14.1.2009 | 11:59
Var síst að skilja í öllu þessu fólki í kringum mig....
Þetta var farið að angra mig þvílíkt! Gat varla þverfótað hér fyrir fólki og hljóð komu ofan úr rjáfri á nóttunni svo mér varð ekki svefnsamt. Ágerðirðist eftir að ég fékk nýju Nespresso könnuna fyrir jól.
Þökk sé Bretanum hann hefur jú alltaf verið með báða fætur niður á jörðinni. Fæstir þeirra trúa á drauga eða hindurvitnanir svo nú á að skella skuldinni á blessað kaffið.
Ofskynjunarlyf segja vísindamenn sem dregur drauga fram úr skúmaskotum. Eftir því sem þú drekkur meira kaffi eftir því kætist draugsi og heldur bara veislu heima hjá þér sem þú kaffifíkillinn verður ósjálfrátt að taka þátt í.
Búin að henda kaffikönnunni minni út á hlað!
Því ekki lýgur Bretinn er það nokkuð?
Segja mikla kaffidrykkju geta leitt til ofskynjana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Úúúú... nú skýrist ýmislegt!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.1.2009 kl. 12:54
Já og ég er komin í kóka kóla aftur Jóhanna, get svo svarið það.
Ía Jóhannsdóttir, 14.1.2009 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.