Ég bara trúi þessu ekki! Ætti ég að láta útbúa stimpil?

Tuttugu og einn dagur til jóla og fyrsta jólakortið kom í póstkassann okkar í gær yfir hafið frá Íslandi!   Ég fór alveg í hnút!  Er virkilega kominn tími á jólakortavesen.  Getur bara ekki verið, ég á eftir að gera svo ótal margt áður en ég sest við skriftir.

Það er nefnilega algjör serimonía hjá mér við skrif jólakorta. Verð að taka það fram að minn elskulegi kemur ekki nálægt þessu, hvorki kvittar undir hvað þá að líma á frímerkin. Sem sagt búinn að komast undan þessu veseni í yfir þrjátíu ár! 

 Sko það sem ég vildi sagt hafa.  Allt þarf að vera orðið jólalegt innanhúss.  Ég kveiki á ótal kertum, set ljúfa jólatónlist í græjurnar og bjarminn frá arineld leikur um stofuna.  Síðan hefst ég handa við að skrifa öllum persónuleg kort og  annál ársins með sem ég hef sett saman á tölvuna og skelli með, ekki bara á mínu móðurmáli heldur ensku líka.  

Sko þetta er auðvitað BILUN!!!!

Það er nú líka önnur stór bilun í gangi hér það er hvað við höfum sankað að okkur mörgum ,,JÓLAKORTAVINUM " í gegn um tíðina.  Ég sendi um 150 kort út um allan heim.  

ÞETTA ER RUGL!!!!!!

Á hverju ári strika ég svo og svo marga út en alltaf skal sami fjöldi bætast við. ´

Í fyrra ákvað ég að hafa annálinn í styttra lagi því mér fannst bara þeir sem nenntu að fylgjast með okkur gætu gert það hér á blogginu.  Það helltust yfir mig kvartanir eftir áramótin.  Djöf...frekja í þessu fólki, halda það að maður hafi ekkert betra við tímann að gera en að setja saman skemmtisögur handa þeim í jólakortin!   Tounge´Mér var meir að segja tilkynnt það að ég hefði bara eyðilagt JÓLIN fyrir fjölskyldunni og hvernig haldið þið þá að mér hafi liðið, þessi samviskusama kona sem ég er?   HRÆÐILEGA  eitt orð.Tounge

Sko nú er ég að hugsa og ætla að hugsa vel og lengi áður en ég tek ákvörðun um annál eður ei svo og líka, hvort ég get ekki skorið þetta aðeins niður í ár.  Má samt ekki hugsa of lengi vegna þess að tíminn flýgur þessa dagana.

Eitt sinn datt mér í huga að láta búa til stimpil sem ég gæti bara skellt inn í kortin með svohljóðandi:         Gleðileg Jól, Ía. Þórir og börn.

Ef ég hefðii gert það hefðu símalínur logað og fólk sem annars aldrei hefur samband mundi eyða í það að hringja yfir hafið og senda mér tóninn.Halo

Jæja ég ætla að leggjast undir fiðuna eins og ein vinkona mín orðar það og hugleiða málið.

Nenni ég þessu yfir höfuð og hver er tilgangurinn að senda einhverjum JÓLAKORTAVINI kveðju sem ég hef ekki séð í tugi ára?   Bara fyrir prinsippið?  

Farin að hugsa djúpt.Woundering

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég skrifa allta annál fyrir þá sem búa erlendis, aðrir fá mismunandi kveðju, eftir því hvort ég hef hitt viðkomandi á árinu, eða verið í sambandi.  Gangi þér vel í skriffinnskunni, mig vantar rauðvín til að geta byrjað.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.12.2008 kl. 20:23

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já ég gleymdi að geta þess, auðvitað er ég með rauðvín í glasi hehehhe.....

Ía Jóhannsdóttir, 3.12.2008 kl. 20:30

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Sé á lýsingunni þinni að ég gæti sest við skriftir, en þess þarf ég ekki. Lét útbúa stimpil fyrir löngu. Guðrún Barði börnin 

Bílifmíornot

Guðrún Þorleifs, 3.12.2008 kl. 20:49

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheh góð Guðrún.

Ía Jóhannsdóttir, 3.12.2008 kl. 21:30

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá dugleg kona.  Taktu því samt rólega.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.12.2008 kl. 23:31

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Jólakortin eru eitt af því, sem ég hef orðið að skera niður.....það var erfitt fyrst...en það vandist

Gangi þér vel við þín skrif.....í þessari ljúfu stemmingu

Sigrún Jónsdóttir, 4.12.2008 kl. 00:13

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sendi bara þeim sem sendu mér á árinu á undan... og svo nokkrum í viðbót... og svo er ég alltaf komin í miklu fleiri kort en ég ætlaði að senda í upphafi...

Jónína Dúadóttir, 4.12.2008 kl. 07:09

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jenný já ég er sallaróleg eftir góðan svefn, samt engin niðurstaða.

Sigrún já þetta er rosa átak heheheh

Jónína sko pósturinn okkar hefur ekki við að bera hingað póstinn í desember og ég sendi bara þeim sem ég fékk frá í fyrra en við hljótum bara að vera svona vinsæl hehehehh

Ía Jóhannsdóttir, 4.12.2008 kl. 07:43

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er alveg skelfileg þegar kemur að jólakortum, sendi sum jól og önnur ekki! en ætla að reyna að senda einhver núna

Eigðu góðan dag Ía

Huld S. Ringsted, 4.12.2008 kl. 09:01

10 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

'Eg geimi jólakort frá ári til árs og sendi bara þeim, margir senda bara jólakort bá netinu, mér fynst nu persónulegra að senda þetta á gamla máta

Kristín Gunnarsdóttir, 4.12.2008 kl. 11:40

11 identicon

Um þetta hef ég hugsað árum saman og nú er svo komið að ég fæ eitt kort! Og er þó vinamörg kona. Enda líka þegar maður er drifin áfram af einhverju sem kalla má kvöð? Er það þá að virka? Nei.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 12:45

12 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Já talandi um jólakort það er nokkuð sem ég á eftir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 4.12.2008 kl. 14:08

13 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég skil þig vel, hér á Akureyri er orðið óskaplega jólalegt og fallega skreyttur bær hreyfir við manni. - En ég hafði ekki hugsað til þess að tími jólakortanna væri kominn.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.12.2008 kl. 16:31

14 identicon

Ef þetta er svona mikið vesen - því þá að vera að þessu ? Á ekki að senda jólakveðjur með réttu hugarfari ?

Helga (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 18:38

15 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sæl Helga.  Það er einmitt meinið, að senda með réttu hugarfari!

Ía Jóhannsdóttir, 4.12.2008 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband