25.11.2008 | 11:25
Hvað með þessa ,,jólasveina" sem komu okkur á kaldan klakann?
Öll umræða snýst um hvort ríkisstjórnin og Seðlabankastjórn eigi að sitja eða standa upp. Tillagan feld í þingi í gær. Borgarfundur í Háskólabíó þar sem kona nokkur hafði það af að láta alla leppalúðana standa upp, flott hjá henni en hvað gerðist, þeir settust jú aftur og sitja sem fastast.
Væri ekki nær eins og Ólína Þorvarðar bendir á á bloggi sínu að láta jólasveinana sem komu okkur á kaldan klakann sitja fyrir svörum fólksins í landinu. Þeir halda áfram að kaupa sín eigin gjaldþrota fyrirtæki og bankarnir láta það viðgangast. Aðeins útvaldir fá að bjóða í þessi fyrirtæki. Ekki það að ég hefði áhuga á þessum leikföngum þeirra en það gæti verið fólk þarna úti sem hugsanlega vildi og gæti keypt þrotabúin. En þessu er öllu haldið kyrfilega inn í hellinum hjá Grýlu og Leppalúða.
Luxushótel í frönsku ölpunum, einkaþota og snekkja virðast vera skráðar á eiginkonu og þetta fína lið heldur áfram veislunni eins og ekkert sé.
Allir jólasveinarnir fara sér hægt á fjöllum og forðast byggð því þar er mannfólkið og það er reitt, sárt og úrræðalaust sumt hvert.
Hvar eru jólasveinarnir? Eru þetta e.t.v. þeir hér á myndinni á leið í næstu veislu?
Frostköld jólastemning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
"þessir jólasveinar" fá að valsa óáreittir meðan núverandi stjórnvöld sitja. Þetta eru jú sömu stjórnvöld og lofsungu þeirra "dugnað" og hleyptu þeim óhikað að sparifé þjóðarinnar
Svo geta stjórnvöld ekki einu sinni komið sér saman um hverjir eru mestu skúrkarnir, því meðan annar stjórnarflokkurinn lofsyngur t.d. Bjöggana, er hinn stjórnarflokkurinn t.d. í nauðvörn fyrir Baugsmenn .
Eitt af því sem þarf að rannsaka er, hverjir borguðu hvað í kosningasjóði flokkana, þá vitum við hverjir eru hverjum háðir.
Á þessu mun enginn taka, nema "óháð" utanþingsstjórn.
Sigrún Jónsdóttir, 25.11.2008 kl. 11:59
Gaman að heyra frá þér Hippó minn.
Rétt Sigrún og hvað er rannsóknanefndin hans BíBí að gera? Er ekki kominn tími til að heyra frá þeirri fínu nefnd?
Ía Jóhannsdóttir, 25.11.2008 kl. 12:04
Ég treysti ekki núverandi stjórnvöldum til að taka til í spilltu kerfi sem þeir tengast sjálfir inn í að einhverju leyti.
Þess vegna kosningar í vor.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.11.2008 kl. 13:26
Ég mundi ekki treista þessum vitleisíngum fyrir neinu, það er rett viðurnefni, þetta eru bara jólasveinar og ekkert annað
Kristín Gunnarsdóttir, 25.11.2008 kl. 14:31
Mín skoðun er sú að það eigi að gefa þeim tíma til að sýna hvort það býr í þeim döngun til að rétta úr kútnum. Kær kveðja til þín elsku Ía mín
Ásdís Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 17:50
Sammála !
Jónína Dúadóttir, 25.11.2008 kl. 17:57
Kosningar í vor og hún Margrét var frábær á fundinum.
Kveðja
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.11.2008 kl. 19:25
Tek undir orð Ásdísar og Hippó. Ææææ þetta er ein allsherjar martröð. Verst að hún er raunveruleg
Guðrún Þorleifs, 25.11.2008 kl. 23:03
Vil kosningar í vor. en að öðru leiti er ég sammála þér þetta er leiðigjarnt allt, ekki síst vegna þess að fólk hefur engin áhrif. Eigðu góðan dag ljúfust.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 07:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.