Afi é er a koma till-ín!

Klukkan var að verða hálf sjö í morgun og lítill gutti hringdi í afa sinn til Prag.  Hann var staddur í Leifsstöð með foreldrum sínum á leið til afa og ömmu sín.

Eitthvað hefur hann nú verið lúinn blessaður því eftir þessa setningu var hann farinn úr símanum og þá heyrðist í mömmunni:  Þórir Ingi minn ekki liggja í gólfinu.

Þetta verður langur dagur fyrir lítinn skriðdreka þar sem þau lenda ekki hér fyrr en hálf níu í kvöld. Ég býst nú við því að minn verði nú ekki par hrifinn þegar hann lendir í Köben og enginn afi að taka á móti honum.

En langþráður dagur er runninn upp. 

Nú færist líf og fjör yfir Stjörnustein.

Ætla að fara að hitta jólasveininn og sjá hvort hann á ekki eitthvað í skóinn handa tveggja og hálfs árs ömmustrák.

Njótið nú síðasta sunnudags í aðventu og elskið hvort annað.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Yndislegt að þið séuð að fá fjöldskylduna til ykkar Ía mín, njótið þess að vera saman. Littli kútur verður örugglega yfir sig þreittur eftir langt ferðalag en verður samt gott að koma til ömmu og afa. Jólakveðjur til ykkar

Kristín Gunnarsdóttir, 21.12.2008 kl. 08:44

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía mín hugsaðu þér hvað þetta er yndislegt, á meðan við getum haldið í það að hafa þau hjá okkur, en svo breytist þetta, man bara hvað það var erfitt fyrir mömmu gömlu mína að hætta að hafa okkur, en er á meðan er og njótum þess.
Kærleik til þín og þinna

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.12.2008 kl. 09:12

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 21.12.2008 kl. 11:02

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Oh...hvað ég skil þína tilhlökkun Ía mín.  Vona að ferðalangar eigi góða ferð

Sigrún Jónsdóttir, 21.12.2008 kl. 11:25

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 21.12.2008 kl. 12:33

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gleði, gleði!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.12.2008 kl. 12:46

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með þetta elska Ía.  Gleðst fyrir þína hönd.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.12.2008 kl. 16:41

8 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ljúft að fá fólkið sitt til sín á gleðilegum jólum

Góðar stundir.

Guðrún Þorleifs, 21.12.2008 kl. 23:09

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég fékk danska soninn heim í kvöld, þvílík hátíð. Njóttu jólanna elsku Ía mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2008 kl. 23:10

10 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Samgleðst þér Ía mín, þetta hlýtur að vera dásamlega gaman að fá ungana yfir hafið og heim í Stjörnustein.

Ég lenti í miklu barsli í færslunni minni í dag, veit ekkert hvað ég gerði rangt en það endaði á einn veg ég eyddi öllu og byrjaði uppá nýtt...viltu kíkja við áður en stráksi kemur, sorry en please!

Eva Benjamínsdóttir, 21.12.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband