30.12.2008 | 21:30
Klúður á klúður ofan á næst síðasta degi ársins 2008
Þegar maður byrjar á því að klúðra einhverju í byrjun dags þá er bara eins og enginn endi sé á ósköpunum. Þannig er þetta búið að vera hér í dag. Eiginlega allt sem ég hef tekið mér fyrir hendur hefur einhvern vegin klúðrast.
Fyrst Mogginn í morgun. Af hverju má ég ekki bara nota gamla systemið heldur en þetta nýja síðuflett. Óþolandi, sem sagt nennti ekki að lesa blaðið í morgun.
Síðan er ég aftur búin að skrá mitt rétta nafn svo ég geti nú verið með í umræðunni. Ég byrjaði að blogga undir fullu nafni en af því að ég hef verið kölluð Ía frá fæðingu og flestir þekkja mig undir því nafni þá er það mér miklu eðlilegra. Finnst alltaf þegar fólk gólar á mig INGIBJÖRG að ég hafi gert einhvern óskunda af mér. Svo ef einhver af vinum mínum hér vogar sér þá hreinlega brjálast ég, bara svo þið vitið það.
Hvernig haldið þið að það hafi verið öll skólaárin þegar kennarar kölluðu upp nafnið mitt og ég fékk alltaf hland fyrir hjartað. Guð, hvað gerði ég nú af mér? Humm.. ja ég gerði víst ýmislegt af mér í skóla svo ekki skrítið að lítla hjartað hafi tekið aukaslag.
Þegar ég fór að taka aðeins til í ísskápnum og henda afgöngum sem enginn vildi setti ég skál með pasta, sósu og kjúlla á borðið, hugsaði um leið: Ætti að henda þessu núna strax í ruslið. Mikið vildi ég að ég hlustaði einhvern tíma á minn innri mann, sko í alvöru. Ég veit yfirleitt fyrir þegar óhöppin gerast. Eftir tíu mínútur var skálin enn á borðinu og ég slengdi einhverju úldnu gænmeti í poka auðvitað beint í skálina og gumsið þeyttist út um allt eldhús.
Ég setti hangikjötið yfir, það er ekki hægt að klúðra suðu á hangikjöti svo það reddaðist. Hér borðum við alltaf flatkökur með hangikjöti með kampavíninu klukkan 12 á gamlárskvöld.
Þá tók ég til við að gera Grand ostaköku sem mér finnst líka ómissandi. Viti menn mig hafði misminnt ostamagnið svo þarna stóð ég aðeins með helming af rjómaosti svo ég bara reyndi að minnka allt draslið um helming. Veit ekkert hvernig hún verður á morgun, kemur í ljós.
Þá var það laxapaté með kavíar. ´Hafði keypt 300 gr af reyktum laxi en þegar ég var búin að roðfletta þá voru þetta ekki nema 175 gr. Dísús hvað ég var orðin pirruð og svo hafði ég auðvitað gleymt að kaupa kavíar. Ég drullaði einhverju saman, ætli þetta fari ekki beint í ruslið á morgun. Sjáum til.
Á meðan ég var að bardúsa þetta þá hafði ég það af að hella úr tveimur fullum kaffibollum og stóru glasi af kók út um allt eldhús á innan við klukkutíma, geri aðrir betur!
Það besta við allt þetta er að ég var eiginlega að laga þessa bévítans ostaköku og paté fyrir mig sjálfa, held að heimilisfólkinu finnist þetta ekkert spes.
Farin með Árna Þórarins í rúmið. Hann getur ekki klikkað, eða hvað?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Úff sumir dagar eru bara svona, alltaf gott þegar þeir eru á enda ég er viss um að þetta verður allt saman bragðgott á morgun
Huld S. Ringsted, 30.12.2008 kl. 21:38
Morgundagurinn getur bara orðið betri
Jónína Dúadóttir, 30.12.2008 kl. 23:34
Ha ha ha . . . er eldhúsið á hvolfi eftir kaffi og kók? Sorrý en mér finnst þetta voðalega fyndið, enda ekki ég sem lenti í þessu. Kannski á þér eftir að finnast þetta fyndið einhvertímann. Spurning eftir hve langan tíma.
Ég er líka að verða "ólögleg" á blogginu því ég sleppi upphafsstaf í millinafni og dóttir í föðurnafninu. Agaleg manneskja Sé ekki að þetta breyti miklu, því oft er ég ekki með bloggið mitt tengt þannig að það sjáist á mbl.is og aðeins þrisvar hef ég tengt blogg við frétt á þessum tveimur árum sem ég hef hökt hér.
Kveðja úr iðjuleysi á Als
Guðrún Þorleifs, 30.12.2008 kl. 23:36
Æ sumir dagar eru bara hreinlega ekki manns dagar......tad er ekki eins og madur hafi ekki lent í svona dögum ,gerir mann mjööööööög pirrada.Maturinn verdur örugglega sá besti og svona verda oft nýjar uppskriftir tilTannig ad Fátt er svo med öllu illt ad eigi bodi nokkud gott mín kæra.
Hjartanskvedja frá Jyderup.
Gudrún Hauksdótttir, 31.12.2008 kl. 05:32
Elsku Ía mín (frú Ingibjörg)
Óska ykkur öllum á Stjörnusteini (líka voff voff) alls hins besta á nýju ári.
Takk f. yndisleg kynni og ógleymanlegar samverustundir .
Tala við þig þegar ró færist yfir.
Rembingskossar frá Vínarborg
Þín SH
Sigga Vín (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 10:41
Þetta kalla sumir "Spiral Effect" .. sem betur fer virkar þetta líka þegar dagur byrjar vel - þá yfirleitt heldur það áfram. Við eigum því að vakna og líta í spegil og segja "Mikið rosalega verður þetta góður dagur" ..(SECRET hehe)
Þetta fer nú örugglega allt vel að lokum og verður gómsætt og girnilegt hjá þér!
Takk fyrir bloggvináttu á árinu 2008!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.12.2008 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.