17.12.2008 | 13:27
Takk fyrir að hnippa í mig Moggamenn.
Enda sit ég hér sveitt við og hamast eins og rjúpan við staurinn að klára þetta vesen svona á milli annarra heimilisþarfa. Það er þetta líka með nennuna, hún hefur tekið upp á þeim leiða sið að yfirgefa mig einstaka sinnum með árunum. Annars er ég nú ekkert fyrir að skilja eftir hálfgerða hluti svo ég klára dæmið fyrir 19. des. ekki málið.
Svo af því ég er í pásu þá vil ég bara biðja ykkur um að muna eftir smáfuglunum.
Hér koma tvær hugmyndir sem auðvelt er að setja upp útivið og tekur engan tíma og þarf ekki að hugsa meir um fram á vor því eins og þið sjáið er af nógu að taka.
Þetta er jólakúla smáfuglanna og þarna má líta hnetur, rúsínur og fl. góðgæti.
Eplatré smáfuglanna. Fersk epli en skerið í nokkur þeirra vegna þess að litlir goggar eiga erfitt með að komast í gegn um börkinn.
Farin að halda áfram með jólakveðjurnar.
Síðasti skiladagur jólapósts 19. desember | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Umhverfismál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Yndislegt alð sjá hvernig þú fóðrar litlu fuglana, ekki slæmt að vera fugl í þínum garði. Vertu nú dugleg að skrifa kortin. Ég er búin
Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2008 kl. 13:29
Fallegt. Jólakveðjur til Tékkó.
Bergur Thorberg, 17.12.2008 kl. 13:40
Er enn í pásu Ásdís minn elskulegi kom heim og þá þarf aðeins að spjalla.
Auður þetta er plastnet og bundið saman með fléttuðu basti. Svona föndurbasti.
Sömuleiðis Bergur minn.
Ía Jóhannsdóttir, 17.12.2008 kl. 13:55
Vildi bæta við Auður að þetta er svona álíka stórt og handbolti. Góða skemmtun í föndrinu þið sem nennið.
Ía Jóhannsdóttir, 17.12.2008 kl. 13:58
Ía mín, ef ég hefði garð þá feingju fuglarnir kulur að narta í. 'Eg gaf þeim altaf allan veturinn þegar ég hafði garð, það var svo gaman að horfa á þá út um gluggan að fá sér í goggin. Kærleikur til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 17.12.2008 kl. 15:25
Gangi þér vel í skrifunum og fínar fuglafóðurshugmyndir.
Kær kveðja frá þessari á lokasprettinum
Guðrún Þorleifs, 17.12.2008 kl. 16:35
Flott hugmynd þessi kúla og allar skreytingar yndislegar.
Ljós og gleði til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.12.2008 kl. 17:25
Jónína Dúadóttir, 18.12.2008 kl. 08:32
hæ ía!
ertu ekki með e-meil? ég þarf að senda þér smá póst sem ég vil ekki skrifa hér á netinu.
Börkur Gunnarsson, 18.12.2008 kl. 15:28
Búin að senda þér Börkur.
Ía Jóhannsdóttir, 18.12.2008 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.