7.10.2008 | 10:55
Allra augu beinast að okkur Íslendingum
Eftir atburði gærdagsins setur mann hljóðan. Veislunni er lokið sem flestir ef ekki allir tóku þátt í. Sumir sátu við háborðið og fengu að líta alla þessa háu herra eigin augum en aðrir létu sér nægja að sitja í hliðarsölum og fylgjast með ræðuhöldum úr hátölurum.
Timburmennirnir leggjast misjafnlega í menn alveg eftir því hvað sopið var oft úr ausunni.
Núna verðum við að huga að ungu börnunum sem erfa eiga landið. Forðast að tala um erfiðleika í þeirra návist og knúsa þau meir en við höfum gert hingað til. Börnin skilja meir en við höldum og þau finna greinilega ef mamma og pabbi eru pirruð og þreytt. Þetta vitum við öll og stundum er bara ekkert svo auðvelt að leyna ástandinu.
Ég man eftir því að það var oftast keypt í ,,billegu búðinni" handa okkur systkinunum, skór, úlpur og fl. en sú búð var uppá háalofti og okkur fannst það bara eðlilegur hlutur.
Mér blöskraði aðeins þegar ég frétti að ein verslun væri farin að hvetja fólk til að hamstra. Þarna fór sú ágæta verkun aðeins yfir strikið. Ég vona bara að þeir sem keyptu hveitið eigi músheldnar geymslur.
Það fer ekkert á milli mála að allra augu beinast að okkar litlu þjóð og ástandinu heimafyrir. Ég hef þá trú að við komust út úr þessu eins og öllu öðru með okkar seiglu og dugnaði.
Við eigum frábært fólk á Íslandi sem gefst ekki upp þá móti blási.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:57 | Facebook
Athugasemdir
Vid skulum vona ad öldurna lægi og mintin stigi og fólk missi ekki sitt sparnadarfé.
Nóg er nú samt.
Fadmlag á tig inn í gódann dag.
Gudrún Hauksdótttir, 7.10.2008 kl. 11:43
Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott
Jónína Dúadóttir, 7.10.2008 kl. 12:28
Ég held að þetta sé bara ágætt. Þá meina ég að stungið hefur verið á kýlinu.
Kveðjur yfir höf og lönd.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.10.2008 kl. 12:38
Veistu Ía að ég deili þeirri trú með þér. Það birtir aftur upp. En samúð mín er með unga fólkinu sem er með allt undir. Ekki mér og mínum líkum með allt sitt á þurru.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 15:55
Ég er líka með huga við unga fólkið eins og Hallgerður
Sigrún Jónsdóttir, 7.10.2008 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.