25.10.2008 | 16:57
Horfum til framtíðarinnar og verum jákvæð.
Loksins kom eitthvað jákvætt í fréttum og á rektor Háskóla Íslands hrós skilið fyrir að ætla að leggja aukna áherslu á nýsköpunarverkefni á vegum vísinda og fræða á komandi ári.
Þetta litla ljóð er búið að sitja fast í mér í nokkra daga svo ég ætla að láta það fylgja hér með.
AÐEINS EITT LÍF
Við erum ekki með níu líf
eins og James Bond eða köttur
við erum sannast sagna
aðeins með eitt líf
svo vitað sé með vissu
því skaltu nú hætta
að mæla flest í hljóði
að sofa kastalasvefni
bíðandi eftir kossinum
sem öllu muni breyta
að láta þvottavélar
samvisku þinnar
þeytivinda blóðið
úr lífæðunum
já hættu líka að ganga
ávallt troðnar slóðir
farðu heldur kattarstígana
ósýnilegu, spolausu
sem liggja hér og þar
gegnum skrifuð og óskrifuð
ævintýri
þú munt reyndar ekki eignast
neitt af níu lífum kattarins
en lætur þér eflaust nægja
ævintýrin.
Úr ljóðabókinni Öskudagar eftir Ara Jóhannesson
Háskólinn mun svara kalli samtímans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ljóð, Menntun og skóli, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 21:18 | Facebook
Athugasemdir
Ég ætla samt ad bída eftir kossinum tó ég sofi ekki kastalasvefni......
Á mjög vel vid í tunga lífsins .
Eigdu gott kvöld Ía mín.
Gudrún Hauksdótttir, 25.10.2008 kl. 17:33
tetta er streletsía ..Ég var sko ad læra ad setja svona inn og vard ad sýna tér..
Lék mér svolítid med myndina.
kvedja
Gudrún Hauksdótttir, 25.10.2008 kl. 17:37
Flott mynd Guðrún og njóttu kvöldsins.
Ía Jóhannsdóttir, 25.10.2008 kl. 17:47
Flott vísa.
Til hamingju með prinsessuna þína.
Þröstur Unnar, 25.10.2008 kl. 18:02
Takk fyrir Þröstur minn og góða helgi.
Ía Jóhannsdóttir, 25.10.2008 kl. 18:14
Flott orð...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.10.2008 kl. 19:34
Gott ljóð Kveðja ti ykkar í sveitinni
Sigrún Jónsdóttir, 25.10.2008 kl. 21:33
Til hamingju með þá litlu.
Takk fyrir ljóðið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.10.2008 kl. 22:15
Flott vísa og alveg verð þess að fara eftir henni.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.10.2008 kl. 14:21
Takk fyrir innlitin og góar kveðjur. Eigið notalegt sunnudagskvöld.
Ía Jóhannsdóttir, 26.10.2008 kl. 14:53
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 15:51
Til hamingju með ömmubarnið og góðar ábendingar í ljóðinu.
kær kveðja frá AlsGuðrún Þorleifs, 26.10.2008 kl. 16:37
Jónína Dúadóttir, 27.10.2008 kl. 06:13
Til hamingju með ömmubarnið. Takk fyrir bloggvináttuna.
Kristín Katla Árnadóttir, 27.10.2008 kl. 12:04
Velkomin í hópinn minn Katla og takk fyrir góða kveðju
Ía Jóhannsdóttir, 27.10.2008 kl. 12:17
Ó ég elska þessi ljóð, takk Ía mín. Ari er bróðir Einars og þeir eru snillingar þessir karlmenn...Við Ari vorum í sama bekk í gamla daga, það var góður bekkur:))
Til hamingju með dúlluna þína
Eva Benjamínsdóttir, 28.10.2008 kl. 01:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.