Skemmtilegur hittingur í Berlin annað kvöld.

Þá skal haldið heim á leið.  Ég komst að því í dag þegar ég var að pakka niður að ég þarf tilfinnanlega að endurnýja fataskápinn og ekki verra að vera fara heim því þá get ég ef til vill slegið tvær flugur í einu höggi, dressað mig upp og um leið lappað aðeins upp á gjaldeyrisskortinn í heimalandinu. 

Ég er alla vega harðákveðin í því að reyna að gera mitt besta.

En talandi um að pakka niður í ferðatösku, mikið óskaplega finnst mér það leiðinlegt verk.  Veit aldrei hvað ég vil hafa með mér, hvað er nauðsyn eða hvað er óþarfi.  Yfirleitt pakka ég óþarfa hlutum og borga svo yfirvigt fyrir allt draslið.

Þetta er bara til þess að búa til leiðindi á milli hjóna skal ég segja ykkur.

Var voða skynsöm núna, enda á ég ekkert til skiptana eins og ég var búin að segja.

Þar sem við vorum búin að ákveða að keyra til Berlinar um helgina þá slógum við bara til og keyptum okkur flugmiða frá Köben.  Þannig að við keyrum þangað og skiljum bílinn eftir og fljúgum þöndum vængjum heim með Icelandair ja svo framalega sem það eðalfélag verður lifandi á mánudaginn.

Annað kvöld verður skemmtilegur hittingur í Berlin en þá ætlum við að knúsa vini okkar Þráinn Bertelsson og frú Sólveigu alveg í klessu, en þau eru stödd þarna í borginni núna. Mikið rosalega hlakka ég til að hitta þau heiðurshjón og kryfja þjóðmálin til mergjar yfir góðum kvöldverði.

Þetta verður nú ekki skemmtiferð til heimalandsins í þetta sinn eins og þið vitið sem hafið lesið síðustu færslu mína en lífið heldur áfram ekki satt?

Kíki inn þegar ég má vera að næstu daga og glamra ef til vill líka á lyklaborðið.

Eigið góða helgi kæru vinir.

BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ !!!!!!!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Bið að heilsa Þránni, ef hann man eftir mér.....ætlaði að gera hann að formanni á sínum tíma....en það gekk ekki eftir, því er nú ver

Sigrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 23:16

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Nei, þingmanni, en hitt hefði verið flott.....Formaðurinn kom í veg fyrir það

Sigrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 23:17

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Skila því Sigrún mín. Heheheh þingmaður, sá held ég mundi hrista upp þar núna.  Skal lofa þér að þetta á eftir að verða þrusu skemmtilegt kvöld enda nóg um að ræða.  BB - DO og alla hina jólasveinana.

Ía Jóhannsdóttir, 6.11.2008 kl. 23:26

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góða ferð og villtu vera svo væn að segja Úje við hann Þráinn frá mér.

Hahaha.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2008 kl. 23:57

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Góda skemmtun í fallegri borg Berlín med vinum tínum sem ég tekkji einungis frá fjölmidlum  og bókum hans.

Verst ad búa ekki nær flugvellinum í Køben til ad fá ykkur í kaffi og spjall.

Tad verdur einhverntímann.

kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 7.11.2008 kl. 07:45

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 7.11.2008 kl. 08:02

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gaman hjá ykkur að hitta gott fólk í Berlín. Berlín er svo frábær borg og að hafa góða vini með sér þar er toppurinn  
Svo leiðin liggur um túnfótinn hér við Als. Sniðugt. Varandi það að hjálpa til við að auka gjaldeyrisforðann þá styð ég slík verkefni. Var persónulega í þannig leiðangri ekki fyrir svo löngu og lagði mitt af mörkum. Til að bæta um betur sendi ég svo minn betri helming í svipaðan leiðangur en kannski stórtækari á mánudaginn. Icelandair varð fyrir valinu enda hitt ekki á vinsældalista okkar eftir lélega þjónustu í sumar þar sem ekki ótti einu sinni ástæða til að segja okkur þykir þetta leitt eða afsakið óþægindin

Guðrún Þorleifs, 7.11.2008 kl. 08:37

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Falleg borg Berlín, góða skemmtun með vinunum og góða ferð heim Ía mín

Kristín Gunnarsdóttir, 7.11.2008 kl. 09:34

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða ferð Ía mín og gangi ykkur vel.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.11.2008 kl. 10:18

10 Smámynd: Brynja skordal

Góða ferð og hafið það ljúft Elskuleg

Brynja skordal, 7.11.2008 kl. 11:49

11 Smámynd: Hulla Dan

Ú en gaman.

Það er líka hittingur hjá mér á morgunn og ég á afskaplega erfitt með að bíða
Keyrið varlega.

Hulla Dan, 7.11.2008 kl. 14:36

12 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 7.11.2008 kl. 15:07

13 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Flott hjá ykkur, góða ferð Ía mín og skemmtið ykkur nú vel meðan kostur er!!!

Eva Benjamínsdóttir, 7.11.2008 kl. 23:57

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Kveðja frá LANDI ÍSA.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.11.2008 kl. 06:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband