18.2.2009 | 14:38
Litli ljóti græni karlinn sem fékk á sig skeifu og meig niður úr.
Eftir að vera búin að fara marga hringi með rússibananum undanfarnar þrjár vikur er ég loksin komin með bevis í vasann upp á það að ekkert sé til fyrirstöðu svo hægt sé að skera ljóta græna karlinn í þúsund einingar og henda út í hafsauga. Eitthvað verð ég vist að sjá eftir meiru en karlskömminni en ég hef það alveg af.
Nú spyrja margir af hverju ég tali um grænan karl en það er vegna þess að mig dreymdi draum um daginn þar sem ég skyrpti út úr mér ormum og í restina litlum grænum kalli sem var ekki stærri en helmingur litla putta. Hann leit út eins og Golem, lítill feitur samanrekinn óþverri eða eins og japanskur stríðsmaður, veit ekki alveg hvort. Ég hirti hann upp og lét í plastpoka og lokaði þéttingsfast, þá setti hann upp skeifu og síðan pissaði hann niður úr og með það vaknaði ég.
Þess vegna tala ég um litla ljóta græna karlinn.
Ég hef alla tíð verið hraust og eins og ein góð vinkona mín orðaði það eftir einni sem svipað er ástatt fyrir: Maður verður að vera djöfulli heilbrigður til að fá krabbamein. Ég held að það sé nokkuð til í því.
Þórir minn sagði við mig í dag þar sem við vorum á leið úr síðustu rannsókninni fyrir uppskurð: Þessar þrjár vikur eru búnar að vera mikill skóli og það er hverju orði sannara.
Núna hef ég viku til að undirbúa mig eins vel og ég get. Borða vel, sofa og hreyfa mig eins og hægt er. Það er líka skært ljós með mér núna á hverjum degi sem hjálpar mér að komast í gegn um daginn og er það ómetanlegur styrkur.
Ég segi ykkur líka e.t.v. nokkrar skondnar sögur næstu daga ef þið eruð góð.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Trúmál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Góð samlíking Ía mín Gangi þér rosalega vel og ég hugsa mikið til þín og verður gaman að fá skondnar sögur næstu daga, ég lofa að vera góð
Auður Proppé, 18.2.2009 kl. 15:14
Já þessi draumur er bara góður þú munt sigrast á þessum græna karli.
Ekki vantar nú húmorinn í þig elskan frekar en fyrri daginn, ég lofa að vera góð vill endilega fá sögur.
Ljós til þín ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.2.2009 kl. 15:50
Kæra Ía, ég sendi þér bestu kveðjur og einlæga ósk um að allt gangi vel og fari vel
Sigrún Jónsdóttir, 18.2.2009 kl. 16:40
Kæra Ía
Við sendum baráttukveðju og óskir um gott gengi í baráttunni við meinið! Við hugsum til þín og fjölskyldunnar á stóra deginum í næstu viku!
Með bestu kveðju, Herdís K. og stórfjölskylda!
Herdís Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 17:13
Gangi þér vel Ía mín og sannarlega er betra að vera vel á sig komin ef fara þarf á spítala. Þar er ekki mikill friður. Forði mér heim í dag og nýt nú alvöru aðhlynningar
Kær kveðja
Guðrún Þorleifs, 18.2.2009 kl. 17:31
Jónína Dúadóttir, 18.2.2009 kl. 18:45
En frábær færsla hjá þér, mér líst sérlega vel á hvernig þú tókst litla græna kallinn, það veit á gott
Ragnheiður , 18.2.2009 kl. 20:06
Ég hef þig í bænum mínum, efast reyndar ekkert um að þú tekur þetta með vinstri.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.2.2009 kl. 22:03
Ég skal vaka og vera góð, bara ef ég fæ fleiri sögur.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.2.2009 kl. 23:37
Takk fyrir hlýjar kveðjur.
Ía Jóhannsdóttir, 19.2.2009 kl. 00:09
Elsku Ía mín.
Gangi þér óskaplega vel.
Ég kveiki á kerti handa þér, svona djöst in keis, ef það skyldi virka. Sendi þér svo heilan haug af góðum hugsunum.
Hulla Dan, 19.2.2009 kl. 08:22
Góðan daginn elskan, er ekki farið að vora vel hjá ykkur, hér er smá vor fílingur þó maður viti að hretin eigi eftir að herja á manni enn og aftur, það er nú bara einu sinni febrúar, en með léttum huga tekur maður því, ekki hægt annað er þú ert svona frábærilega bjartsýn.
Ljós og kærleik til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.2.2009 kl. 12:42
Þetta er fínn draumur Ía. En þú hefur líka skapið og léttu lundina og bjarsýnina. Ég fékk krabbamein fyrir 19 árum og hef verið hraust síðan. Var skorin upp við allt öðru og þá kom meinið í ljós. Mín heppni. Ég hugsa til til þín á hverjum degi og þann 25.02 sendi ég þér allt það fallegasta sem á til. Blessi þig..
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 18:08
Græn litur er er tákn um gróska.
Gangi þér vel vina mín.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 19.2.2009 kl. 21:05
Knús á þig Ía mín, gangi þér vel.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.2.2009 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.