6.11.2008 | 00:09
Þankar úr fjarlægð.
Ég sit hér og horfi inn í kertalogann. Það er myrkur allt í kring og það er myrkur í huga mínum.
Ég kveikti á kerti fyrir góðan vin okkar hjóna. Loginn flöktir, hann stendur líka kyrr og síðan flöktir hann aftur alveg eins og lífið sjálft. Ég veit líka að það þarf ekki nema lítinn gust til að það slökni á loganum og engin fær neinu þar breytt, en ef ekki gustar þá fær kertið að brenna niður hægt og sígandi en því miður er ekki alltaf svo.
Ég horfi inn í logann og minningar liðinna ára koma upp í hugann, allar góðar. Ég hugsa heim til æskuvinkonu minnar og það er svo sárt. Vildi að ég gæti tekið utan um hana og faðmað að mér og veitt henni einhverja huggun. Ég geri það í huganum og horfi inn í logann.
Doðinn sem heltók mig í morgun vill ekki hverfa.
Á föstudaginn höldum við heim á leið.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Vinir og fjölskylda, Samgöngur | Breytt s.d. kl. 00:10 | Facebook
Athugasemdir
Sigrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 00:30
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.11.2008 kl. 00:46
Veit ekki hvað gerðist en skynja andlát, hafðu það sem best elsku Ía mín, hugsa til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.11.2008 kl. 00:47
Jónína Dúadóttir, 6.11.2008 kl. 05:27
Samúðarkveðjur Stundum er erfiðara að vera fjarri sínum.
Kær kveðja frá Als
Guðrún Þorleifs, 6.11.2008 kl. 07:20
Svo fallegt
Ég samhryggist ykkur.
Hulla Dan, 6.11.2008 kl. 07:38
Samúdarkvedjur kæra Ía .Tá er madur langt í burtu...
Kvedja til tín.
Gudrún Hauksdótttir, 6.11.2008 kl. 08:02
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2008 kl. 08:59
Þakka ykur ölum fyrir hlýjar kveðjur
Ía Jóhannsdóttir, 6.11.2008 kl. 11:00
Eitthvað skolast til hér. Þakka ykkur öllum hlýjar kveðjur.
Ía Jóhannsdóttir, 6.11.2008 kl. 11:01
Þetta er dapurt að heyra Ía mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 6.11.2008 kl. 11:08
Ég votta þér samúð mína Ía mín og megir þú eiga góðu minningarnar áfram og hlýlega heimkomu. :)
Eva Benjamínsdóttir, 6.11.2008 kl. 13:43
Ég vottaþér svo ynnilega samúð Ía mín. Góða ferð heim
Kristín Gunnarsdóttir, 6.11.2008 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.