Fréttir frá Listasetrinu Leifsbúð

Í gærkvöldi komu síðustu ábúendurnir að Listasetrinu þetta árið.  Jóhann Hjálmarsson skáld og kona hans Ragnheiður en þau dvelja hér næstu sex vikurnar. Hjartanlega velkomin kæru hjón.

 Það var eins og sveitin biði þau líka velkomin þar sem litaskrúð haustsins var með eindæmum fallegt í dag.  Hér blakti ekki hár á höfði og hitinn fór yfir 19° um miðjan daginn.  

Vonum að dvölin  hér verði ykkur ánægjuleg, sveitin okkar og setrið veiti ykkur innblástur og skjól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Átti einmitt að mæta með Leifsbúðar-Leifi á kvikmyndasýningu í kvöld, og að sjálfsögðu hans góðu konu, en kemst ekki í kvöld.

Kveðja til Prag.  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.10.2008 kl. 17:16

2 identicon

Heyrðu ég er listamaður  þeas ágætur kokkur á góðum dögum. Er að hugsa um að skrifa bók um innmat í kreppunni. Er það innan marka í umræddu Listasetri?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 17:48

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk Helga mín.

Æ,æ Jóhanna missirðu af þessu kvöldi.  Hef heyrt að þetta sé frábær hópur.

Hallgerður mín öll erum við listamenn og þ.a.l. allir velkomnir, bara spurning hvenær setrið er laust næst. En svo gæti ég nú holað þér niður einhvers staðar ekki málið.

Ía Jóhannsdóttir, 21.10.2008 kl. 18:05

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ég fór í fiskbúð í gær

keypti blandaðan fisk

Af hverju er fiskurinn grænn?

Hann hefur legið í bakkanum

yfir helgina.

Ég er fisksaladóttir

erum við í leik?

Nei, hann er betri grænn.

Ég ætla að fá hann. - (eb)

''''''''''''''''''''''''''''''''''''''''''''''''''''

Haustkvöld um borð í Akraborg

Í vestri græn ský

og Snæfellsjökull grænn.

Ég hef ekki áður séð hann grænan.

Haustlitir sjóndeildarhringsins eru grænir.

Ég vil drukkna í þessari grænku.

höf: Jóhann Hjálmarsson úr Lífið er Skáldlegt.

Ía mín mér finnst svo vænt um Jóhann og Ragnheiði. Mikið samgleðst ég þeim að vera komin í fagra haustið til ykkar. Skilaðu góðri kveðju frá mér og gangi þeim vel

Eva Benjamínsdóttir, 21.10.2008 kl. 20:50

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 21.10.2008 kl. 22:28

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 22.10.2008 kl. 05:51

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad hefur verid dásamlegt tegar ábúendurnir litu listasetrid augum í tessari fallegu litadýrd haustsins.

Fadmlag til tín.

Gudrún Hauksdótttir, 22.10.2008 kl. 08:52

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Kristín Gunnarsdóttir, 22.10.2008 kl. 09:40

9 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 22.10.2008 kl. 11:02

10 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 22.10.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband