4.11.2008 | 11:24
Séra Siggi sér um sína!
Það er ekki að spyrja að þessum öðlingsmanni nú er hann búinn að fylla sendiráðið okkar í London af fisk og lætur landa okkar njóta góðs af. Þegar ég las fréttina fann ég alveg fisklyktina og sá fyrir mér fundarherbergið þar sem togaramyndir frá fyrri árum klæða veggina og fundarborðið svignar undan þorskinum.
Ég var heldur ekkert hissa að heyra að kirkjusókn væri góð og fólk kæmi langar leiðir tll kirkju. Ég var svo lánsöm að kynnast séra Sigurði og hans starfi þarna úti fyrir nokkrum árum og gleymi aldrei páskamessu sem við sóttum einu sinni. Hvert mannsbarn tók fullan þátt í messunni eins og ein fjölskylda. Dóttir okkar var í kórnum í smá tíma og heyrði maður oft hversu frábærlega Siggi hélt utan um allt sitt fólk.
Haltu þínu góða starfi áfram Siggi minn. Gerir ekkert til þó sendiráðið ,,ylmi" eins og gúanó í smá tíma þið loftið bara út þegar þetta er gengið yfir. Bestu kveðjur til ykkar allra.
Fiskað í íslenska sendiráðinu í London | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
Það er svo rétt hjá þér hann er öðlingur
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 11:39
Hehe, fiskur í boði. Ég er auðvitað með uppástungu um lamb. Djók.
Flott framtak hjá þessum mæta manni sem ég þekki hvorki haus né sporð á.
Knús.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.11.2008 kl. 11:45
Fallegt
Hulla Dan, 4.11.2008 kl. 11:48
Flott framtak hjá Sigga. Kveðja
Kristín Katla Árnadóttir, 4.11.2008 kl. 12:27
Góður prestur þarna á ferð. Annars hefur dóttir mín í London það mjög gott, þó svo að búið sé að segja henni upp í Landsbankanum, hún er nú sú nægjusamasta sem ég þekki og var bara í leiguhúsnæði með öðru ungu fólki og enginn íburður, sama er ekki hægt að segja um marga vinnufélaga. Það er námsfólkið sem ég hef mestar áhyggjur af. Hvernig er bakið í dag. ??
Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2008 kl. 12:53
Flott hjá séra sigga hafðu það ljúft Elskuleg
Brynja skordal, 4.11.2008 kl. 13:33
Flott
Jónína Dúadóttir, 4.11.2008 kl. 13:56
Prestar út um allar jarðir á kostnað Íslenska skattgreiðenda er gott dæmi um bruðl í ríkisrekstri. Þá er ég ekki að setja út á prestinn sjálfan hann er greinilega hinn vænsti maður.
Bríet (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 14:39
Kraftaverkunum haldið lifandi .. .. kannski þetta hafi upphaflega aðeins verið þrír fiskar (og þrjú brauð) eða hvað þetta var nú mikið! Mig langar í fisk af öllu þessu fiskitali, stappaðan með góðum kartöflum.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 14:57
Sigrún Jónsdóttir, 4.11.2008 kl. 15:30
Takk fyrir öll innlitin og góð orð kæru bloggvinir.
Bríet þessu verð ég að svara. Ég held þú vitir ekki alveg hvað þú ert að tala um hér. Prestarnir okkar sem starfa erlendis vinna mikið og þarft starf. Veit ekki hversu trúuð þú ert en oftsinnis hefði ég viljað hafa hér prest þegar landar okkar hafa orðið fyrir áföllum hér á ferðalagi, jafnvel fráfalli nánustu ættingja. Hugleiddu það.
Ía Jóhannsdóttir, 4.11.2008 kl. 15:49
Mikid er gott ad heyra af svona jákvædu starfi.Sigurdur tessi er örugglega mætasi madur og hugsar um nágungann.Langar svo í nýja ýsu.Hvernig er bakid mín kæra.
Eigdu gódann dag.
Gudrún Hauksdótttir, 5.11.2008 kl. 06:53
Ég segi nú fyrir mitt leiti að nauðsynlegt er að hafa presta erlendis og einnig er gott að hafa ræðismenn til að leita til ef þörf er á.
Gott og kærleiksríkt starf hjá þessum Sigurði.
Knús til þín Ía mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.11.2008 kl. 10:39
Gott hjá honum, alveg mundi ég vilja fá isl fisk, bara bestur.
Knus til þín Ía mín
Kristín Gunnarsdóttir, 5.11.2008 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.