25.9.2008 | 12:55
Nú legg ég vonandi öllum þessum fínu lonníettum.
Þá tifar klukkan og nú eru aðeins rétt þrír tímar þar til einhver sæt hjúkka gefur mér eina valíum svona rétt til þess að róa mínar fínu taugar eins og sérfræðingurinn komst að orði í gær.
Síðan á ég að leggjast upp á borð, augnalokin verða spennt upp og dropar settir í augun síðan kemur hvisssss.. og allt búið. Hvað er kerlingin að röfla hugsar nú einhver, jú það skal ég segja ykkur tók nefnilega þá stóru ákvörðun í gær að fara í Laser operation eða sjónlagsaðgerð eins og það heitir víst á okkar máli.
Þar sem ég var orðin svo rosalega pirruð á mínu gleraugnastandi þá ákvað ég bara að drífa í þessu ef hægt væri. Minn elskulegi augnsérfræðingur sagði við mig í gær eftir ítarlega skoðun:
-Aha og ert þú búin að keyra svona án gleraugna lengi?
Já svaraði ég pílu skömmustuleg, því ég vissi auðvitað að ég hef verið stórhættuleg í umferðinni undanfarna mánuði.
Hann benti mér á að horfa á spjaldið á veggnum.
- Jæja hvað sérðu þarna?
- Humm... hvítt spjald með einhverju svörtu
-OK en hér, segir hann og réttir mér blað í svona A4
- Á ég að sjá eitthvað hér spurði ég
- Svona sérðu núna segir hann og um leið smellir hann málmgleraugum á nefið á mér og segir síðan, horfðu nú á spjaldið á veggnum aftur.
Ég sá meira að segja neðstu línuna og gat lesið smáa letrið á blaðinu, vá......
- OK svona kemur þú til með að sjá án gleraugna eftir aðgerðina.
Ég er orðin spennt, ég er orðin ansi mikið spennt, svona eins og hengd upp á þráð þið vitið.
Veit ekkert hvenær þið heyrið í mér aftur. En ef ég er ekki komin inn eftir tvo daga þá getið þið hafið kertafleytingar.
Sko þetta er stórmál, ég hef aldrei á æfi minni tekið inn valium!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:12 | Facebook
Athugasemdir
Þetta gengur fínt svo það verða alls engar kertafleytingar
Jónína Dúadóttir, 25.9.2008 kl. 12:58
Gangi þér vel Ía mín
Sigrún Jónsdóttir, 25.9.2008 kl. 13:02
Stelpur þið eru dúllur, takk fyrir að vera til!
Ía Jóhannsdóttir, 25.9.2008 kl. 13:09
Frábært. Góðar vættir eru með þér og svo sérðu líka miklu betur á eftir hvað við erum öll falleg...... og þú líka. Góðar kveðjur til þín Ía mín.
Bergur Thorberg, 25.9.2008 kl. 13:29
Fleyti kertum af gleði fyrir þína hönd og okkrar allra, um leið og þú verður alsjáandi.
Good luck..........
Þröstur Unnar, 25.9.2008 kl. 16:09
Gangi þér vel.
Marta B Helgadóttir, 25.9.2008 kl. 16:38
Vá, flott hjá þér. Knús á lækninn. Hehe, á þig addna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2008 kl. 21:29
AAAAAA Bravó...svo sérðu nýjan heim fullan af fegurð og kærleika. Good luck!
Eva Benjamínsdóttir, 25.9.2008 kl. 21:56
Til hamingju með þetta, gengur eflaust vel - ég fór í svona aðgerð fyrir nokkrum árum, byrjaði nýtt líf!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.9.2008 kl. 22:12
Tetta gengur vel .Tad eru allir svo hamingjusamir sem hafa farid í svona adgerd.Gott hjá tér ad skella tér kæra Ía.
Knús á tig.
Gudrún Hauksdótttir, 26.9.2008 kl. 10:00
Afboða hér með allar kertalýsingar. Gott að vera komin aftur á bloggrúntinn. Vona að allt gangi vel hjá þér kæra vinkona. Góða helgi
Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 18:20
Gangi bara allt vel hjá Þér Ía mín.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.9.2008 kl. 18:57
Ertu ekki að jafna þig ?
Jónína Dúadóttir, 27.9.2008 kl. 10:52
Takk fyrir allar góðu kveðjurnar kæru vinir. Jú nú er ég að skríða saman og verða að segja ykkur að þetta er allt annað líf. Ég sé allt og líka það sem mig langar ekkert að sjá. Verður maður bara ekki að taka því, held það bara.
Ía Jóhannsdóttir, 27.9.2008 kl. 13:13
Til hamingju. Ég vona bara að ég sé ekki í "langar ekki að sjá" flokknum.
Bergur Thorberg, 27.9.2008 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.