25.9.2008 | 00:10
Er alveg komin að því að þverbrjóta öll góð fyrirheit.
Áður en ég hélt hingað heim var ég búin að ákveða að ekkert, segi og skrifa ekkert skildi koma mér úr jafnvægi og ég ætlaði heldur ekki að láta eitt eða neitt fara í pirrurnar á mér. Ætlaði að líta fram hjá öllu neikvæðu og vera allan tímann á jákvæðu nótunum sama á hverju gengi.
Þetta gekk eftir svona í byrjun, ja eingöngu vegna þess að ég vogaði mér ekki út fyrir dyr þar sem þessi veðurbeljandi var ekki einu sinni hundi bjóðandi. En ekki er nú hægt að sitja inni allan daginn svo út úr húsi varð ég að fara enda veðrið orðið þokkalegt fyrir svona kuldaskræfu eins og mig.
Ég var ekki fyrr komin út undir bert loft að pirringurinn fór að gera vart við sig. Ég alveg beit saman tönnum og andaði djúpt, taldi upp á tíu eða tuttugu en pirringurinn er enn til staðar. Ég gæti haldið áfram í alla nótt að segja ykkur hvað það er margt sem fer í mínar fínustu hér en af því að ég hafði þennan góðan ásetning áður en ég hélt hingað ætla ég að reyna að halda mig á mottunni, ja alla vega þar til ég spring en ef þessu heldur svona áfram næstu daga er ekki langt í stóru bombuna.
Bara að anda djúpt og þegja er bara andskotakornið ekkert auðvelt skal ég segja ykkur.
Síðan er alveg óþolandi að hlusta á fólk sem er kvartandi í tíma og ótíma og aldrei ánægt.
Og er ég núna að berjast við að vera ekki í þeim hópi.
Svo ég haldi nú ekki áfram hér og blaðri öllu því sem liggur svo þungt á mér eins og mara er ég farin til kojs að sofa í hausinn á mér.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Láttu það bara gossa mín kæra, svo framarlega sem það má fara í loftiðÞér líður betur á eftir og þú ert svo sannarlega alls ekki í neinni hættu að vera talin í þeim "hópi fólks sem kvartar í tíma og ótíma og er aldrei ánægt"
Jónína Dúadóttir, 25.9.2008 kl. 07:11
Varstu búin að gleyma hvernig Íslensku lægðirnar fara í fólk Ía mín?
Góðan og blessaðan daginn
Sigrún Jónsdóttir, 25.9.2008 kl. 08:36
Þú ert dúlla.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2008 kl. 08:47
Segi tad og skrifa líka ....Láttu tad bara vada.
Tú verdur aldrey sett á pall med teim óánægdu trúdu mér.
Kannast vid tilfinninguna
Knús á tig inn í gódann dag
Gudrún Hauksdótttir, 25.9.2008 kl. 09:27
Góðan daginn Ía mín, láttu það vaða
Kristín Gunnarsdóttir, 25.9.2008 kl. 10:35
Þið eruð nú meiri kerlingarnar, nei ég ætla að sjá til hvað ég get haldið þetta út lengi
Ía Jóhannsdóttir, 25.9.2008 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.