Senn kveðjum við árið 2008

Hér næða engir vindar.  Það er froststilla og sólin skín hér á milli trjátoppa. Síðasti dagur ársins ætlar að kveðja með því að skarta sínu fegursta vetrarveðri hér að Stjörnusteini.

Við tölum um að nú fari daginn að styttast um hænufet.  Árið 2008 fannst mér nú ekki fara hænufetin.  Leið allt of hratt að okkar mati.  Sjálfsagt er þetta aldurinn sem farinn er að segja til sín. 

Árið hefur verið okkur gott og gjöfult og margs að minnast og þakka fyrir.

Þessi áramót verða sjálfsagt aðeins öðru vísi en undanfarin ár þar sem við höfum alltaf haldið áramótin niðri í borginni meðal fjölda vina og stundum ættingja en nú verðum við aðeins fimm hér í sveitinni. Egill og Bríet koma síðan á morgun og gleðjast með okkur.  Þannig að við ákváðum að kveikja ekki í brennunni fyrr en þá svo allir geti notið.

Á tímamótum verð ég alltaf dálítið meir og vatna músum yfirleitt um tólf þegar við syngjum saman Nú árið er liðið í aldanna skaut.  Það er eins og ég eigi alltaf jafn erfitt með að skilja við gamla árið.  Hef nú samt aðeins lagast með árunum sem betur fer.  Kallar maður það ekki að þroskast frá hlutunum. Held það bara dúllurnar mínar. 

 

ÁRAMÓT

Senn kveðjum við árið og höldum á framandi haf

hins hverfula rúms og tíma.

En gætum þess fengs er forsjónin okkur gaf

uns fellur hin hinsta gríma.

Og árin þau hverfa eitt og eitt og aldirnar renna sitt skeið

en minningar lifa og saga er sögð af samfelldum ættarmeið.

 

Hvert mannslíf er hlekkur í mannfélagskeðju

þar megnum við lítls sérhvert.

Af örlögum hent í allskyns hrúg eða beðju

og enginn fær við því gert.

Við vitum ei gjörla hvar markað er spor eða bás

í margslungnu flakki í tímans eilífu rás.

 

En þrátt fyrir óvissu um allt sem er hulið sýn

og enginn getur veitt við spurnum svör.

Þá er og verður óhögguð vissa mín

að áfram sé mörkuð leið og ákvörðuð för

því færi ég þökk fyrir samveru síðustu ár

samferðafólki nýjárssól skíni klár.

S.A.S.

Sendum ykkur öllum bestu óskir um gæfuríkt komandi  ár héðan frá Stjörnusteini.

Megi nýja árið færa ykkur allt það besta sem völ er á.

 

 

 

 

 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Kærar kveðjur til ykkar.

Þröstur Unnar, 31.12.2008 kl. 11:31

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knús og kossar til ykkar á Stjörnu steini  Gleðilegt ár og takk fyrir ánægjuleg samskipti á liðnu ári

Sigrún Jónsdóttir, 31.12.2008 kl. 11:57

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir góð "kynni" á árinu sem er að líða

Jónína Dúadóttir, 31.12.2008 kl. 12:25

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kæri bloggvinur, ég óska þér gleðilegs nýs árs og þakka fyrir skemmtileg kynni á árinu megi nýja árið færa þér hamingju og gleði. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 18:13

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gledilegt ár bloggvinkona mín.

àramóta kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 31.12.2008 kl. 19:34

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Gleåilegt ár Ía mín og takk fyrir skemtilegar bloggfærslur á árinu

Kristín Gunnarsdóttir, 1.1.2009 kl. 16:00

7 identicon

Gleðilegt ár,takk fyrir skemmtileg kynni Ía

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 17:17

8 Smámynd: Hulla Dan

Elsku Ía mín. Gleðilegt ár og takk fyrir dásamlega pistla á því síðasta. Hlakka til að lesa hjá þér á þessu ári

Hulla Dan, 1.1.2009 kl. 17:29

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Aðeins sein en gleðilegt ár og takk fyrir skemmtileg samskipti á blogginu mín kæra.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.1.2009 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband