20.10.2008 | 09:22
Fréttalaus helgi og misstum ekki af neinu.
Fyrir mörgum árum fundust mér það forréttindi að geta hoppað upp í bílinn minn og keyra yfir landamærin inn í ,,nýjan heim" eins og við kölluðum það. Komast í burtu frá amstri hversdagsins og skilja allar veraldlegar áhyggjur eftir heima.
Í glóandi litum haustsins sl. föstudagsmorgunn hentum við tannburstum niður í tösku og ókum suður á bóginn. Eiginlega var engin sérstök ferðaáætlun, bara komast aðeins í burtu og gleyma sér augnablik og njóta samvistar hvors annars.
Ekki er alveg jafn auðvelt að kúpla sig frá fréttum eins og áður fyrr þegar tölvan var of stór til að taka hana með sér og við áttum engan farsíma. Núna fer maður ekki einu sinni út í garð án þess að göngusíminn sé meðferðis og tölvan er eitt af því sem pakkað er niður ef farið er lengra en 200 km frá heimilinu.
Ég opnaði aldrei tölvuna þessa daga en var þakklát fyrir göngusímann þar sem ég gat hringt í vinkonu mína sem stödd var á Barcelona í tilefni 60 ára afmælis hennar og líka þegar ég týndi mínum elskulega alveg óvart eða þannig. Hvar ertu? Hann stóð við hliðina á mér, get svarið það.
Við áttum góða helgi, nutum þess að dóla okkur í haustsólinni, borðuðum góðan mat og fórum í leikhús.
Í gærmorgun ákváðum við að keyra sveitavegina heim þar sem við höfðum ekki keyrt þá leið í tíu ár eða fleiri. Eitthvað hlýtur minnið að hafa skertst því það tók okkur fimm og hálfan tíma að keyra þessa leið. Fallegt en verður ekki gert aftur i bráð, minn rass þolir illa svona langkeyrslu á misjöfnum fjallavegum.
Það kom í ljós þegar heim var komið að við höfðum ekki misst af neinu sérstöku úr fréttum að heiman. Allt var við það sama. Samningar sem löngu hefðu átt að vera í höfn voru enn í frysti og sama blablabla í gangi. Horfðum á Silfrið í gærkvöldi og var gott að heyra í vini okkar Jóni Baldvin, hann talar enga tæpitungu karlinn sá frekar en fyrri daginn.
Eigið góðan mánudag öll sömul.
Farin að sinna haustverkum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Samgöngur, Tölvur og tækni, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:23 | Facebook
Athugasemdir
Alveg nauðsynlegt að geta kúplað sig alveg út úr þessu öllu, annað slagið
Eigðu góðan dag mín kæra og gangi þér vel í haustverkunum
Jónína Dúadóttir, 20.10.2008 kl. 09:50
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2008 kl. 10:03
Gott að komast burt úr hversdagsleikanum annað slagið Ía mín
Kristín Gunnarsdóttir, 20.10.2008 kl. 10:10
Mikid var tetta yndislegt hjá ykkur Ía mín....Tad er líka alveg naudsynlegt ad kúppla sig frá hversdagsleikanum stöku sinnum og bara fara.
fadmlag til tín.
Gudrún Hauksdótttir, 20.10.2008 kl. 11:09
Æji nú hálf öfundaði ég þig! Eigðu góðan dag..
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 11:53
Einu sinni var haft á orði að; "engar fréttir væru góðar fréttir"! Ég er ekki lengur svo viss.
Gott að þið áttuð góða helgi
Sigrún Jónsdóttir, 20.10.2008 kl. 13:38
Sé þig í anda hringja í þinn elskulega. Þetta var frábært kúpl hjá ykkur. Já, Jón Baldvin veit hvað klukkan slær. Kærleikskveðjur
Eva Benjamínsdóttir, 20.10.2008 kl. 13:59
Ohh er að hugsa um að gera þetta... í næsta lífi!
Knús mín kæra
Hulla Dan, 20.10.2008 kl. 19:23
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 21.10.2008 kl. 02:32
Það var gott hjá þér, að koma þér frá því, sem pirrar þig.
þannig er nú lífið að hafa stjórn á því það gerðir þú. Ekki dvelja í eymdinni.
Átt þú góðan dag
Anna Ragna Alexandersdóttir, 21.10.2008 kl. 10:46
Takk fyrir öll innlitin og góðar kveðjur.
Ía Jóhannsdóttir, 21.10.2008 kl. 10:49
Innlitskvitt og kveðja
Guðrún Þorleifs, 21.10.2008 kl. 12:47
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 21.10.2008 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.