16.10.2008 | 18:04
Ég er og verð Íslendingur!
Þegar ég kom heim í dag eftir skemmtilegan morgunfund og hádegismat með góðum vinkonum settist ég við apparatið mitt hér við eldhúsborðið og rúllaði yfir fréttir dagsins og nokkur blogg.
Ekki get ég nú sagt að sú lesning hafi verið par upplífgandi, frekar að það hafi dregið úr mér alla löngun til að komentera eða skrifa þó voru nokkrir málefnalegir og aðrir sem komu mér til að hlægja og það léttist aðeins brúnin þegar líða tók á lesturinn.
Eins og hjá flestum öðrum var emailið mitt yfirfullt af knúsum, takk fyrir það en satt best að segja finnst mér dálítið hjákátlegt að fá svona knús frá apparatinu sem liggur hér fyrir framan mig en ég sendi skilvíslega knús til baka til þess að vera ekki félagsskítur. Sem sagt tók þátt í þessum leik Mbl. og reyndi eftir fremsta megni að hugsa hlýtt til viðkomandi á meðan færslan fór út í tómið.
Mér þykir ekkert að því að knúsa fólk sem mér þykir vænt um og hef aldrei fundist það hallærislegt að gefa fólki koss og taka utan um það en þetta kossastand og knúserí er orðið ansi þreytandi hér á milli bloggvina. Sendum frekar hlýjar hugsanir, held þær virki miklu betur.
Í gær las ég um konu sem rekin var út úr búð á Strikinu. Ég vona að þarna hafi verið einhver misskilningur i gangi en margir hafa bloggað um þetta atvik og sumir jafnvel sagt að þeir ætli að hætta að kannast við það að vera Íslendingar og hætta að tala sitt móðurmál erlendis svo nokkur heyri. Hvað gengur að þessu fólki? Hvar er nú þjóðarstoltið og burgeysishátturinn sem fylgt hefur okkur Íslendingum í aldaraðir. Að ætla að þykjast vera einhver annar en maður er er þvílíkt bull og ekki orð um það meir!
Ég byrjaði hér að ofan að segja ykkur að ég hefði farið á morgunverðarfund með góðum vinkonum en fór svo út í allt aðra sálma en nú ætla ég að hverfa aftur að þessum fyrstu línum.
Undanfarna viku hefur síminn vart stoppað hér hjá okkur, blaðasnápar og fréttamenn útvarps og sjónvarps hafa verið að snapa eftir fréttum en við höfum hrist þetta af okkur enda ekki í okkar verkahring að gefa upplýsingar að heiman.
Þetta er eina viðtalið sem Þórir hefur veitt eftir að við seldum.
http://www.praguepost.com/articles/2008/10/15/talking-iceland-over-ice-cream.php
Eins og gefur að skilja vakti lokun Rest. Reykjavík mikla athygli hér og það að við skildum loka einmitt sama dag og landið okkar hrundi þótti að sjálfsögðu dálítið grunsamlegt. Við gerðum okkur strax grein fyrir að fljótlega færu að berast alls konar Gróusögur um borgina því þó við búum hér í milljónaborg erum við þekkt sem athafnafólk til margra ára.
Þegar ég mætti á fundinn í morgun sá ég strax að þarna var komið að því að ég útskýrði málið. Viðmótið var hlýlegt hjá þeim sem ég hef þekkt til margra ára en aðrar sem ekki hafa verið hér lengi sendu mér svona augngotu og forðuðust að horfa beint framan í mig.
Í lok fundarins stóð ég upp og útskýrði lauslega hvers vegna við hefðum selt veitingastaðinn og líka að við hefðum gert það fyrir sex mánuðum hefði bara viljað þannig til að lokunin hefði átt sér stað sama dag og Ísland lenti i sínum miklu hremmingum. Það létti mikið yfir samkundunni og margar spurningar komu í kjölfarið aðalega um fjölskyldu okkar og almennt ástand. Gordon Brown var satt best að segja rakkaður niður í svaðið og þarna voru margir Bretar sem stóðu með okkur Íslendingum.
Ég endaði á því að segja að nú hefðu þær þetta frá fyrstu hendi og gætu leiðrétt Gróu á Leiti ef þær mættu henni á götu. Þetta var léttir fyrir mig og mér leið miklu betur.
Gekk eftir hádegismatinn að bílnum mínum þar sem ég hafði lagt honum beint fyrir framan Danska sendiráðið og það glitti á Íslenska fánann okkar á grilli bílsins og á skottlokinu. Ég var hreykin af því að vera Íslendingur!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:34 | Facebook
Athugasemdir
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 18:10
Takk fyrir þennan pistil Ía. Hvað ættum við að vera annað en það sem við erum: Íslendingar?
Ertu með fána á stuðaranum á bílnum? Það finnst mér hljóma spennandi, gæti hugsað mér að prýða minn þannig
Er að hugsa um að skjótast heim og leggja mitt að mörkum til afla landinu smá gjaldeyristekna. Margt smátt gerir eitt stórt.
Vona að þú hafir getað lækkað raust Gróu á Leiti í dag.
Kær kveðja frá AlsGuðrún Þorleifs, 16.10.2008 kl. 18:17
Ég er líka og verð alltaf Íslendingur og alltaf stolt af því
Jónína Dúadóttir, 16.10.2008 kl. 18:23
Hallgerður mín þessi er allra fána fallegastur.
Guðrún já ég er bæði með skjaldamerkið og fánann á grillinu út einhvers konar járni en það er flott, fæst hjá bifreiðaeftirlitinu að ég held og síðan fánamerki aftan á skottinu og ætla mér ekki að taka það af.
Ía Jóhannsdóttir, 16.10.2008 kl. 18:25
Þannig á það bara að vera Jónina mín
Ía Jóhannsdóttir, 16.10.2008 kl. 18:26
Ía mín hef ætíð verið stolt af mínu þjóðerni og það mun aldrei breytast.
Knús til þín duglega kona
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.10.2008 kl. 18:55
Takk fyrir pistiæinn kæra Ía...Tel líklegt ad tú hafir lagt bárur Gróu á leiti med tessu framtaki tínu...Gott hjá tér.
kvedja frá
Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 16.10.2008 kl. 19:29
Skemmtilegt viðtal við manninn þinn.
Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2008 kl. 19:33
Gaman að sjá þig aftur Milla mín.
Guðrún það kemur í ljós en vonandi okkur langar ekki að vera bendluð við ,,athafnamennina" heima.
Jenný mín takk fyrir það og ég skila þessu til hans.
Ía Jóhannsdóttir, 16.10.2008 kl. 19:55
Frábært viðtalið við Þóri....þar fer stoltur Íslendingur og góður diplómat
Kær kveðja til ykkar hjóna
Sigrún Jónsdóttir, 16.10.2008 kl. 21:10
Ég verð altaf 'islendíngur, annars væri ég orðin Danskur ríkisborgari Ía mín en manni getur nú misboðið, það er á hreinu
Kristín Gunnarsdóttir, 18.10.2008 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.