4.1.2009 | 08:18
Að heilsa og kveðja.....
Þannig er það hjá okkur öllum á lífsleiðinni. Þessi litli vinur sagði við ömmu sína í morgun þar sem hann stóð ferðbúinn með litla bangsann sinn undir hendinni: Amma é koma attur. Þessir tveir voru óaðskiljanlegir sl. tvær vikur. Nú sitjum við hér Erró og amman og tárin trilla og svei mér þá ef hundinum vöknar ekki um augun líka, alla vega horfir hann á mig með sorgarsvip.
Góða ferð heim litli vinur við sjáumst fyrr en varir.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Jónína Dúadóttir, 4.1.2009 kl. 08:23
Erfitt að kveðjast, en mikið rosalega er gott að eiga fjölskyldu sem erfitt er að kveðja.
Skilur þú mig?
Ég er búin að vera með í maganum lengi, því eldri dóttirnn er að fara í 14 vikur til Suður-Ameríku. Úff... Venst þessu flakki þeirra seint, en finnst samt gott að þau gera þetta Var að spjalla við hina dótturina á msn áðan. Hún var að skoða Amishbæ í gær. Gott að einkasonurinn er þó í DK
Megi þessi dagur verða góður hjá þér
Guðrún Þorleifs, 4.1.2009 kl. 08:26
Já hvort ég skil Guðrún. Að eiga heilbrigða og kærleiksríka fjölskyldu er ómetanlegt.
Ía Jóhannsdóttir, 4.1.2009 kl. 08:33
Yndisleigir eru þeir Ía min, það er altaf erfitt að kveðja þá sem að manni þykir vænt um
Kristín Gunnarsdóttir, 4.1.2009 kl. 08:35
Æ hvað ég skil þig.
, 4.1.2009 kl. 10:39
Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2009 kl. 15:59
Æ elskan þetta er erfitt og skil þig mjög vel. kærleiksknús.
Kristín Katla Árnadóttir, 4.1.2009 kl. 17:21
Ég stend í þessu reglulega með hann Oliver og það er alltaf vont.
Venst aldrei held ég.
En þau eru heilbrigð og yndisleg og það er fyrir mestu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.1.2009 kl. 00:18
daginn Ía
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 06:56
Tekkji tetta ad kvedja fólkid sitt .Tad er alltaf erfitt og tárin sem syndaflód.Er samt vodalega heppin ad fá fólkid mitt oft í heimsókn og ég til teirra svo madur getur ekki kvartad svosem.Nú er elsta barnabarnid mitt Kristófer 8 ára farin ad koma einn í flugvél og tykjir honum tad hid minnsta mál Segist alltaf eignast vini í flugvélinni.Sídast voru tad fullordin hjón sem sátu med honum og gerdu honum ferdina skemmtilega.
Kvedja til tín.
Gudrún Hauksdótttir, 5.1.2009 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.