Sogamýri - Rafstöð

Rosalega er nú pirrandi þegar maður klúðrar ómerkilegum hlutum eins og að baka eina smá klessu handa sínum elskulega á Valentínusardaginn en ég hafði það af í gærkvöldi. Ef til vill var ég bara orðin of þreytt eftir daginn til að vera með fulla athygli við kökugerð.  Ætti ef til vill að reyna aftur í dag, sé til.

Annars áttum við gott kvöld saman í gær.  Ég afþakkaði að fara út að borða svo við höfðum það bara notalegt hér.  Eftir matinn settumst við að hljóðskrafi og eitt af því sem við ræddum voru strætóferðir á okkar yngri árum. 

 Við fórum að minnast gömlu vagnanna með vinalegum´strætisvagnastjórum sem opnuðu með sveif hurðarnar. Stóru peningabaukunum sem voru gulir að mig minnir.  Háir hlunkar sem mjókkuðu aðeins upp að ofan.  Bílstjórinn sem ýtti á þar tllgerðan hnapp ofan á geispunni og maður gat heyrt þegar klinkið féll niður.  Málmkennt hljóð ef baukurinn var hálftómur annars lægra og dempaðra. 

-Allir úr að aftan var viðkvæðið hjá bílstjórunum en ekki -allir út að aftan.  Eða þannig er það í minningunni og um háannatímann þegar fólk var að fara til og frá vinnu hljómaði oft úr barka bílstjórans -  færið ykkur aftar í vagninn.  Þarna stóð maður oft eins og síld í tunnu og ég man hvað mér leið oft hræðilega illa þar sem ég var svo lyktnæm og fann fúkkalykt af manninum við hliðina eða fiskifýlu af konunni sem var að koma úr frystihúsinu.  Úff, eins og þetta hafi gerst í gær.

Við hjónin vorum lítillega að karpa um heiti vagnanna og ég stóð í þeirri meiningu að ég hefði alltaf tekið leið átta.  Hann stoppaði í götunni heima og ég tók hann á hverjum degi til og frá Ísaksskóla svo og ef ég fór til ömmu minnar á Flókagötuna.   Þórir vildi meina að ég hefði tekið Sogamýri - Rafstöð og eftir smá vangaveltur komumst við auðvitað að því að ég hafði rétt fyrir mér. Hef alltaf rétt fyrir mér, eða þannig hehe

  Það getur svo sem verið að vagninn hafi heitið eitthvað í áttina við Bústaðarhverfi, Smáíbúðarhverfi en ég bara man eftir leið átta og síðan leið 18 sem var hraðferð og kom löngu seinna.  Þórir aftur á móti tók Sogamýri - Rafstöð þar sem hann er Vogavillingur og engin annar vagn farin að keyra nálægt Karfavoginum í þá daga.

Er búin að fara í stuttan göngutúr í dag en ekki fór nú gamla langt en fór þó. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mér fannst strætisvagnar alveg rosalega flott fyrirbæri, enda bara til staðar í höfuðborginni, sem maður heimsótti stundum.

Var í vist á Hringbrautinni þegar ég var 11-12 ára gömul og tók stundum vagn sem mig minnir að hafi verið nr. 1 og heitið Sólvellir.  Þaðan tók ég svo nr. 4 sem hét því ógleymanlega nafni Kleppur - hraðferð...samt var ég bara að fara í heimsókn til frænda og frænku á Langholtsveginum

Bestu kveðjur til ykkar á Stjörnusteini

Sigrún Jónsdóttir, 15.2.2009 kl. 14:24

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Auðvitað hefurðu rétt fyrir þér

Jónína Dúadóttir, 15.2.2009 kl. 14:25

3 Smámynd: Auður Proppé

Það er svo gaman að svona minningum, ég man einmitt eftir gamla fölgræna strætó og voru baukarnir ekki gráir? Æ, ég man það ekki.  Svo áttum við vinkonurnar alltaf uppáhalds bílstjóra, svaka gæi með sítt hár og alltaf sólgleraugu, í rigningu líka

Knús á þig Ía mín og dugnaður í þér.

Auður Proppé, 15.2.2009 kl. 14:31

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já gaman að þessu stelpur.  Langaði líka til að þakka fyrir allar hlýju kveðjurnar til mín eftir fyrri færslu.  Gott að eiga góða að.  

Ía Jóhannsdóttir, 15.2.2009 kl. 14:49

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já manstu eftir þeim? þeir voru æði þessir gömlu, annars fór ég ekki mikið í strætó vildi heldur labba, átti Þórir heima við Karfavog, Árni frændi átti heima að karfavog 40 að mig minnir og amma og afi áttu Nökkvavog 27, svo mikið var ég á þessum slóðum.
Knús til ykkar og það er svo gott að rifja upp gömlu daganna.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.2.2009 kl. 17:20

6 identicon

Var að frétta að værir hætt að reykja! Til hamingum meða það Ía. Og þú segir það ekkert mál? Hvað gerir þú ? Eitthvað sérstakt?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 17:28

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þessi pistill kallaði fram strætóminningar

Guðrún Þorleifs, 15.2.2009 kl. 21:26

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Hlemmur - Fell var minn strætó .. sko þegar ég var unglingur

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.2.2009 kl. 21:54

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hmmm.. svo man ég eftir Njálsgata-Gunnarsbraut

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.2.2009 kl. 21:55

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eigðu góðan dag ljúfust.
Ljós og kærleik til ykkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2009 kl. 09:39

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Nú er öldin önnur, nú skilja strætóbílstjórar ekki íslensku, ef þú spyrð hvaða vagn þú át að taka inn í Voga yppta þeir bara öxlum. - Að ég tali nú ekki um ef maður þarf að skipta um vagn á Hlemmi. -

Og nú heyrist ekkert í hátalarakerfinu, þegar strætó nálgast nýja stoppistöð, þó úti sé kafaldsbylur og maður veit ekkert hvar maður er staddur. - Enda mundum við ekki skilja bílstjórann.

En það er frítt í strætó á Akureyri. - Og mætti Reykjavíkurborg að taka sér það til fyrirmyndar, nú í kreppunni.

Þeir geta sparað í risnukostnaði flokksgæðinga upp í kostnaðinn við frían strætó.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.2.2009 kl. 21:43

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eigðu ljúfan dag elskuleg
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.2.2009 kl. 09:22

13 identicon

Elsku Ía mín, gangi þér vel og megi góðir vættir vera með þér í þessu verkefni sem þú ert að takast á við núna.  Knús Guðrún Mark

Guðrún Markúsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband