvel ókunnuga ef út í það er farið. Góð vinkona mín fræddi mig um það fyrir alllöngu að þetta væri því miður ein tegund sálsýkinnar. Fólk réði einfaldlega ekkert við þetta og gerði þetta ómeðvitandi. Sárt til þess að hugsa.
Þetta og margt annað ræddum við hér í rökkurbyrjun fyrir nokkrum dögum. Nú megið þið ekki halda að ég telji okkur vera einhverja englabassa og að sjálfsögðu hef ég tekið þátt í ýmsum óskemmtilegum umræðum um dagana en ómerkilegheit, lygi, meiðandi umtal á ég óskaplega erfitt með að þola.
Ekki vil ég trúa að fólk sé fætt með þessum eiginleikum. Innibyrgð reiði, sársauki og lífsleiði hlýtur að vera orsökin og ég sárlega vorkenni öllum þeim sem verða að bera þessa byrgði og lifa í sálarkreppu allt sitt líf.
Með aldrinum verðum við mýkri og hættum sem betur fer flest okkar að gera okkur óþarfa rellu út af smámunum. Við lærum sem betur fer líka að leiða hjá okkur hluti sem áður hefðu getað ært óstöðugan.
Og ég tek undir orðin hennar Önnu Frank:
Þrátt fyrir allt þá trúi ég því að mennirnir séu í innsta eðli sínu góðir!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:07 | Facebook
Athugasemdir
Flestir manneskjur byggja lífsgildi sín á þeirri trú að allir menn séu í eðli sínu góðir.
Við erum misjöfn og öll höfum við átt takta sem við vildum helst gleyma en umtalsillska og annað í þeim kantinum kemur oftast til að vanlíðan.
Og knús á þig stelpa.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.9.2008 kl. 17:17
Medan vid erum medvitud um galla okkar og erum tilbúin ad vinna í tví ad vera betri í dag en í gær, fer okkur batnandi.
Ég held ad sé éitthvad gott í øllu fólk.
Hjartans knús
Hulla Dan, 11.9.2008 kl. 22:13
Yndislegur pistill, ég hef altaf sagt að öfund sé mikill galli, lýgi og óhróður um náungann er lika ljótt en ég vill trúa því að enginn sé alslæmur, ég er þannig að ég vill altaf trúa því besta um fólk en hef ansi oft brennt mig illa á því. Her er hávaðarok og grátt
kærleikur til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 12.9.2008 kl. 08:52
Stórt knús á ykkur allar
Ía Jóhannsdóttir, 12.9.2008 kl. 09:28
Tek undir með Hallgerði, þekki svona fólk og geri eins og þinn maður Ía mín
ég bara þurrka það út, er hann sporðdreki þinn maður?
En það er til fullt af góðu fólki og ég held að það komi ætíð fleiri og fleiri fram í dagsljósið.
Kveðja
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.9.2008 kl. 14:56
Ég er komin á þá skoðun að allt lífið sé fólk að koma manni á óvart, jafnvel fólk sem maður telur sig þekkja. Svo öðlast maður þroska og umburðarlyndi með árunum og lætur færri fara í taugarnar á sér.
Flóran er margbreytileg og svoleiðis vil ég hafa það......þá passa ég frekar inn.
Bestu kveðjur til ykkar hjóna
Sigrún Jónsdóttir, 13.9.2008 kl. 00:04
Ég fann gamalt viðtal við afa minn heitinn, en hann var fæddur árið 1904. Viðtalið endaði á þann máta að hann hefði aldrei kynnst öðru en góðu fólki. Mér fannst það svolítið gaman að lesa þetta.
Ef maður pælir í því þá eru, sem betur fer, flestir góðir sé rétt að þeim farið. Það eru einstaka sem er orðinn það skemmdur eða veikur að það er ekki hægt að nálgast hann.
Mér finnst ánægjulegt, í þessu góðafólkstali, hversu mörgu góðu fólki ég hef kynnst hér á blogginu, ef hægt er að tala um að kynnast svona skriflega.
Takk fyrir þessar hugleiðingar.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.9.2008 kl. 10:49
Sá sem talar illa um aðra í þínum eyrum,talar illa um þig
Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.9.2008 kl. 18:06
hjartanslega sammála, manngæskan er út um allt.
Eva Benjamínsdóttir, 13.9.2008 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.