Að gera nákvæmleg ekki neitt en verða örmagna.

Ég skil alveg svona hugarástand í svefni, eða næstum því.  Tounge  Blessuð konan að hafa annað hvort verið tölvunörd með síþreytu eða svo einmanna og langþráð eftir parý að hún skellti smá færslu hálf sofandi.

Ok nenni nú ekki að velta mér yfir þessu lengur en langaði í framhaldi að segja ykkur hvað maður getur orðið hrikalega þreyttur að gera nákvæmlega ekki neitt!

Eftir frekar stuttan nætursvefn sl. nótt vaknaði ég og ákvað að gera ekki neitt til klukkan ellefu en þá yrði ég að keyra sjálfa mig niðrí bæ því ég átti litun og klippingu hjá eðalklippara borgarinnar honum Honsa.  Sko það er eins gott að hafa tímann fyrir sér hér í jólatraffikinni  en ég var komin tímalega og randaði smá í nærliggjandi götu, svona gluggaverslunarleiðangur. 

Mætti stundvíslega.  Varð að bíða í hálftíma áður en ég komst í stólinn.  Allsherjar gjörningar gerðir á hárinu og eftir þrjá og hálfan tíma (án sígó) stóð ég upp eins og ný manneskja um hausinn en með hrikalega sárann afturenda.  Keypti rándýrt shampoo og næringu frá Hollywood og fór út, vil ekki segja ykkur hvað það kostaði því ef ég yfirfæri þetta á ykkar auma gengi þá mynduð þið fá flog! 

Nú átti ég klukkustund þar til ég átti að mæta í næsta dekur og maginn hrópaði á mat!  Ég fór inn á næsta veitingastað og pantaði mér heitt súkkulaði og gulrótarköku.  Þjónninn sem þekkti mig horfði á mig stórum augum þar sem ég hámaði í mig gúmmelaðið en brosti öðru hvoru voða sætt til mín eins og hann vildi segja:  Jæja vinkona er ástandið svona eftir að þú seldir Reykjavík, gefur kallinn þér ekkert að éta? 

Nú var ég komin í tímaþröng! Reikninginn í hvelli og bauð gleðilega hátíð og út!

Bíllinn var á sínum stað.  Ég veit aldrei hvort það er búið að toga bílinn minn í burtu af því ég legg alltaf ólöglega og stöðumælir er ekki til í mínum orðaforða, ja nema núna í augnablikinu.

Umferðin var til að gera alla hálf vitlausa sem venjulega eru með fulle fem!  Ég náði samt upp í Prag 6 áður en klukkan sló fimm og hljóp inn í Spaið sem er ekkert smá huggó, þið vitið svona Tai dót út um allt og ljúf mussik og svo tala allir á lágu nótunum.  Dísús hvað ég á stundum erfitt með að tala á lágu nótunum. 

En ég andaði djúpt og lagðist endilöng upp á bekkinn sem var notalega heitur.  Þarna eru bekkirnir hitaðir á veturna.  Sko ekkert slor.  Kertaljós og austurlenskur ilmur kemur manni í annan heim.

Tveggja tíma andlitsbað og ég var orðin svo þreytt í öllum skrokknum að mér var helst í hug að panta mér heilnudd á eftir.  Að liggja eins og kæst Skata í tvo tíma og láta dúlla við sig hljómar eins og himnaríkismeðferð en minn eðal skrokkur er bara orðinn svo vanur öllu amstrinu síðustu daga að þetta var hreinlega to much!  Fyrirgefðu Þráinn minn smá sletta.

Ég afþakkaði alla föðrun á eftir og skakklappaðist út í bíl og setti í gang.

Elsku bíll taktu mig nú heim án allra skakkafalla.  Please!  Önnur afsökun til Þráins.

Og eftir nákvæmlega 45 mín  á 160 km hraða var ég komin heim og er nú aðeins að ná mér niður eftir erfiði dagsins.Wink

Ég vona að ég gangi ekki í svefni í nótt og bjóði til veislu en það væri svo sem alveg eftir mér.

 

 

   


mbl.is Bauð sofandi í kampavínsveislu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skil alveg að þú skulir vera uppgefin

Jónína Dúadóttir, 20.12.2008 kl. 07:59

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Halda sér á mottu á meðan sofið er Ía mín.  Muna það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.12.2008 kl. 09:22

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ég væri nu bara lögst í rúmið eftir þetta alt, Hafðu það gott Ía mín. Kærleikur til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 20.12.2008 kl. 10:13

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

160 km. hraða?

Ég er rosalega lítið fyrir svona "dekur".  Afþakka alltaf höfuðnuddið, þegar ég fer í klippingu.....en er samt alltaf til í axlanudd frá strákunum mínum

Þú mátt alveg setja mig á "drauma" boðslistann

Sigrún Jónsdóttir, 20.12.2008 kl. 11:33

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já Jónína er núna fyrst að ná mér.

Jenný ég á alveg rosalega erfitt með að halda mig á mottu.

Nei Kristín maður gefst nú ekki upp fyrr en í fulla hnefana.

Sigrún þú ert komin á listann.

Ía Jóhannsdóttir, 20.12.2008 kl. 12:07

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Auður góð spurning

Ía Jóhannsdóttir, 20.12.2008 kl. 12:08

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Veit um mann sem gekk svona í svefni, fór út heilsaði nágrannanum, settist upp í bílinn sinn og startaði bílnum, fór svo út til að laga útvarpsstöngina eitthvað,  þá renndi löggan framjá og stoppaði og fór að tala við manninn, og löggunni fannst hann eitthvað málglaður svo þeir báðu hann um að koma upp í bílinn til sín, og hann gerði það og þá vaknaði hann. 

Og skildi ekkert í hvað hann var að gerasitjandi í aftursæti lögreglubíls í náttbuxum og ber að ofan.   Þeir fóru með hann upp á stöð,  og þaðan í blóðprufu, en ekkert fannst athugavert í blóði mannsins. - Og þetta hefur gest aftur og aftur.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.12.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband