2.1.2009 | 20:21
Gleðilegt ár 2009!
Gleðilegt nýtt ár!
Óvanalega róleg áramót hér hjá okkur og allir voru farnir að hlakka til að kveikja í brennu hér á nýársdag þar sem öll fjölskyldan ætlaði að koma saman og fagna en það fór því miður ekki eftir áætlun.
Þetta var sem betur fer ekkert stóralvarlegt en hænumamman er alltaf söm við sig. Tilfinningaflæðið alveg skíðlogandi allt í kringum mig.
Þannig var að Egill okkar lenti í því á gamlárskvöld að vélindað lokaðist og gat engu kyngt ekki einu sinni munnvatni. Þetta hefur gerst áður en aldrei staðið yfir svona lengi. Ég vildi að hann færi strax upp á spítala en hann vildi bíða til morguns. Alltaf með bjartsýnina í lagi, ólíkt mér alltaf of svartsýn. Mála stundum skrattann á vegg.
Á nýársdagsmorgun var allt við það sama svo hann fór upp á spítala og það tók allan daginn að skoða, mynda og síðan aðgerð undir kvöldið sem losaði um stífluna.
Sem betur fer var þetta ekki neitt alvarlegt en samt var ég alveg á nálum.
Eftir slæma reynslu hér af læknum 1992-´93 er ég alltaf á varðbergi og leita helst ekki til þeirra hér nema í neyð. Alveg sama hversu oft er búið að reyna að tyggja ofan í mig að hér séu mjög færir læknar þá bara er ég með fóbíu og það stóra gagnvart öllu sem heitir spítalar og læknaþjónusta í þessu landi. Ég bara get ekkert gert að þessu, svona er þetta bara.
Þegar leið á daginn í gær var ég orðin alveg viðþolslaus, sko hænumamman algjörlega á dampinum. Mér fannst við engar upplýsingar fá, hann var búinn að vera allan daginn upp á spítala og aðgerð í bígerð. Heyrði líka að þarna væri engin sem talaði ensku því það væri hátíðisdagur, ekki var það nú til að bæta stressið í minni. Samt tala sonur minn og tengdadóttir ágætis tékknesku. Síðan var sagt að við yrðum bara að bíða til morguns til að fá að vita hvernig aðgerðin hefði gengið.
Helv.... kommasystem! Það er enn hér til staðar á vissum stöðum. Ég á ósköp erfitt með að gleypa það hrátt að geta ekki fengið að vita um heilsu sonar míns þó ekki væri um stórvægileg´veikindi að ræða. Og stundum þarf maður að beita lagni.
Seint um kvöldið fengum við svo góðar fréttir og ég gat andað léttar.
Þetta endaði sem betur fer allt vel og ég svona að ná mér niður eftir ,,óþarfa" stress og hænumömmuáhyggjur. Það sem ég get stressað mig stundum yfir hlutunum á meðan allir aðrir virðast vera sallarólegir er stundum alveg með ólíkindum. En þannig er ég nú bara einu sinni gerð og engin fær því breytt.
Á morgun kemur nýr dagur......
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:47 | Facebook
Athugasemdir
Óska þér innilega gleðilegs árs mín kæra og takk fyrir ljómandi kynni á árinu.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2009 kl. 21:34
Mér finnst gott að vera hænumamma. Þær eru eitthvað svo ekta.
Á sjálf nokkur stykki (hænur sem sagt) og held að það séu bara með bestu mömmum í heimi.
Þú ert ekta Ía mín.
Hulla Dan, 2.1.2009 kl. 23:12
Gott að allt fór vel, en ég skil alveg áhyggjur þínar
Þið kveikið bara í brennunni á þrettándanum
Sigrún Jónsdóttir, 2.1.2009 kl. 23:57
Skil þig afskaplega vel.
Gott að rættist úr.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.1.2009 kl. 01:27
Skil vel áhyggjur tínar Ía mín.Manni er sko ekki sama er börnin eda barnabörn eiga í hlut.Tad kemur annar dagur fyrir brennuna.
Kvedja frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 3.1.2009 kl. 06:22
Ósköp eðlileg viðbrögð mín kæraGott að þetta fór vel
Jónína Dúadóttir, 3.1.2009 kl. 07:52
Gleðilegt ár Ía mín, skil þetta svo vel með strákinn þinn. Kærleikskveðja
Kristín Gunnarsdóttir, 3.1.2009 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.