Halló - vín / Halloween

Á morgun er minn dagur!  Og þá fer nornin hún ég á stúfana með öllu sínu hyski og málar bæinn rauðan.  Það er hægt að mála bæinn rauðan á marga vegu, þetta er líka spurning um hversu djörf/djarfur maður er í eðli sínu.

Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega djörf.

Er ekki alveg búin að plana daginn en samt að ég held, að hálfu leiti, og það verður minn dagur ekki spurning.  Minn elskulegi fær að slæpast með og e.t.v. einhverjir fleiri, sjáum bara til.

Þegar ég var krakki bakaði mamma ótal Hnallþórur á þessum degi og bjó til ekta súkkulaði úr Konsum blokksúkkulaði með þeyttum rjóma. 

 Ekki nokkur maður hafði þá heyrt um eitthvað sem hét Halló - vín enda bjuggum við á eyju sem stundum var ekki einu sinni merkt inn á kortið.  En það var alltaf hátíð þennan dag og húsið fullt af ömmum, frænkum, og nokkrum vinkonum úr hverfinu sem mamma valdi fyrir mína hönd, því ekki mátti maður bjóða hinum og þessum inn á heimilið. 

Nú eruð þið e.t.v. farin að skilja hvað ég er að þvæla um hér.  Nornin ég á afmæli 31. október.  Hvað ég er gömul?  Segi ykkur það ekki!

Ég slóst í hóp þeirra sem ríða sópum þegar ég flutti hingað út og kynntist þessum degi norna og seiðkalla.  Heheheh það var mér ótrúlega auðvelt!  Fædd í hlutverkið.

Við bjuggum í hverfi í átta ár þar sem margir útlendingar höfðu samastað.  Svona ,,Saterlight" hverfi eins og það var kallað í þá daga.  Mér fannst alltaf allt hverfið halda upp á daginn með mér og tók þátt í hrekkjavökunni af alvöru.  Fyllti skálar með nammi og skreytti allt með ljósum og draugaglingri.  Krakkarnir elskuðu að heimsækja nornina í Sadová.  Þegar árin liðu var fullorðna fólkið farið að koma með krökkunum því það vissi að innst í stofunni stóðu glös með kampavíni.  

Það var þá. Hrikalega skemmtilegir tímar.

Á morgun verður ekki hringt hér á bjöllu, ekkert ,,trikker treat"  Tékkanir eru ekki alveg búnir að læra þennan sið þrátt fyrir alla innrásina frá Ameríku og Bretlandi undanfarinn ár.  Þeir skreyta og selja Halloween skraut hér og þar, en börnin eru ekki alveg farin að læra að koma og berja að dyrum.  Ja alla vega ekki hér í sveitinni okkar.  

Nornin að Stjörnusteini ætlar sem sagt að halda daginn hátíðlegan á morgun.  Hvort ég ríð sköftum veit ég ekki, fer allt eftir veðri og vindum en skal lofa ykkur að ég skal elda seið og fara með nokkrar vel valdar línur úr nornarseið Macbeth.

Happy Halloween!

 

 

 

 

 

 


mbl.is Fólk hamstrar vín fyrir hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með afmælið kæra Ía mín.  Þú átt sama afmælisdag og uppáhaldspersónan í mínu lífi.....Amma Sigga fæddist 31. október 1883

Sigrún Jónsdóttir, 30.10.2008 kl. 22:32

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sigrún mín að eru bara útvaldir sem eru fæddir þennan dag heheh. Amma þín hlýtur að hafa verið merkiskona.

Ía Jóhannsdóttir, 30.10.2008 kl. 22:39

3 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Til hamingju með afmælið kæra Ía mín

Anna Ragna Alexandersdóttir, 30.10.2008 kl. 22:57

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Innilega til hamingju með daginn þinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2008 kl. 00:01

5 Smámynd: Jón Svavarsson

Til hamingju með daginn

Vildi bara senda þér hlýjar kveðjur frá Fróni á afmælisdegi þínum og eins staðreyndirnar segja, að fallegar konur eldast ekki þær eiga bara afmæli, innilega til hamingju unga huggulega kona     Kær kveðja Jón

Jón Svavarsson, 31.10.2008 kl. 02:47

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til hamingju með daginn mín kæra

Jónína Dúadóttir, 31.10.2008 kl. 05:51

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Glæsilega kona, hjartanlega til hamingju með afmælið!!! Megi dagurinn verða verulega skemmtilegur

Guðrún Þorleifs, 31.10.2008 kl. 06:16

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir kveðjurnar kæru vinir.  Dagurinn byrjaður og ég búin að setja seiðpottinn yfir hlóðirnar. Sem sagt morgunkaffið mitt.  Takk aftur.

Ía Jóhannsdóttir, 31.10.2008 kl. 08:15

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Til hamingju med daginn ekslu Ía.

Gerdu allt sem ég myndi ekki gera en tad er allt í lagi ad mála bæinn raudann

Megir tú eiga gódann dag mín kæra bloggvinkona.

Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 31.10.2008 kl. 08:19

10 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Til hamíngju með daginn elsku Ía mínLáttu stjana við þig á allan hátt dúllan mín

Kristín Gunnarsdóttir, 31.10.2008 kl. 09:05

11 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 31.10.2008 kl. 10:55

12 Smámynd: Brynja skordal

Innilegar hamingju óskir með Afmælið og hafðu yndislegan dag og góða helgi Elskuleg

Brynja skordal, 31.10.2008 kl. 11:09

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju með daginn Ía mín

Kristín Katla Árnadóttir, 31.10.2008 kl. 11:13

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með daginn Ía mín sporðdreki ertu eins og ég.
bara skemmtu þér af öllum lífs og sálarkröftum.
Kveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.10.2008 kl. 19:59

15 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Góda kvöldid Ía mín.Var ad koma úr vinnu og langadi bara ad bjóda tér góda nótt og ég vona ad tú hafir átt gódann dag med tínum.

Med  kvedju úr kvöldinu í Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 31.10.2008 kl. 21:08

16 identicon

Til hamingju með daginn frænka :) Vonandi hefurðu átt æðislegan dag.

Ragga (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 23:59

17 Smámynd: Gísli Blöndal

Afmælisdagar eru alltaf mikilvægir dagar - fyrir alla - alltaf.  Sumir þora bara ekki að viðurkenna það. Eru of kool. Til hamingju með daginn og kossar og knús bæði til þín og þinna

Gísli Blöndal, 1.11.2008 kl. 01:57

18 Smámynd: Gísli Blöndal

Hæ aftur Ía mín. Gleymdi að segja takk fyrir að fylgjast með mér og mínum og takk fyrir allar góðu hugsanirnar og kveðjurnar.

Gísli Blöndal, 1.11.2008 kl. 01:59

19 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir allar hýju kveðjurnar kæru vinir.

Ía Jóhannsdóttir, 1.11.2008 kl. 09:05

20 identicon

Ein síðbúin afmæliskveðja..Er það ekki með konur eins og vín,bara batna með aldrinum. Við þig vil ég segja þetta þú ert stórglæsileg kona, en það er auðvitað ekki á valdi þínu heldur ein af vöggugjöfunum frægu.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband