Ef svuntan hennar ömmu minnar gæti talað.

Þar sem ég horfði á svuntuna mína hanga hér eiginlega upp á punt fór ég að hugsa um notagildi hennar hér áður fyrr og það hvort öll börn í dag vissu yfir höfuð hvaða tilgangi hún þjónaði.

Ömmur mínar notuð svuntur upp á hvern einasta dag sjálfsagt vegna þess að þær vildu hlífa dagkjólnum og ef til vill áttu þær aðeins tvo til skiptanna og svuntuna mátti þvo aftur og aftur en kjóllinn þoldi ekki sömu meðferð.

Sumar svuntur voru bara afskaplega plain og púkó en þær svuntur sem föðursystir mín saumaði voru listaverk með pífum og dúlleríi og vinsælar til gjafa innan fjölskyldunnar.

Svuntan var ekki aðeins til þess gerð að hlífa kjólnum heldur var hún notuð til ýmissa þarfa og ófá tárin sem þurrkuð voru af tárvotum kinnum barna og smá snýtt í leiðinni.

Svuntan var líka notuð sem pottaleppar þegar þurfti að taka heit form út úr ofninum.

Börnin földu sig oft undir svuntunni þegar ókunnuga bar að garði.  Hún veitti líka oft skjól fyrir veðri og vindum þegar hlaupið var á milli húsa.

Svuntan kom sér oft vel þegar bera þurfti inn egg úr hænsnastíunni eða eldivið og mó undan húsvegg.  Þá kom hún sér oft vel þegar illa logaði í kabyssunni og þá var hún notuð sem blævængur til að lifna við í glóðunum. 

Kartöflur og rabbabari var líka oft borinn heim í svuntunni úr garðskikanum bak við hús.

Svuntan kom sér líka vel þegar óvænta gesti bar að garði og var ótrúlegt hvað hún var fljót að þurrka af ryk af húsgögnunum í betri stofunni svo allt varð skínandi hreint á svipstundu.

Húsmóðirin notaði hana líka sem veifu þegar gestir kvöddu, snaraði henni þá af sér og veifaði þar til ekki lengur sást til mannaferða.

Ég held að það eigi eftir að líða langur tími þar til eitthvað verður fundið upp sem jafnast á við margþætt notagildi gömlu góðu svuntunnar.

Amma mín notaði svuntuna sína til þess að setja sjóðandi heita jólakökuna í eldhúsgluggann til að kæla hana en í dag setja barnabörnin jólakökuna í gluggann til afþýðingar úr frystinum.

Það yrðu allir hálf brjálaðir í dag ef þeir ættu að rannsaka og kæmust að því hversu margar bakteríur fyndust í svuntunni hennar ömmu

Aldrei varð mér meint af því að komast í tæri við svuntuna hennar ömmu minnar  það eina sem ég fékk var ást og hlýja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Svunturnar maður, þær voru sko það flottasta !

Frábær pistill...mér finnst ég finna jólaköku og kaffilykt

Ragnheiður , 7.3.2009 kl. 17:19

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Fór með þér í huganum um ævintýraheim svuntunnar. Takk fyrir ferðalagið.

Kærar kveðjur

Guðrún Þorleifs, 7.3.2009 kl. 17:29

3 Smámynd: Kristín Ketilsdóttir

Komdu sæl Ía ég hef stundum kíkt á bloggið þitt en aldrei hef ég kvittað fyrr en nú. Ég óska þér góðs bata og þakka þér fyrir skemmtilega pistla þú ert frábær sögumaður og gaman að lesa pistlana þína hafðu það alltaf sem best Guð blessi þig kveðja K.K.

Kristín Ketilsdóttir, 7.3.2009 kl. 17:34

4 identicon

Frábær pistill um "flík" sem sjaldnast var tekið eftir.  Ég átti líka ömmur með svuntur en hugsaði ekki um margþætt notagildi svuntunnar fyrr en eftir lestur þessa pistil.  Svuntan var því eitt allsherjar"tæki".

Bestu kveðjur,

Sólveig.

Sólveig Arad (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 17:55

5 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Svuntan má segja var notadrjúg.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 17:58

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Ía mín takk fyrir góða og hlýja færslu, man alveg eftir svuntunum, þær voru flottar og fínar, en notaðar eins og þurfti bæði af ömmu og mömmu.
Knús til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2009 kl. 20:16

7 identicon

Æji hvað þetta er frábært. Man eftir gamalli konu úr Svefneyjum i Breiðafirði sem lá á Lsp þegar ég var ritari . Hún lét alltaf klæða sig þó hún væri "rúmföst" Og svuntan var var á sínum stað. Ég er svona svuntukona. 

Sú gamla frá Svefneyjum var stirð. En..Eitt sinn þegar ungur læknir gekk fram hjá reis sú gamla upp með eldingu og sagði: Sáuð þið hann? 

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 21:17

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndisleg færsla  Það voru vasar á svuntu ömmu minnar og þar geymdi hún band hnykilinn svo hann færi ekki á flakk á meðan hún prjónaði

Sigrún Jónsdóttir, 7.3.2009 kl. 22:01

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Amma var með hvunndagssvuntur og svo spari.  Svona hvítar með dúlluverki og blúndum.

Sama með mig, alltaf svunta yfir sunnudagskjólinn.

Samt mátti maður ekki bletta svuntuna.

Mér fannst þetta ráðgáta.

Takk fyrir þessa færslu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.3.2009 kl. 23:05

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 8.3.2009 kl. 08:06

11 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Yndisleg færsla Ía mín.Ég er mikil svuntukona og nota alltaf svuntu í eldhúsinu.Vinkonur mínar vita oftast hvad á ad gefa mér í afmælisgjafir....Svuntu ,sem nú tegar hanga í öllum regnboganslitum tilbúnar til notkunnar.

Gangi tég vel elsku Ía mín .

Knús í kotid titt.

Gudrún Hauksdótttir, 8.3.2009 kl. 10:05

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Knús á ykkur öll og takk fyrir að líta hér við.  Eigið góðan sunnudag.

Ía Jóhannsdóttir, 8.3.2009 kl. 11:25

13 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Dásamlegur pistill, ég fór í svuntuferðalag í hugarheim minn, minntist allra svuntanna hennar mömmu. - En veistu ég á alveg gullfallega svuntu sem yngri dóttir mín saumaði handa mér og gaf mér í jólagjöf fyrir mörgum árum, og ég nota hana alltaf á öllum stórhátíðum. - KÆR KVEÐJA TIL ÞÍN

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.3.2009 kl. 18:58

14 Smámynd: Jens Sigurjónsson

skemmtileg færsla.

Jens Sigurjónsson, 10.3.2009 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband