Ljósið í myrkrinu.

Í gær ætlaði ég að taka fréttafrían dag.  Sem sagt ekki lesa eða hlusta á fréttir. Ég var svo harðákveðin í þessu enda alveg búin að fá nóg af sorgarfréttum undanfarna daga.  Jafnvel bloggið veitti enga ánægju og þar af leiðandi datt niður öll löngun til að skrifa.

Ég ákvað að nú skildi bara snúa sér að einhverju uppbyggilegu, þvo þvott og taka til í skápum heheheh... án gríns, mér datt í hug að það alla vega, væri eitthvað sem gæti dreift huganum og jafnvel gæti ég sett í kassa og gefið frá mér.  Gera eitthvað góðverk.  Það getur verið mjög uppbyggjandi fyrir sálina.

Ég var rétt komin í gírinn þegar gesti bar að garði frá Íslandi og þar með féll ég aftur inn í hringiðu daglegs lífs Íslendingsins.  Yfir kaffibollum voru hörmungarnar heima fyrir ræddar fram og til baka.  Satt best að segja var allt farið að hringsnúast í höfðinu á mér.  Hverjum var hvað að kenna, hver var góði maðurinn og hver var vondi maðurinn?  Hverjum var treystandi, hvern ætti að reka og hver fengi að sitja í stólnum sínum áfram.  Það eina sem ég vissi með vissu var að þessu yrði ekki bjargað hér heima í stofunni minni þótt ég fegin vildi að svo væri hægt.

Við hér erum sem betur fer ekki enn ekki farin að finna fyrir ástandinu og erum þakklát fyrir hvern dag sem líður.

Þetta hér á undan koma alveg óvart.  Mig langar ekki einu sinni að reyna að leika Pollýönnuleikinn.

Ljósið í myrkrinu, friðarljósið hennar Yoko Ono á nú eftir að lýsa heima og er þá ekki reynandi að horfa til þess og vona það besta okkur öllum til handa.  Frið í sálu og ekki hvað síst heimsfriði.

Eigið góðan dag.

 

 


mbl.is Yoko og Lennon á landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Í kvöld ætla ég að kveikja á friðarkertum úti á tröppum og nota tækifærið þegar ljósið hennar Yoko verður kveikt til að hugsa fallegar og heilandi hugsanir.

Ég var að hvetja fólk til að lesa.  Ég verð sinnisveik ef ég held áfram að velta mér upp úr þessum ósköpum þannig að ég skil þig vel.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2008 kl. 10:20

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég ætla að nota daginn í dag að "Imagine" heimin án græðgi

Sigrún Jónsdóttir, 9.10.2008 kl. 10:32

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já ég hef stórar áhyggjur af mörgum löndum mínum núna. Ætla að taka þig til fyrirmyndar og kveikja á kerti úti í kvöld þó ég sé alltaf mig kerti hér inni þegar rökkva tekur.  Stórt knús á þig líka. 

Ía Jóhannsdóttir, 9.10.2008 kl. 10:33

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sigrún mín ætli græðgrina hafi ekki lægt, mætti segja mér það.

Ía Jóhannsdóttir, 9.10.2008 kl. 10:34

5 identicon

Segi eins og frábær vinnufélagi: Við erum öll á lífi, erum góð við hvort annað og mörg okkar erum í Þrastavinafélaginu. Er hægt að biðja um meira?...

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 11:20

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég er ávallt med kveikt á kertum á kvöldin en ætla ad gera eins og tú ad setja tau líka útfyrir í kvöld....Tad gefur gott fyrir sálina ef madur er tannig tenkjandi.

Erum vid tad ekki flestar?

Gudrún Hauksdótttir, 9.10.2008 kl. 11:47

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Imagine no possessions... Love is the answer... ó vell. Maður bíður rólegur eftir að skriðan nái af einhverjum þunga yfir Atlantshafið. Knús til allra sem eiga um sárt að binda.

Villi Asgeirsson, 9.10.2008 kl. 15:38

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Einmitt Hallgerður hugsum um ,,smáfuglana"

Guðrún ég er búin að kveikja á kerti  hér úti og inni

Villi minn gott að fá þig hingað inn.  Já það þíðir ekkert annað en að hada ró sinni.

Ía Jóhannsdóttir, 9.10.2008 kl. 17:18

9 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Það er gott að ófögnuðurinn er ekki komin til þín, maður verður að reina að vera jákvæður

Kristín Gunnarsdóttir, 10.10.2008 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband