14.9.2008 | 08:32
Er haustið rétt handan við hornið?
Brrrrr... í gær blésu vindar sem er ekki algengt hér og í morgun var hitastigið 4° en er nú að skríða upp fyrir 12° og verður sjálfsagt orðið gott um hádegi. Það er sem sagt farið að hausta hér og kominn tími til að huga að haustverkunum. Taka slátur og sulta smá. Ekki taka mig alvarlega núna þið þarna trúgjörnu vinir mínir, ekki séns að ég leggi á mig svoleiðis vesen.
Mín haustverk liggja nú aðallega í því að verja þessar hríslur mínar hér á landareigninni fyrir vetri konungi og ágangi dádýra og annarra ferfætlinga sem hafa þann ósið að naga nýgræðinginn niður að rótum ef ekki eru gerðar viðeigandi ráðstafanir. En ég þarf nú varla að byrja að hugsa um það fyrr en í enda október byrjun nóvember.
September er mánuður breytinga hér í Prag. Maður finnur svo vel að sumarið er að hverfa fyrir haustinu. Vinirnir fara að koma aftur eftir sumarfrí með sögur af fyrri heimkynnum sínum, börnum og barnabörnum. Félagslífið fer að blómstra og konur sækja fundi reglulega, koma með nýjar hugmyndir og allt fer að verða svo virkilega heimilislegt. Ekki það að ég sé mikil kvenfélagskona en ég held mig enn innan viss hóps kvenna sem mér þykja skemmtilegar og lífga upp á tilveruna.
Sandalatúhestarnir hverfa og pínu meiri menningarbragur litar borgina. Listalífið breytist líka, leikhúsin, óperan og tónleikahöllin bjóða upp á vandaðra efni og betri flytjendur. Það færist ró yfir borgina og maður getur gengið um göturnar án þess að rekast sífellt utan í fólk eða vera hræddur um að verða troðin undir.
Sem sagt allt annað líf.
Eigið góðan sunnudag.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:33 | Facebook
Athugasemdir
Haustið er yndislegt. Ég hef alltaf notið þess. Það er eitthvað svo nýtt við haustið þó í raun sé sumari að deyja, laufin að visna.
En ég er á kafi í flutningum, og veðrið er brjálað. Það rignir þvílíkt.
Kertaveður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2008 kl. 09:15
Listaverkin í náttúrunni verða svo falleg í allri sinni haustlitadýrð
knús og kveðjur
Sigrún Jónsdóttir, 14.9.2008 kl. 09:54
Haustið er yndislegt, litadýrðin þvílík og tími kerta er komin. Eigðu góðan dag 'Ia mín
Kristín Gunnarsdóttir, 14.9.2008 kl. 10:53
Haustið er yndislegt.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 14.9.2008 kl. 11:24
Sammála ykkur haustið er fallegur tími.
Ía Jóhannsdóttir, 14.9.2008 kl. 11:50
Dádýraheimur að hausti, dásamlegur árstími í útlöndum. kveðjur Ía mín.
Eva Benjamínsdóttir, 14.9.2008 kl. 13:01
Já ég tek undir með ykkur ég fyllist hamingju er haustlitina augum lít,
við ætlum einmitt mæðgur í gróðurtínslu bráðum, fá smá lit innan og utan.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 18:16
Ég er greinilega sú eina sem finnst haustid bara allt annad en heillandi.
Finnst tetta skelfilegur tími, allt deyjandi og/eda ad leggjast í dvala, allt ad visna og ad missa litinn og ég finn daudalykt í loftinu.
Mér lýdur bara hreint ekki vel á tessum árstíma.
En ég brosi og vona ad komi fljótlega jól tví tá styttist í vorid, sem ég elska.
Hulla Dan, 15.9.2008 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.