Þið skiljið þetta ekki, þið búið ekki hér!!!!!

Undanfarnar vikur er ég búin að láta menn og málefni fara óstjórnlega í taugarnar á mér svo ég hef örugglega verið óþolandi hér á heimilinu.  Ég þessi ópólitíska kona sem aldrei skipti sér af pólitík, kaus sama flokkinn á meðan hann var við lýði er farin að bölsótast yfir fréttum og ekki fréttum.

Það sem verra er ég trúi engum lengur, treysti engum og sé grýlu í hverju horni og mitt viðkvæði er allan daginn ,,já en....já ef.....en hvað ef...."  hvernig haldið þið að það sé að búa með svona konu, nei ég veit það, það er bara ekki hægt.  Ég er nú samt svo heppinn að eiga þolinmóðan og ljúfan ektamaka sem tekur þessu öllu með jafnaðargeði og segir bara:  Vertu nú ekki að velta þér upp úr þessu elskan.  Siðan reynir hann að útskýra fyrir mér málið á góðri íslensku og þá byrjar allt að hringsnúast í mínum eðal kolli og ég skil bara ekki bops! 

Það sem fer mest í pirrurnar mínar er þegar fólk hringir í okkur að heiman og heldur yfir okkur ræðu um ástandið og hvað ætti að gera eða hvað hefði átt að gera, allir þvílíkir spekingar, með allt sitt á tæru, endar síðan ræðuna á því að segja: 

 En þið skiljið þetta bara ekki, þið búið ekki hér!!!!

Halló, við erum nettengd, við lesum blöðin, við hlustum á ísl. útvarpið og horfum á umræðuþætti.  Við búum ekki í svörtustu Afríku.  Við fylgjumst alveg með öllu því sem er að gerast þarna heima og reyndar í heiminum öllum. 

Við eigum fjölskyldu á Íslandi, við hugsum til þeirra dag og nótt og biðjum fyrir þeim öllum.

Það eina sem skilur okkur frá löndum okkar er að við eigum ekki eignir á Íslandi, enga peninga eða bréf í banka eða sjóðum þ.a.l. liggjum við ekki í sömu súpunni og þorri þjóðarinnar.  Ef til vill er það þess vegna sem fólk segir að við getum ekki skilið þetta til fulls, hvað veit ég.

Fólk gleymir því stundum að við áttum heima þarna uppi á eyjunni í fjörutíu ár.  Börnin okkar eru fædd og uppalin þarna.  Við munum alveg tímana tvenna.  Gengisfellingar, gjaldþrot, og basl.  Stundum gátum við lifað eins og kóngar og við gerðum það.  Spreðuðum í utanlandsferðir, byggðum sumarbústað, vorum á kortaflippi.  Bara eins og hver annar Íslendingur og ekki skal ég neita því að þá var gaman að lifa.  En það kom að skuldadögunum og þá var bara ekki eins gaman en aldrei létum við nokkurn mann vita af því að við værum skítblönk.  Við byrjuðum bara upp á nýtt og fundum okkur verkefni sem okkur hentaði.

Er ekki talað stundum um sjö mögur og sjö feit ár, eins og mig minni það.

Jæja þá er ég búin að hella úr skálum reiði minnar og er það vel!!!! Mér líður miklu betur og af því að ég er komin aftur niður á jörðina ætla ég að láta ykkur vita að við ætlum að taka þessu öllu með ró og spekt. Engar fánabrennur hér bara kveikt á kertum okkur öllum til handa.

Farin að hjúfra mig upp að mínum elskulega. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Eigðu ljúfa stund.
Heimurinn er svo breyttur með tilkomu internetsins. Við sem búum erlendis njótum þess að eiga greiða leið að fréttum. Öll samskipti við fjölskylduna eru léttari þegar hægt er að tala saman með webcam. 

Allir spekingarnir sem fram hafa komið undanfarna daga undra mig líka. Hví hófu þeir ekki upp raust sína fyrr??? 

Kærar kveðjur frá Als 

Guðrún Þorleifs, 28.10.2008 kl. 20:24

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Bróðir minn í Ástralíu "hringir" stundum í mig á Skypinu og fær allan svartsýnisbölmóðinn yfir sig frá mér.  Þar í landi þekkja menn upp og niðursveiflur og hann reynir að segja mér að þessir erfiðleikar muni vara í ca. 3 ár og svo verði allt betra, reynir að hughreysta mig og svona.....en ég er bara ekki meðtækileg nú um stundir.

Ég held að reiðin sem kraumar undir, sé kannski vegna þess að það lítur út fyrir að skellurinn sem við erum að verða fyrir er harðari en hann hefði þurft að vera vegna mannlegra mistaka og við viljum svör.  Og það er svo langt í frá að allir hafi tekið þátt í "góðærinu", og puttarnir sem benda á almenning sem "sökudólg" eru puttar þeirra sem bera mesta ábyrgð.  Ég er t.d. búin að bíða ansi lengi eftir þessum 7 góðu árum.  Ég mun samt seint taka þátt í fánabrennum.

Bestu kveðjur í fallega haustið í sveitinni

Sigrún Jónsdóttir, 28.10.2008 kl. 20:50

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Guðrún mín ég er löngu hætt að skilja þessa hringavitleysu.

Sigrún mín já hvað vitum við sauðsvartur almúginn þetta getur hellst yfir allan heiminn áður en við vöknum í fyrramálið.  Ég skil reiðina og ég skil sársaukann og finn til með fólkinu mínu heima. Og við viljum öll fá svör. Málið er að það þorir engin að segja sannleikann.  Allir svo hræddir um að missa stólinn sinn fína.

Ía Jóhannsdóttir, 28.10.2008 kl. 21:11

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gott þér líður betur mín kæra

Jónína Dúadóttir, 28.10.2008 kl. 22:14

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Í mér er sko enginn bölmóður og fjölskyldan mín sem er töluvert stór missir ekki svefn yfir þessum fréttum. Auðvitað skiljið þið okkur hér, en mér finnst landinn vera að missa sig í neikvæðni.  Allavega nenni ég ekki að taka þátt.  Héðan er semsagt allt gott að frétta   kærleikskveðja til þín elsku Ía mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 22:19

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fllott hjá þér.  Um að gera að skrifa frá sér pirringinn.  Ég gleðst líka yfir hverjum einasta Íslending (hvar sem hann er búsettur) sem ekki hefur misst sparnað og slíkt. 

Góða drauma mín kæra.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.10.2008 kl. 23:27

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Elsku Ía mín, ég nenni ekki einu sinni blogga, dett bara úr sambandi. Mér var svo mikið niðrifyrir um daginn að ég gerði tvisvar prentvillur í sama orði. Það gæti verið glæpur?

Það þýðir ekkert að vera í hártogun allan daginn út af svona smámunum, heldur standa keikur og láta ekkert berja sig niður. !x´M?5*+-7'9)0#3 Mr. Darling, halló!

Ég veit ekkert hver stækkaði textann, ein vænisjúk kveðjur 

Eva Benjamínsdóttir, 29.10.2008 kl. 01:46

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góðan daginn og takk fyrir góð innlegg og öll innlitin

Ía Jóhannsdóttir, 29.10.2008 kl. 08:37

9 identicon

 blessi þig..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 11:57

10 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Skil skil skil......

Tetta allt og svo er sagt:Tú átt svo gott ad vera ekki á íslandi núna.Tad er kannski satt en madur á jú  börn og fjölskyldu tarna uppfrá og tad eitt er bara nógu mikid til ad hafa áhyggjur af.

Eigdu gódann dag kæra Ía mín.

Gudrún Hauksdótttir, 29.10.2008 kl. 11:58

11 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 29.10.2008 kl. 12:12

12 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Eigðu ljúfa stund.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 29.10.2008 kl. 12:14

13 identicon

p.s. í Kiljunni í kvöld verður fjallað um bók Þráins sem hann trúlega lagði lokahöndina á hjá ykkur. Ég,ef mig skyldi kalla. Ég er mjög spennt.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:01

14 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir að láta mig vita Hallgerður mín. 

Anna og DK vinkonur takk fyrir innlitið

Ía Jóhannsdóttir, 29.10.2008 kl. 13:15

15 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Altaf gott að geta pústað Ía mín

Kristín Gunnarsdóttir, 29.10.2008 kl. 14:35

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía mín auðvitað vitið þið og eruð meðvituð um það sem er að gerast, þetta er jú landið sem þið bjugguð og fæddust á, engum er sama um landið sitt.
Svo eruð þið nú ekki vitgrönn, skil þig vel, þoli eigi heldur er sagt er svona við mig.

En ég tek undir að það verður að vera á léttu nótunum í þessu, en alvöruna skiljum við allavega þau sem muna tímana tvenna, og það geri ég sem ólst upp eftir stríð.
Knús í knús til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.10.2008 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband